Organistablaðið - 01.10.1968, Qupperneq 4

Organistablaðið - 01.10.1968, Qupperneq 4
svtMtar Keykjavíkur og stjórnaði henni í 13 ár, hætti er hann var orð- inn lónlistarráöunautur Ríkisútvarpsins og vinna við það stari' jókst. Árið 1922, 7. júlí, sameinuðust lúðrasveitirnar Harpa og Gýgja, sem þá voru einu starfandi lúðrasveitir í Keykjavík. Þetta reyndist góð blanda, ]>eir eldri (um fertugt) með reynslu og góðan „tón“, þeir yngri (um tvítugt) með eldlegan áliuga og tækni; Páll var þarna mitt á milli íum þrítugt), hristi og lirærði öllu saman svo lystilega þótti til fróð'leiks og skemmtunar. Það var líka spilað’ mikið, starfað og ferðast á þessum árum. — Fyrst og fremst spilað svo til vikulega í hænum íá Austurvelli) og við öll iþróttamót, leigð skip og farið í skemmtiferðir með bæjarbúa o. fl. til Akraness, upp í Hvalfjörð og Sundin blá. Þestar ferðir gáfu oft góðan skilding, og ekki veitti af, ]iví við vorum að byggja Hljómskálann, sem er fyrsta félagsheimili Keykjavíkur. Þá var einnig farið suður með sjó, til Vestmannaeyja og austur um allar sveitir, upp í Borgarfjörð og víðar. Páll var með prikið (stjórnaði), hrókur alls fagnaðar, en sumir bíl- og sjóveikir, en allt fór þetta vel, svo af varð þjóðarskemmt- uii, sem nú skal nánar skýrt frá: Það mun hafa verið veturinn 1925, að einhverjum ábugamanni innan L. K. datt í hug og talaði um, að við ættum að fara hljómleika- ferð vestur og norður um land. Þessu var vel tekið, og nú var tekið til cspilltra málanna með undirbúning allan, skipulagningu ferða- lagsins og æfingar. Það var um mánaðamótin júlí—ágúst að lagt var ? þessa fyrstu hljómleikaför með hljóðfæraflokk um landið. Farið var með „Botníu“ vestur til ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. Haldnir voru hljómleikar (og böll) á þessum stöðum. 11 af Jtessum 21 manna hópi fóru rí&andi suður með hljóðfærin og spiluðu á 8—9 stöðum á leiðinni og Páll í jafnmörgum kirkjum. Alls staðar vel sótt af landsmönnum; hver sem vettlingi eða hesti gat valdið mætti. Þetta varð sannkölluð sigurfiir og þjóðarskemmtun, en oft vortim við aumir á vissum stað á líkamanum! Páll var þarna eins og liöfðingi til forna í yfirreið um landið með hirðmenn sína. M. a. var stanzað í Surtshelli og spilnð nokkur lög og „fáir munu eftir leika“, enda í nánd við Eiríksjökul. — Allir komust lieilir heim, nokkuð þrekaðir að vísu, en ánægðir. — Síðan hef ég hitt menn sem mundu kotnu okkar, höfðu þeir aldrei áður heyrt leikið á lúðra og tréblásturshljóðfæri, eða hvílíka fimi á orgel sem Páls. 4 ORGANJSTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.