Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 2
Organleikarinn Páll ísólfsson Organleikarihn Páll ísólfsson verður vafalaust lengi í minni og hug- um íslendinga. í fyrsta lagi í minni þeirra, sem heyrðu og sáu hann við orgelið á þeim árum, er 'þetta risavaxna hljóðfæri laut vilja hans um Jeið og hann snerti það. Hljómupptökumöguleikunum má þakka að ekki þarf lengur með öllu að glatast mál tónlistarflytjandan*. En hversu sem hljómupptakan er fullkomin skilar hún ekki nema broti af þeirri list, sem góður tónlistarmaður gaf áheyrendum sín- um í hljómleikasal, og það verða báðir aðilar, flytjandinn og áheyr- andinn, að sætta sig við. En orgeltónsmíðar eigum við eftir Pál, sem sýna okkur þekkingu hans á hljóðfærinu „hans", orgelverk, sem vafalaust um langa framtíð verða leikin af erlendum og ís- lenzkum organleikurum. Að reyna að lýsa organleik Páls er jafnfráleitt og að ætla sér með orðum að lýsa Herðubreið fyrir þeim, sem aldrei hefur séð það fjall, eða á sama hált að segja frá briminu |>eim, sem aldrei hefur heyrt það. Ég býst við, að okkur nemendum Páls, hafi öllum verið líkt innanbrjósls, þegar hann spilaði verkefnin fyrir okkur í límunum. Hvernig fer hann að ])ví að gefa IriIIunum þcssa töfra? Hvað veldur því að skalarnir fyllast þessu lífi og tign, og hvers vegna nægir honum að spila fúgurnar án nokkurra bragða? Svarið virðist liggja í loftinu. „Páll er snillingur," eins og maður heyrði svo oft. Þetta svar látum við okkur ekki nægja. Brimhljóðið er ekki mein- ingarlaus, innantómur, máttlaus söngur, sem kemur og fer líkt og dægurlag. En hvaðan kemur það? Úr djúpunum segjum við. En hver skynjar þessi djúp? Okkur sortnar fljótlega fyrir augum, djúpið virðist endalaust. Þó eru þeir til, sem heyra þetta hljóð bet- ur öðrum, skynja víddir djúpsins sterkar og birta síðan öðrum í mynd, máli eða tónum. Eg held að leyndarmálið að baki trillunum og skölunum sé dýpri sýn í þessa tóna sköpunarverksins en flestum er gefið, og vitanlega á þetta við um alla stóra listamenn. á hvaða 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.