Organistablaðið - 01.10.1968, Page 2

Organistablaðið - 01.10.1968, Page 2
Organleikarinn Páll ísólfsson Organleikarinn Páll ísólfsson verður vafalaust lengi í minni og fiug- um íslendinga. í fyrsta lagi í minni þeirra, sem heyrðu og sáu hann við orgelið á þeim árum, er þetta risavaxna hljóðfæri laut vilja hans um leið og hann snerti það. Hljómupptökumöguleikunum má þakka að ekki þarf lengur með öllu að glatast mál tónlistarflytjandans. En hversu sem hljómupptakan er fullkomin skilar hún ekki nema broti af þeirri list, sem góður tónlistarmaður gaf áheyrendum sín- um í hljómleikasal, og það verða háðir aðilar, flytjandinri og áheyr- andinn, að sætta sig við. En orgeltónsmíðar eigum við eftir Pál, sem sýna okkur þekkingu hans á hljóðfærinu „hans“, orgelverk, sem vafalaust um langa framtið verða leikin af erlendum og ís- Ienzkum organleikurum. Að reyna að lýsa organleik Páls er jafnfráleitt og að ætla sér með orð’um að lýsa Herðubreið l’yrir þeim, sem aldrei hefur séð það fjall, eða á sama liátt að segja frá briminu þeim, sem aldrei hefur heyrt það. Ég býst við, að okkur nemendum Páls, hafi öMum verið líkt innanbrjósts, þegar hann s])ilaði verkefnin fyrir okkur í tímunum. Hvernig fer hann að því að gefa trillnnum þessa töfra? Hvað veldur því að skalarnir fyllast þessu lífi og tign, og livers vegna nægir honum að spila fúgurnar án nokkurra bragða? Svarið virðist liggja í loftinu. „Páll er snillingur,“ eins og maður heyrði svo oft. Þetta svar látum við okkur ekki nægja. Brimíhljóðið er ekki mein- ingarlaus, innantómur, máttlaus söngur, sem kemur og fer líkt og dægurlag. En hvaðan kemur það? Or djú])unum segjum við. En hver skynjar þessi djúp? Okkur sorlnar fljótlega fvrir augum, djúpið virðist endalaust. Þó eru þeir til, sem heyra þetta hljóð bet- ur öðrum, skynja víddir djúpsins sterkar og birta síðan öðrum í inynd, máli eða tónum. f.g held að leyndarmálið að baki trillunum og skölunum sé dýpri sýn í þessa tóna sköpunarverksins en flestum er gefið, og vitanlega á þetta við um alla stóra listamenn. á hvaða 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.