Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 27

Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 27
Tónleikar í Reykjavík og nágrcnni Svissneskur kirkjukór, sem raunar var úrval úr þrem kórum, heimsótti ls- land í ágúst sl. og hélt tónleika í Háteigskirkju þann 8. s.m. Síðan hélt kórinn til Akureyrar og söng í Akureyrarkirkju. Hópurinn nefndi sig „Evangelische Singgemeinde'", og var stjórnandi kórsins próf. Martin Flaming, þekktur kórstjóri. Efnisskrá kórsins var mjög fjölhreytileg og meS- ferð öll mjög fáguð að mér er tjáð, en ég gat því miður ekki verið við- staddur þessa tónleika. Kirkjan mun hafa verið þéttsetin áheyrendum. Haukur Guðlaugsson, sem nýlega hélt tónleika í ÞýzkaJandi, og sagt er frá í hlaðinu á öðrum stað, hélt tón- leika i Skálholtskirkju sunnudaginn 15. sept. Ekki ætla ég að fjólyröa um organleiks Hauks, eða meðferð lians á einstökum verkum. Hins vegar hlaut maður að finna til, á stundum, und- an takmörkunum hljóSfa;risins. Kirkj- an er að mörgu leyti vel fallin til tónleikahalds og ferðalagið austur og að austan gæti verið „krydd" ofan á góða tónleika. En orgelið er ekki „konsert-orgel" fyrir þessa kirkju, miklu nær er það að vera kór-orgel, en það er sitt hvaS. Að vísu er hljóð- færið afleitlega staðsett í kirkjjunni upp á hljóm að gera, og get ég raun- ar ekki séð að tónlistinni hafi verið ætlaður sæmilegur staður í kirkjunni. En það hreytir ekki því, að kirkjan ætti skilið orgel, sem fa^rt va;ri um að fylla hana hljómi, og þrátt fyrír aS Haukur nýtti hljóðfærið eins og hægt var gat ekki farið hjá því, aS orgelið kiknaði undan verkefnunum og sérstaklega þó undan C. Franck og Reger. Það er ekki venja að klappa í kirkjum og því virSist þaS vera orS- inn nokkur siður á íslandi aS einhver málhagur kirkjugestur standi upp eft- ir kirkjutónleika og flytji mál nokk- urt til heiðurs flytjanda tða flytjend- um. Ekki efa ég að slikt sé af ein- lægni og góðum hug gert, en á tæp- lega rétt á sér að loknum góðum tón- leikum. Málið, sem góður tónlistarmað- ur flytur (jafnvel þótt hljóðfærið sé vanhurSa) er ofar öllum orSum og tónleikagestir eiga rétt á því að hafa það með sér ómengað út úr kirkjunni. Kór Hallgrímskirkjunnar í Rvík efndi til tónleika í Hallgrímskirkju á uppstigningardag með fjölhreyttri efn- isskrá. M. a. á efnisskránni var kan- tata eftir A. Andersen og kantata eftir E. Hovland fyrir sópran, hassa, flautu, fiSlu, orgel og kór. Einleik- arar voru Jósef Magnússon (flauta), Jónas Daghjjartsson (fiðla) og Páll Kr. Pálsson (orgel). Einsóngvarar voru Ruth Little Magnússon, Kristinn Hallsson og Maríus Sölvason. Söng- stjóri á tónleikum þessum var Páll Halldórsson. Sunnukórinn á ísafirði kom í söng- ferð til suðurlands i júnímánuði og hélt tónleika í Gamla Bíó. Tel ég rétt að geta þess hér, þótt ekki hafi verið um kirkjutónleika aS ræða, en Sunnukórinn er jafnhliða kirkjukór lsafjarðaikirkju. Sóngstjóri í ferð þess- ari var Ragnar H. Ragnar skólastjóri og organleikari á Isaíirði. R. B. ORGANISTABLAÐIÐ 27

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.