Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 7
Tónskáldið dr. Páll ísólísson TónlistarJíf stóð' með' ótrúlegum blóma á Eyrarbakka og Stokks- eyri i'yrir og um aldamótin síðustu, miðað við það, sem annars staðar var á landinu. Margt er til vitnis um þetta, og sínu máli talar sú síaðreynd, að það'an komu hvor eftir annan þeir tveir menn, sem 'haest hafa borið merki tónlistarinnar á íslandi á þessari öld: Sigfús Ehwrsson og dr. Páll Islófsson, — auk fjölda annarra „minni spámanna." Páll isólfsson er eina meiri háttar tónskáld íslenzkt, sem hefur átt lónskáld að föð'ur, og á æskuheimili hans var iðkun tónlistar talin jafn sjálfsögð og ómissandi og sjálft andrúmsloftið eða hið daglega brauð. Þar mun það því ekki hafa þótt sérstakt tiltökumál, þegar Páll byrjaði barnungur að semja lög og setja þau á blað, þótt slíkt mundi hafa verið talið undur mikil og stórmerki á þeim tímum á flestum öð'rum heimilum landsins. En fyrir Páli lá það, sem faðir hans og hinir mörgu sönghneigSu frændur hans höfðu farið á mis við, að njóta ágætrar og \áðtækrar menntunar í list sinni. Jafn- framt gerðist hann fjölmenntaður maður cinnig á öðrum sviðum, cji slíkt er hverjum skaj>andi lislamanni hin mesta nauðsyn. Þannig atvikaðist það, að hann varð eitt mikilhæfasta tónskáld, sem ís- lenz-ka þjóðin Jiefur alið. Mtðal verka Páls ísólfssonar er margt það, sem einna liæst ber í íslenzkum tónbókmenntum til þessa dags: sönglagaperlur, sem snortið liafa hvers manns hjarta, pianó- og orgelverk, sem að hand- bragði og reisn bera af flestu eð'a öllu öð'ru, sem íslenzkir menn liafa fátið frá sér fara af því tagi, leikhústónlist, sem gætt hefur marga sýninguna Jífi og Iit, kór- og hljómsveitarverk, sem eru meðal hinna stórbrotnustu islenzkra tónverka og liafa gert marga Jiátíðastundina enn hátíðlegri en ella mundi. Fyrir allt þetta eigum við ósmáa þakkarskuld að gjalda Páli Isólfssyni, og sú skuld mun fara heldur vaxandi en minnkandi, eftir því sem tímar líða. Þegar Páll íór til náms í Þýzkalandi 1914, var íslenzk tónlist und- ir mjög sterkum, dönskum áhrifum, og hafði svo verið allt frá tím- um Péturs Ouðjónssonar. Danir höfðu hins vegar um ómunatíð' sótt flest til Þjóðverjja í J>eim efnum. Hér var nú brotið við blað, og er ORGANISTABLADID 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.