Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 6
KIRKJUSÖNGSHÁTÍÐ í KRISTIANSTAD I Svíþjóð stendur kirkjutónlistin í miklum blóma. Frá árinu 1910 hafa verið haldnar kirkjusöngshátíðir .þriðja hvert ár. Fjórtán fyrstu hátíðirnar voru haldnar á einum stað liverju sinni, en vegna hinnar miklu þátttöku, var farið að lialda þær á tveiinur stöðum árið 1956. Enn verður hreyting 'á fyrirkomulagi þessara hátíða, á þann veg, að frá og með árinu 1969 eru þær haldnar í þrennu lagi. Að þessu sinni voru mótin í Kristianstad og Luleá 16.—18. júlí og í Visby 30. júní—2. júlí. Aðilar að iþessum kirkjusöngshátíðum cru: „Riksförbundet Svensk Kyrkomusik", „Kyrkosángens vánner“, „Sveriges Kyrkosángsforbund", „Kyrkomusikernas Riksförbund". Verndari hátíðarinnar var Gústaf VI. Adolf, ’konungur Svíþjóðar. Takmarkið hefur alltaf .verið það sama, Iþ. e. a. s. „kvalitet“ (gæði) fyrst og fremst og siðan „kvantitet“ (magn) eða eins og stendur í mótsskránni: „Það hefur aldrei verið jafn aðkallandi og nú að gera kirkjusönginn enn listrænni.“ Síðustu áratugi hefur krafan um gæði í sænskum kórsöng — bæði hvað snertir kirkjulega og veraldlega tónlist — aukizt mikið. Þetta á bæði við um kórhljóm og efnisval. Ýmsar raddir hafa heyrzt, sem hafa viljað gera efnisvalið alþýðlegra og um leið minnka kröfurnar um listræn gæði, en Sveriges Kyrkosángsförbund, þ. e. a. s. Kirkjukórasamband Sví'þjóðar, hefur ekki viljað breyta stefnu sinni, þ. e. aðeins 'það bezta er nógu gott. Meðlimir þessara samtaka eru 50.000 manns, þar af eru barna- og æskulýðskórar þriðjungur. Augljóst er af þessu, að mikið er unnið að endurnýjun samtakanna. Sænska kirkjukórasamlbandið vinnur einnig að framgangi samtíma tónlistar, ]>ess vcgna voru pöntuð nokkur ný tónverk hjá sænskum tóns'káldum til flutnings á Kirkjusöngshátíðinni 1972. Margir af kórum sambandsins hafa náð langt í flutningi samtíma kiíkjutónlistar. Þessi kirkjusöngsmót gegna því miklu hlutverki í þróun kirkjutónlistarinnar. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.