Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 8
og þar var ílutt tónlist, sem hinir ýmsu kórar höfðu æft til að flytja
sameiginlega á þessari hátíð.
Um 'kvöldið kl. 20.30 var aðalsamkvæmi mótsins, 'þar sem allir
þátttakendur voru gestir. 1 þessu samkvæmi fluttu 'hinir norrænu full-
trúar ræður og undirrituð sagði frá ýmsu, sem varðar kirkjutónlist á
Islandi, og starfsemi og stofnun Kirkjukórasambands íslands.
Sunnud. 18. júní 'kl, 10.00 f.h. var hámessa með altarisgöngu í kirkj-
¦unni, 'þar sem söfnuðurinn (þátttakendur mótsins) kynntust nýju guðe-
¦þjónustuforrni, sem farið er að nota í tilraunaskyni víðs vegar í Sví-
þjóð. Það sem vakti sérsaka athygli mína, var hin mikla almenna
þátttaka safnaðarins í messunni. (Að sjálfsögðu voru allir sálmar
og messusvör einrödduð). Auk 'Jjess voru ákveðnir liðir í messunni
fluttir af fjórrödduðum kór, Iþar sem ekki var ætlazt til þátttöku safn-
aðarins.
Lokahátíð mótsins var svo haldin kl. 15.00 í kirkjunni, þar var
m. a. flutt tónlist eftir Buxtehude og Schiitz. Biskup Helge Ljungberg
frá Stokkhólmi og Kyrkoherde Sune Bjurman í Hel. Tref. söfnuðinum
flutlu lokaávörp. I orðum 'þeirra kom m. a. fram hvatning til þátt-
takenda um að þeir létu hina miklu tónlistargleði, sem hafði ein-
'kennt allt mótið, smita út frá sér, hver í sínum söfnuði. Það væri
efalaust eitt sterkasta vopnið tiil að útrýma hinum tómu kirkjubekkjum.
Eg hef nú í stórum dráttum skýrt frá tilbögun mótsins og fram-
kvæmd, en það sem einkenndi 'það öðru fremur var:
A. Listrænn flutningur hinna ýmsu kóra sænsku kirkjunnar.
B. Hinn mikli áhugi, sem yfirmenn kirkjunnar (biskupar og
prestar) sýndu hinni kirkjulegu tónlist.
Þess má geta, að 'þeir héldu stutt erindi um tónlistarmál
á öllum tónleikum hátíðarinnar.
C. Frábært skipulag, þar sem séð var jafnvel fyrir hverju smá-
atriði, sem varðaði framkvæmd þessa stóra móts, en undir-
búningur þess stóð í rúmt ár og var framkvæmdastjóra móts-
ins, Hagbert Meuller, til mi'kils sóma.
Það leikur enginn vafi á, að íþessar 'kirkjutónlistarhátíðir gegna
mikilvægu hlutverki. Hér koma saman allir fremstu kirkjutónlistar-
menn landsins, ásamt kórum og hiljóðfæraleikurum, sem flytja hina
sígildu kirkjutónlist ásamt iþví nýjasta, sem hver tími hefur upp
á að bjóða.
ÞaS er Iþví mikilsvert fyrir okkur íslendinga, sem eigum svo
8 ORGANISTABLAÐIÐ