Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 5
fjarðar; bjuggn á góðjörð og á heimili þeirra voru húslestrar og kvöldvökur með lestri og söng fastur liður, auk þess sem fjölskyldan fylgdist vel með nýjungum í allri verkmenningu. Björn hóf sitt orgelnám hjá Helgu systur sinni, en var síðar vetrar- tíma í Reykjavík og naut þá tilsagnar Hallgríms Þorsteinssonar söng- kennara. Síðar sótti hann nokkra tíma hjá Onnu Petersen. Laust eftir fermingu byrjaði Björn að leika á orgel við athafnir í kirkjum. Var organisti í Bæjarkirkju í rúm sextíu ár, lék þar síðast á jólum 1975. Söngur og tónlistariðkun var honum hálft lífið. Hann byrjaði ungur að kenna söng í Hvítárbakkaskóla og í Reykholti fengu margir sín fyrstu kvnni af kórsöng hjá Birni. Um skeið starfaði Björn hjá Kirkjukórasambandi íslands, og þjálfaði þá kóra víða á Suðurlandi og í Borgarfirði. Björn samdi fjöldamörg sönglög, bæði sálma- og ljóðalög. Árið 1973 gaf Kaupfélag Borgfirðinga út nótnabók með sönglögum hans. Auk þeirra lét hann eftir sig í handritum allmörg lög. Björn hlaut fyrstur tónskálda verðlaun úr „tónmenntasjóði kirkj- unnar“, fyrir frumsamin sálmalög og organistastörf. Heimili Kristleifs á Stóra-Kroppi var einstakt. Þar hallaði aldrei orði. Og öllum, sem þekktu Guðnýju Kristleifsdóttur, konu Björns, ber saman um að hún hafi verið afbragð kvenna. Því hlýtur það að hafa markað djúp spor í líf Björns að missa hana eftir aðeins fimm ára sambúð. En vist hans á Stóra-Kroppi hefur vafalaust þroskað tilfinningu hans til ritaðs máls, og einnig átt drjúgan þátt í að móta hans lífsskoðun. Björn var trúr samvinnustefnunni, taldi hana „allra stefna ágæt- asta“. Hann var ákafur bindindismaður, en um lífsskoðun hans að öðru leyti vil ég vitna til þess, sem hann hefur sjálfur skrifað: „Aðeins sú trú, er sýnir sig í verkum og valmennsku hefur í mín- um augum gildi. Trúarkenningar án góðra verka eru staðlausir stafir. Ein dýrsta speki hlýtur að vera fólgin t þessum orðurn: „Það, sem þér viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Þarna er fengin lausnin á öllum sambúðarvanda. Einnig hlýtur það að vera lögmál lífsins: „Eins og maðurinn sáir, þannig mun hann og uppskera“. Með því er öllu réttlæti fuUnægt.“ Minning Björns Jakobssonar lifir í hugum okkar, sem nutum hans ORCANISTABLAÐIB 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.