Organistablaðið - 01.12.1977, Page 6

Organistablaðið - 01.12.1977, Page 6
KRISTJÁN JÓNSSON Hinn 18. ágúst sl. varð Kristj- án Jónsson, fyrrv. skólastjóri í Hnífsdal áttræður að aldri. Hann er fæddur að Eyri í Seyðisfirði vestra, sonur þeirra hjóna, Jóns Jakobssonar og Kristjönu Kristj- ánsdóttur, sem fædd voru og upp- alin norður í Grunnavíkurhreppi, en fluttu úr heimabyggð sinni á hið forna höfuðból, Eyri. Ólst Kristján upp við alla al- genga vinnu þar vestra, bæði á sjó og landi, unz hann settist í Flensborgarskóla og síðan í Kenn- araskólann og útskrifaðist þaðan vorið 1919. Hugur hans hneigist að hljómlist og veturinn 1917—1918 tók hann að nema af eigin rammleik tónfræði og orgelspil. I Kennaraskólanum hugði hann að fá tilsögn í organleik hjá Sigfúsi Einarssyni, tónskáldi, sem þá kenndi söng við skólann, en þá var hvergi hljóðfæri að fá að láni til æfinga. Varð hann þá af þeirri kennslu og því varð organleikur hans sjálfs- nám eingöngu, því áfram hélt hann að æfa sig eftir því sem föng voru á. Haustið 1919 tók hann við skólastjórn barnaskólans í Hnífsdal og var það óslitið til 1967, að hann hætti fyrir aldurs sakir. Og þegar Hnífsdalur varð sérstök sókn gerðist hann organleikari við guðs- þjónustur og aðrar kirkjulegar athafnir 1926 og hélt því starfi þar til fyrir fjórum árum, en allt fram á þennan dag hefur hann kennt söng við skólann, eins og alla skólatíð sína. Við organleikarastarfinu tók hann vegna nauðsynjar og vöntunar á kirkjuorganleikara. Og kennslu og samfylgdar, hún lifir í ritverkum hans, og hún lifir lengst í sönglögum hans, sem margir íslenzkir tónlistarmenn hafa flutt og margir tekið við þau tryggð. í nóv. 1977. Bjarnt Guðráðsson. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.