Organistablaðið - 01.12.1977, Side 8
NORRÆN ORGANISTAKEPPNI
Eins og fram kemur annarsstaðar í blaðinu, verður norræn organ-
istakeppni í Striingnás í Svíþjóð í tengslum við Orgelhátíð sem verður
haldin þar í ágúst 1978.
Þeir sem standa að þessari hátíð eru Dómkirkjusöfnuðurinn í
Strángnás, Menningarnefnd Strángnás, Ríkiskonsertar og Kirkjutón-
listarsamtök Strángnásstiftis.
Keppnin fer fram í þremur umferðum, og þátttakendur eiga að
leika eftirfarandi verk:
1. umferð Stig Gustaf Schönberg: Toccata corsentante 1954
J. S. Bach: Aria í F-Dur
J. S. Bach: Preludium og fuga í a-moll.
2. umferð Fartein Valen: Preludium og fuga op. 33
J. S. Bach: Allein Gott (BWV 676)
Eitt verk eftir Cesar Franck eða Max Reger.
3. umferð Otto Olson: Preludium og fuga í dís-moll
Eitt orgelverk frá 16. eða 17. öld.
Eitt norrænt orgelverk samið eftir 1940 eftir höfund aí
öðru þjóðerni en keppandinn.
Til að tryggja svo óvilhallan úrskurð sem unnt er munu kepp-
endur keppa nafnlaust.
Þeir sem verða í dómnefndinni eru: Enzio Forsblom, Grethe
Krogh, Gotthard Ahrner, Rolf Stenholm ásamt einum organista frá
Þýskalandi, Frakklandi eða Englandi.
1 sambandi við keppnina verða sýningar, hljómleikar, ferðalög og
fyrirlestrar.
8 ORGANISTABLAÐIW