Organistablaðið - 01.12.1977, Side 17

Organistablaðið - 01.12.1977, Side 17
TIL RITNEFNDAR ORGANISTABLAÐSINS Úr einu í annað. Ýmsir hafa undrast það framtak fámenns félags að halda gangandi og óslitið um áraraðir félagsblaði því sem Organistablaðið er. Jafn- framt hafa þeir undrast góðan frágang blaðsins og mikinn fróðleik á fáum síðum þess. Sannarlega skal tekið undir ummæli þessi öll og vissulega má ritstjórn blaðsins skrifa hjá sér þessi lofsyrði. — Hér fylgja bestu óskir blaðinu til handa um að því auðnist að halda þess- ari línu, sem kannski er nú kórónan á starfi organistafélagsins. Teppalagnir í kirkjum. Furðulegt er að engar stórfelldar mótmælaaðgerðir skuli hafa verið við hafðar vegna þeirrar óáran á Islandi að teppaleggja þá fleti kirkn- anna sem nauðsynlegast er að óteppalagðir séu vegna hljómburðar- ins, en það eru vitanlega gólf kirknanna. Hér er um sambærilegan hlut að ræða og að límd væri teppi ofan á hljómbotn flygilsins eða innan í botn fiðlunnar, eða að ætlast til þess að söngvari með stopp- aðar ennisholur syngi svo að nokkur mynd væri á. Ég veit að þessar teppaframkvæmdir á kirkjunum eru gerðar með það sjónarmið að fegra kirkjurnar og oft fyrir söfnunarfé velviljaðra aðila innan safn- aðanna. En alvarlegur misskilningur hefur læðst inn í þessar fegr- unarframkvæmdir. Það sem í kirkjunum er flutt, hvort sem um er að ræða orð eða tóna, þarf að fá hljómgrunn í tilfinningum þeirra sem kirkjuna sækja og með það að markmiði á að fegra kirkjurnar. Ekki er leyfilegt að breyta lögun kirkju án leyfis fagmanna, en leyfilegt virðist að eyðileggja hljómburð í kirkju en slíkar framkvæmdir þurfa jú engan fagmann. Hér verður að snúa við blaðinu, og því fyrr því betra. Ég skora hér með á söngmálastjóra, sem vakið hefur máls á þessum hlutum, að beita sér af alefli fyrir þeim breytingum sem hér þurfa á að verða og fá alla dugmikla aðila innan kirknanna til þess að breyta húsunum aftur í kirkjur. Það búa nefnilega engir hér á hæðinni fyrir neðan sem taka þarf tillit til og sá sem býr á hæðinni fyrir ofan fyrtist áreiðanlega ekki yfir því sem upp berst, jafnvel þótt af vanefnum sé gert. ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.