Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 18

Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 18
Eitt enn. í 2. tbl. 1977 birtist grein eftir Martin H. FriSriksson um kirkju- tónlistarmenntun í Þýskalandi. í greininni stendur: ,,í flestum auka- greinum voru sömu kröfur gerðar til okkar og nemenda er lögðu stund á tónsmíðar og hljómsveitarstjórn. Lokaprófið veitti okkur réttindi sem organleikari, píanókennari, kórstjórnandi og fl.“. Hér er um þrennt að ræða, misskilning hjá mér, missögn hjá Martin eða staðreyndabrengl. Námsefni kirkjutónlistarnema í þýskum og austur- rískum tónlistarháskólum og námsefni hljómsveitarstjóranema í sömu skólum er gjörólíkt. T fyrsta lagi eru aðalkennararnir í þessum deild- um ekki þeir sömu, kenna enda sitt hvort fagið. í kirkjutónlistar- deild er, hvað stjórn viðvíkur, eingöngu lögð stund á kirkjutónlist með það fyrir augum að viðkomandi sé fær um að stjórna flutningi sígildra kirkjulegra tónverka. Hljómsveitarstjórnarnemendur (Kapell- meisterklasse) koma ekki nálægt þessari grein tónlistarnámsins. Verk- efni þar eru mjög ólík og allt annars eðlis, þ. e. svokölluð sinfónísk tónlist ásamt óperum. Hér er um mjög ólíka kennsluaðferð að ræða í þessum tveim deildum, sem ég ógjarnan vil fara út í að skýra nán- ar, en þeir vita sem til þekkja. Aukanámsgreinar í þessum tveim fögum eru einnig mjög óskyldar utan þær sem allir tónlistarnem- endur verða að gegnumganga og vafasamt er að kalla aukanámsgrein- ar. Mér finnst nauðsynlegt að leiðrétta þessi skrif M. H. F. vegna þeirra sem hugsa til náms erlendis, til þess að þeir standi ekki í þeirri meiningu að þeir séu staddir í hljósveitarstjóranámi ef þeir hafa látið skrá sig í kirkjutónlistardeild, né heldur að ef þeir eru skráðir í „Kapellmeisterklasse“ séu þeir að læra námsefni kirkjutónlistar- deildar. Ragnar Björnsson. 18 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.