Organistablaðið - 01.12.1977, Page 21

Organistablaðið - 01.12.1977, Page 21
Þegar fram liðu stundir fækkaði fundum í Kaupangskirkju. Urðu þá ýmsir til þess að bjóða félaginu húsnæði til æfinga án endurgjalds. Var nú komið saman til æfinga að Garðsá, Ytra-hóli og víðar. Vorið 1882 fluttist Ari Jónsson með fjölskyldu sína búferlum frá Víðigerði að Þverá ytri, en það er yzti bærinn á Staðarbyggð. Kona hans hét Rósa Bjarnadóttir. Voru þau hjón bæði mjög félagslynd, gestrisin og góðgerðasöm. Þau unnu af alhug allri framfaraviðleitni, bæði verklegri og andlegri. Þrjú elztu börn þeirra, Jón, Bjarni og Elín, voru þá að mestu uppkomin. Voru þau hin mannvænlegustu og ekki eftirbátar foreldra sinna í neinu. Brátt varð góður kunningsskapur milli heimilanna Þramar og Þverár. Var Þverárfjölskyldan listhneigð og söngelsk. Leit hún söng- félagið brátt hvru auga, og félaginu varð fljótt Ijóst, að á Þverá var kostur góðs liðsauka. I fyrstu var svo til ætlazt, að félagssvæðið væri aðeins Kaupangssókn. En þó að Þverá tilheyrði Munkaþverár- sókn, lét enginn það á sig fá. Hitt var verra, að áin, sem greindi sóknirnar sundur (Þveráin), var nokkur farartálmi, því að hún var þá óbrúuð. Það fór þó svo, að Þverársystkinin gerðust félagar, og varð heimili þeirra upp frá því einn sterkasti þátturinn í sönglífi sveitarinnar. Kirkjusókn þaðan var styttri að Kaupangi en Munka- þverá, og sótti því Þverár-fólk aðallega Kaupangskirkju. Aðstaða félagsins breyttist nú að ýmsu. Þegar hér var komið, var ætíð opið hús fyrir söngæfingarnar í Þverárstofunni, og voru við- tökur jafnan eins og komið væri í foreldrahús. Sigtryggur hafði lengi haft hug á því að byrja hvern söngfund með því að svngja ljóð, sem sérstaklega væri til þess gert. Ari tók að sér að yrkja ljóðið, og var það upp frá því sungið með röddum í byrjun hvers fundar. Það var á þessa leið: Helgi söngva hljómur, hjartans fagra mál, æðri heima ómur, unað veittu sál. Þér af heilum huga helgum þessa stund, það skal bölið buga, bægja sorg úr Iund. Nú skal gleði glæða glaumur hörpunnar, lyfti hug til hæða heim í fegurðar, veki æðsta yndi, ást til skaparans, er oss blíðu bindi bandi kærleikans. ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.