Organistablaðið - 01.12.1977, Side 26

Organistablaðið - 01.12.1977, Side 26
Eileen Kay Vandermark: CHARLES IVES: „VARIATIONSON AMERICA“. Pað leikur enginn vafi á því, að þýðingarmesta persónan í allri tónlistarsögu Ameríku er Charles Ives. Hann fæddist 1874 og dó 1954. En það var ekki fyrr en í kringum 1930 sem hann fékk fyrst opinberlega viðurkenningu, löngu eftir að hann hafði samið tónverk sem báru með sér nokkrar af róttækustu breytingum sem orðið hafa á 20. aldar tónlistinni — dissonans, polytonalitet og tilraunir með form. Tónsmíðar hans, sem flestar eru samdar á árunum milli 1890 og 1922 eru rúmlega 200 sönglög, fimm fiðlusónötur og ýmis önn- ur kammertónverk, tvær píanósónötur, fimm sinfoníur og ýmis önn- ur hljómsveitarverk. Barnæska Charles Ives var nokkuð óvenjuleg. Faðir hans, sem var kiðrasveitarstjórnandi í Danbury, Connecticut, var leitandi sál með næma heyrn og eftirtekt. Pegar Charles var 10 ára átti hann t. d. að syngja „Swanee River“ í Es-dúr en faðir hans lék undirspilið í C-dúr, til þess, eins og hann sagði „to stretch our ears“. Fimm ára gamall byrjaði Charles Ives á tónlistarnámi hjá föður sínum, hann lærði að leika á mörg hljóðfæri, þ. á m. orgel. Hann var ekki nema 13 ára þegar hann varð kirkjuorganisti og lék bæði við guðsþjón- ustur og hélt tíðum tónleika. Faðir hans kenndi honum hljómfræði, kontrapunkt og að semja fúgur, og Charles Ives byrjaði snemma að kompónera. Fyrsta tónverkið, sem hann samdi var sorgartónverk þegar Chin-Chin, köttur fjölskyldunnar drapst. Petta varð til þess að margir pöntuðu hjá honum jarðarfararmúsik þegar gæludýr af ýmsum tegundum drápust, og seinna samdi hann passacagliu, sem byggðist á „Sorgarmarsinum" úr Sál, það var þegar hundur fjöl- skyldunnar drapst. Pegar hann var 13 ára lék borgarhljómsveitin tónverk eftir hann, og tuttugu ára gamall samdi hann tónverk sitt „Song for harvest season“ fyrir söngrödd, kornett, básúnu og orgel — allt sitt í hverri tóntegund! Þannig var, sem sagt, sú tónlistar-ballest, sem Charles Ives kom með þegar hann varð nemandi við Yale. Um það leyti voru þau evróputónskáld sem fremst fóru ekki byrjuð á tilraunum sínum með polytónalitet. Pað er ekki undarlegt þó að Horation Parker, sem kenndi honum tónsmíðatækni yrði súr á svipinn og ergilegur. „Ives,“ 26 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.