Organistablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 42

Organistablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 42
er; sinfonisk ljóð: Hamlet (fyrir píanó og hljómsveit), John Gabriel Borkman, Tanken, Jesus i Getsemane, De dödes nat; piano-konsert í C-dúr; fiðlukonsert; piano-kvintett; Reformations-kantate; tveir strok- kvartettar; fiðlu-sonötur; sönglög; pianó-lög (Vaarbrud, Drikkevise); Operurnar Thora fra Rimol og Fiskeren). Iver Holter (1850—1941). — Þegar Erling Kjelsen sagði frá þessari öldnu kempu datt mér í hug dálítil frásögn. Árið 1935 var haldið landsmót norskra karla- kóra í Osló og mót sænskra bland- aðra kóra í Stokkhólmi. Sigfús Einarsson og frú Valborg voru fulltrúar íslands á þessum mót- um. Sigfús skrifaði greinar um þessi mót í ,,Heimir“, sem Sam- band ísl. karlakóra gaf þá út. Og nú kemur frásagan: „Meðal þeirra, er sátu við ,,mitt“ borð, var Iver Holter tónskáld, sem margir söngmenn kannast eflaust við. Hann er nú kominn yfir áttrætt, en þó ern vel. Var hann heiðurssöngstjóri mótsins, en hæfilegt tillit hafði verið tekið til aldurs þessa nafnkunna sæmdarmanns, því að verkefni var honum ekki ætlað annað en það að slíta mótinu með því að stjórna síðasta laginu, sem fara átti með: „Ja, vi elsker dette landet“. Ég hafði séð Iver Ilolter í Kaupmannahöfn fyrir 30 árum. Var hann sendur út af örkinni 1905 — skilnaðarárið — með „Handelsstand- ens Sangforening“, og mun tilgangurinn hafa verið sá að kynna er- lendum þjóðum norska söngmenningu og þá einkum úrval úr norsk- um karlakórsbókmenntum, enda voru á söngskránni ýmis hinna glæsilegustu verka af því tagi eftir þá Nordrák, Grieg o. fl. Allmörg lög voru sungin á mótinu eftir hið aldna tónskáld, og voru sum þeirra tvímælalaust meðal þess bezta, sem þar mátti heyra.“ Og seinna í greininni segir Sigfús: „Pegar kom að síðasta laginu — þjóðsöngnum — gekk hinn aldni 42 ORGANISTABLAÐIÐ V

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.