Organistablaðið - 01.10.1980, Síða 12

Organistablaðið - 01.10.1980, Síða 12
Með því að strika út ca. helminginn af þeim dynamisku leiðbeiningum sem fylgja (eins og Robert Nohren gerir á plötu þeirri sem hann hefur spilað verkið inná hjá Lyricord Stereo, LLST 7191), hæfir verkið ágætlega fyrir okkar orgel sem eru gerð meira eftir klassiskum reglum en þau amerísku. Það er oft svo að maður verður að pæla í gegnum mörg orgelverk til þess að finna nokkur góð (að ég nú ekki tali um að finna nokkur sem hæfa vel fyrir okkar dönsku orgel). Leo Sowerby (1 895-1968) var mjög afkastamikið tónskáld, hann samdi ekki aðeins orgelverk, heldur einnig kórverk og verk fyrir orgel og önn- ur hljóðfæri. Því miður eru þau mísjöfn að gæðum, og oft veldur það örðugleikum að í þeim koma fyrir tónar, sem vantar í dönsk orgel, bæði í manúal og pedal. Dæmi um það er 2. kaflinn í Symphoniin G Major. „Fast and sinister”, eftir hann, sem leikinn er á ótal tónleikum í U.S.A. - þá kemur nefnilega í Ijós hvað organistinn getur! Þeir háu tónar, sem vantar í manúalana á dönskum orgelum hyljast (drukkna) oftast í yfirtónum og má því sleppa þeim, án þess að mikill skaði hljótist af. Aftur á móti kemur upp verulegt vandamál í lokin á þedalsólónni. Vegna þeirra miklu áhrifa sem það hefur að enda á „háa g” er það varla nógu gott að spila tvo síðustu tónana af pedalsólónni áttund neðar. Maður gæti spilað seinustu hendinguna (átta síðustu tónana af sólónni) áttund dýpra, en þar sem kaflinn á allur að vera með tutti-hljómi má mæla með ennþá betri Jausn, nefnilega að spila alla seinustu hendinguna á manúal, e.t.v. í áttundum (n.b. með öllu kópluðu í aðalverkið). Á þann hátt ættu áhrifin að nást. í þessu verki eru nokkur hlaup, sem ættu að staðfesta það, sem ég sagði í síðusti^ grein um lengd nótnanna og þar með muninn á bili milli tónborða á dönskum og amerískum orgelum. I næsta nótnadæmi á að spila portamento- 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.