Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 8
Bókun 2:
Stefnt skal aö því aö koma á fót endurmenntunarsjóoi fyrir organ-
leikara. Skal skipuð nefnd hiö fyrsta til aö vinna aö því máli, er í eigi sæti
fulltrúar FÍO og safnaðanna.
Reykjavík, 23. janúar 1991.
F.h. Fjármálanefndar F.h.Félags íslenskra
Reykjavíkurprófastsdæmis organleikara
Jóhann Björnsson Kjartan Sigurjónsson
Seyöisf jaröarkirkja auglýsir:
Laus staöa organista og kórstjóra.
í febrúar 1989 brann kirkjan okkar og orgeliö með. En nú höfum viö
endurbyggt kirkjuna og er hún mjög hlýleg og falleg. í desember 1990
var tekið í notkun nýtt pípuorgel frá Frobenius. Þaö er 15 radda með
tveim hljómborðum og fótspili og er það í alla staði mjög gott hljóðfæri.
En hvað er hljóðfæri ef enginn er til að spila á það?
Nú vantar okkur organista og kórstjóra í kirkjuna.
Á Seyðisfiröi er líka tónlistarskóli og þar vantar kennara næsta skólaár
og er það alveg tilvaliö meö organistastarfinu.
Við útvegum ódýrt húsnæði.
Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k.
Upplýsingar fást hjá: Formanni sóknarnefndar, Jóhanni Grétari Einars-
syni í síma 97-21110, organista kirkjunnar, Sigríði Júlíusdóttur í síma
97-21365 eða hjá skólastjóra tónlistarskólans, Kristrúnu H. Björns-
dótturísíma 97-21366.
8 ORGANISTABLAÐIÐ