Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 8
Bókun 2: Stefnt skal aö því aö koma á fót endurmenntunarsjóði fyrir organ- leikara. Skal skipuö nefnd hiö fyrsta til aö vinna aö því máli, er í eigi sæti fulltrúar FÍO og safnaðanna. Reykjavík, 23. janúar 1991. F.h. Fjármálanefndar Reykjavíkurprófastsdæmis Jóhann Björnsson F.h.Félags íslenskra organleikara Kjartan Sigurjónsson Seyöisfjaröarkirkja auglýsir: Laus staöa organista og kórstjóra. í febrúar 1989 brann kirkjan okkar og orgelið meö. En nú höfum við endurbyggt kirkjuna og er hún mjög hlýleg og falleg. í desember 1990 var tekið í notkun nýtt pípuorgel frá Frobenius. Þaö er 15 radda með tveim hljómboröum og fótspili og er þaö í alla staöi mjög gott hljóðfæri. En hvaö er hljóöfæri ef enginn er til aö spila á þaö? Nú vantar okkur organista og kórstjóra í kirkjuna . Á Seyðisfirði er líka tónlistarskóli og þar vantar kennara næsta skólaár og er þaö alveg tilvaliö meö organistastarfinu. Viö útvegum ódýrt húsnæöi. Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. Upplýsingar fást hjá: Formanni sóknarnefndar, Jóhanni Grétari Einars- syni í síma 97-21110, organista kirkjunnar, Sigríöi Júlíusdóttur í síma 97-21365 eöa hjá skólastjóra tónlistarskólans, Kristrúnu H. Björns- dóttur í síma 97-21366. 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.