Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 9
Stjórnar og félagsfundur í F.Í.O. í Hallgrímskirkju 1. júní 1 990kl. 17.45 Fundargerö: 1 - 3. Stjórnarfundur. 4. í framhaldi af stuttum stjórnarfundi setti formaöur félagsins Kjartan Sigurjónsson almennan félagsfund. Hann skýrði frá gangi kjaraviðræðna og fyrstu viðbrögðum viðsemjenda félagsins, fjárhagsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis. Málið er í skoðun og beðið er eftir gagntillögum fjárhagsnefndar. Formaður skýrði frá störfum stjórnar síðustu vikur, bréfaskriftum félagsins o.fl. 5. Orgel Hallgrímskirkju. Hörður Áskelsson tók til máls og lýsti ánægju sinni yfir því hversu vel gengi að fá ný orgel í kirkjur höfuðborgar- innar, og hversu vel væri vandað til þeirra. Hörður sagði að söfnun fjár til kaupa á nýju orgeli í Hallgrímskirkju gengi mjög vel. Um 10% pípnanna eru þegar seld. Seljist allar píp- urnar munu um 43 milljónir skila sér í orgelsjóö. Hönnun orgelsins er hafin hjá Klais og fór Hörður út til þess að ákveða form spilaborðs o.fl. Hörður dreifði „Disposition” orgelsins og kynnti hana. Nokkrar umræður urðu um hljóðfærið. Að lokum gengu fundarmenn fram í forkirkju Hallgrímskirkju, þar sem teikningar voru skoðaðar. Ósk kom fram um að kannað yrði hverjir möguleikar séu á öðru fótspili til skiptanna fyrir þá sem kjósa radíal fótspil. Fundi slitið kl. 19.50 Hörður Áskelsson Til sölu 11 radda pípuorgel, sem áöur var í Sauöárkrókskirkju. Verö eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Rögnvaldur Valbergsson, organisti í síma 95-35871. ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.