SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 2
2 20. desember 2009
22 Náttúruleg mjöll og snjór
í byssum
Skapti Hallgrímsson skyggndist bak við tjöldin í Hlíðarfjalli.
27 Endurtók þyrluflug Ceauşescus
Sigurður Ásgeirsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, endurtók tutt-
ugu ára gamalt flóttaflug rúmenska harðstjórans fyrir sjónvarp.
28 Jólasveinar í kröppum dansi
Ragnar Axelsson ljósmyndari segir söguna bak við jólamyndina. Í eitt
skiptið sprakk blys framan í Skyrgám á toppi Esjunnar.
32 Umhverfismál og
atvinnulíf
Fréttaskýring Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
um umhverfismál. Meðal annars er rætt við
tvo danska sérfræðinga.
40 Vita ekki hvað er
í jólamatinn
Fjölskylda ein hefur þá óvenjulegu hefð á aðfangadag að prufa nýjan
aðalrétt hvert ár. Sá sem eldar heldur réttinum leyndum fyrir hinum.
Lesbók
48 „Ég skora þér á hólm“
Baldur Hafstað ræðir um íslenskt mál.
48 Veitir aðgang að hjarta sínu
Oddný Eir Ævarsdóttir hefur sent frá sér sína aðra skáldsögu. Árni
Matthíasson ræddi við hana.
54 Fimm stjörnu fræðirit
Einar Falur Ingólfsson gefur bók Kristínar G. Guðnadóttur um Svavar
Guðnason fullt hús stiga. Fleiri bækur eru dæmdar.
42
34
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Golli af Ásdísi Rán
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Ingveldur Geirsdóttir,
Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
Augnablikið
E
vil,“ syngur Hilmir Snær rámri röddu á
leiksviðinu.
Æfingar standa yfir á Faust í Borgarleik-
húsinu. Strengt hefur verið sirkusnet yfir
stóra salinn, þar sem leikritið fer fram að hluta yfir
hausamótunum á áhorfendum, og kaðlarnir hafa
styrk til að draga togara. „Ef strekkt er of mikið á
þeim slitna þeir ekki,“ segir leikhússtjórinn íbygg-
inn, „veggirnir fara fyrst.“
Þorsteinn Gunnarsson situr við píanóið í atriði,
sem er ansi svart, eins og búningar Filippíu, og
stemningin í verkinu eins og hún sé sprottin úr
morðballöðu Nicks Cave.
Enda samdi hann tónlistina.
Í salnum situr Rúnar Freyr og bíður þess mak-
indalega að það komi að sér. Hann er enn að jafna
sig eftir æfinguna um morguninn, en þá lét hann sig
falla úr loftinu af fjórðu hæð og sveif marga metra í
lausu lofti. Hann er ekkert að bera sig karlmann-
lega, til þess voru of mörg vitni, og segist hafa verið
lafhræddur þegar hann stökk.
„En svo var þetta ekkert vont,“ segir hann, gleðst
greinilega enn yfir því og bætir við spenntur.
„Maður verður hooked á þessu.“
Það kemur blik í augun.
„Á ég að stökkva aftur?“
Það er forvitnilegt að fylgjast með leiksýningu á
vinnslustigi þegar ljósin vantar, tónlistina, bún-
ingana á suma og enn er verið útfæra atriðin, leik-
stjórinn Gísli Örn Garðarsson sallarólegur á miðju
sviðinu innan um leikhópinn. Á sirkusnetinu
stendur gjörvilegur sviðsmaður eitthvað að baksa
og Pála sýningarstjóri hnippir í blaðamann og spyr:
„Sástu Stúlkuna sem lék sér að eldinum?“
– Já, svarar blaðamaður.
„Hann gæti verið bróðirinn.“
Því næst sest Unnur Ösp Stefánsdóttir við hliðina
á blaðamanni. „Ég á að fljúga,“ segir hún. „Þeir
prófa það fyrst með handlóði og svo með mér.“
Og viti menn, blátt handlóð svífur út í salinn.
„Þetta er ekki þægileg innivinna, maður,“ bætir
hún við og horfir upp, „og ekki fyrir lofthrædda.“
Sviðsmaðurinn kallar út í salinn til Unnar, þannig
að hún nái þessu örugglega: „Þú ert þetta bláa lóð,
svo erum við með handlúppu og hjólabúnað!“
Þetta er sýning sem krefst líkamlegrar áreynslu af
leikurunum, sem er jafnvel slöngvað út í salinn. En
allt hefur gengið stórslysalaust á æfingum, fyrir ut-
an að Hilmir Snær tognaði og Nína Dögg fékk gat á
hausinn.
„Mamma!“ kallar lítil dóttir Nínu, sem mætt er á
staðinn með afa sínum. Þær hlaupa þvert yfir sal-
inn, mætast á miðri leið, við sæti númer 33 og 34 á
fimmta bekk, og fallast í faðma. Svona enda bíó-
myndir í Hollywood.
En maður hefur á tilfinningunni að leikritið um
Faust endi ekki svona vel.
pebl@mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
Ekki fyrir lofthrædda
Frá æfingu á Faust
í Borgarleikhúsinu
á föstudag.
19.-20. desember
„Myrkraverk“ Þórarins Blöndals, Florence Lucas, Ro-
lands Moreaus, Gústavs Bollasonar, Vincents Chhims
og Véronique Legros í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýning
þar sem tekist er á við ógnir myrkursins, hríslandi
skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. „Zombí“ er yfirskriftin
og má reikna með að lifandi dauðir spili stóra rullu.
George Hollanders flytur hljóðverk laugardaginn 19.
des. kl. 17.
Myrkraverk á Hjalteyri
Frá frumsýningu
Zombieland. Verður
svona á Hjalteyri?
Við mælum með…
19. desember
Finnski myndlist-
arhópurinn Ykon
býður öllum að taka
þátt í hlutverkaleik í
Listasafni Reykjavík-
ur frá kl. 12-17. Skráning á info@y-
kon.org. Leikurinn er fyrir allt að 30
þátttakendur og breytir heiminum.
19.-20. desember
Vörur frá Steiney
Design verða til
sölu á jólamark-
aði í Arnarhrauni 5 í Hafnarfirði frá
kl. 11-17. Einnig ljóðabók Ásu Mar-
inar, ljósmyndir Ívars P. á striga og
límmiðar Hjördísar Ýrar. Notaleg
jólastemning og kaffi.
23. desember
Rauði krossinn á
Akranesi efnir til ár-
legrar friðargöngu á
Þorláksmessu,
sem verður víða um
land, og hefst við Hlemm kl. 18.