SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 4
4 20. desember 2009
D
eilurnar stigmagnast vestanhafs um
breytingar á stillingum sam-
skiptavefsins Facebook, en gagnrýn-
ismenn segja þær ganga gegn frið-
helgi einkalífsins.
Nú hafa samtökin „Electronic Privacy Inform-
ation Center“, sem berjast fyrir vernd einkalífs-
ins lagt fram kvörtun hjá FTC, sem kalla má
neytendastofu Bandaríkjanna, og farið fram á
rannsókn á samskiptavefnum.
Kvörtunin er lögð fram viku eftir að gerðar
voru breytingar á Facebook, sem er stærsti sam-
skiptavefur í heiminum, þar sem fólk var hvatt
til að deila meiri upplýsingum með hverjum sem
er á netinu.
Í kvörtun EPIC kom fram að breytingarnar á
Facebook gerðu upplýsingar aðgengilegar al-
menningi, sem áður hefði verið lokað fyrir.
„Þessar breytingar brjóta gegn væntingum not-
enda, draga úr friðhelgi þeirra og ganga gegn því
sem boðað er í kynningum á Facebook.“
Níu samtök sem einnig berjast fyrir vernd
einkalífsins skrifuðu upp á kvörtunina og skor-
uðu á Facebook að draga breytingarnar til baka.
En fulltrúar Facebook eru á öndverðum meiði og
segja að með breytingunum hafi notendur meiri
stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deili með
öðrum.
Það sem einkum er gagnrýnt við breyting-
arnar er að notendur séu þvingaðir til að deila
ákveðnum upplýsingum um sig, svo sem áhang-
endur hvaða hópa og vefsíðna þeir eru, og hvaða
vini þeir eiga.
Þetta er ekki í fyrsta skipti og eflaust ekki það
síðasta heldur sem deilur vakna vegna breytinga
á stillingum Facebook. Um miðjan febrúar á
þessu ári var Facebook knúið til að draga til baka
umdeilda breytingu á skilmálum þjónustu vefj-
arins, sem reitti marga notendur til reiði með
tilheyrandi mótmælum á vefnum.
Tveimur vikum áður hafði Facebook breytt
skilmálum gagnvart notendum á þann veg að
vefurinn hélt áfram að geyma afrit af öllum
færslum notenda, breytingum og uppfærslum –
jafnvel þótt þeir afskráðu sig af vefnum. Fyrir
þessa breytingu var stefnan að afmá öll ummerki
um notandann kysi hann að hætta á vefnum.
Eftir að eðli og umfang hinnar lagalegu
umorðunar skilmálanna rann upp fyrir mönn-
um kröfðust bæði þúsundir notenda og for-
svarsmenn persónuverndarsamtaka þess að
horfið yrði til hinna fyrri skilmála.
Í fyrstu var útlit fyrir að ekki yrði hlustað á
mótmælin eftir að stofnandi Facebook, Mark
Zuckerberg, varði breytingarnar í bloggfærslu,
og reyndi að sannfæra notendur um að vefnum
væri treystandi fyrir gögnum notendanna.
Sólarhring síðar var komið annað hljóð í
strokkinn, því að í tilkynningu á Facebook var
því lýst yfir að horfið yrði til fyrri skilmála um
sinn meðan farið væri betur yfir málið. Ýmsir
hagsmunahópar fylgjast vel með að ekki verði
gengið á bak þeirra orða.
En harla ólíklegt er að fólk muni flykkjast af
Facebook vegna breytinganna nú. Í fyrsta lagi
hafa margir komið sér upp stóru tengslaneti,
sem yrði tímafrekt, leiðinlegt og hugsanlega
óraunhæft að gera á öðrum vettvangi, þar sem
notendurnir eru komnir í 350 milljónir á heims-
vísu. Í því sambandi má nefna að hér á landi er
nánast annar hver maður kominn með viðmót á
Fésbókinni.
Auk þess bendir ekkert til þess að aðrir sam-
skiptavefir muni eigi eftir að bera meiri virðingu
fyrir friðhelgi einkalífsins, ef marka má orð Dav-
id Gelles, sem skrifar á vef Financial Times. Þar
skírskotar hann til langs samtals sem Marshall
Kirkpatrick á ReadWriteWeb átti við Barry
Schnitt, sem er ábyrgur fyrir öryggisstillingum
Facebook. En þar klykkti Kirkpatrick út með
orðunum:
„Þegar allt kemur til alls býst ég ekki við að
þetta verði neitt skelfileg niðurstaða. Fólk á ekki
eftir að verða ómeðvitað í afstöðu sinni þegar
það bregst við nýju stillingunum. Og sumir
verða langþreyttir á viðleitni Facebook til að fá
fólk til að opinbera upplýsingar um sig og hverfa
til annarra samskiptasíðna. Og smám saman
verður heimurinn upplýstari.“
Fárið í
kringum
Facebook
Er borin nóg virð-
ing fyrir friðhelgi
einkalífsins?
Margir hafa mótmælt breytingum á Facebook, þó ekki enn á Austurvelli.
Morgunblaðið/Brynjar GautiVikuspegill
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Facebook
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Facebook bar á góma í samtali sem Karl Blöndal átti
við lögfræðinginn Alan Dershowitz í Morgunblaðinu í
apríl í fyrra.
Þar sagði Dershowitz að ekkert hefði verið haggað
við málfrelsinu, þó að þrengt hefði verið að friðhelgi
einkalífsins með ættjarðarlögunum sem sett voru í
kjölfar árásarinnar á tvíburaturnanna 11. september
2001, en þar fengu stjórnvöld rýmri heimildir til eftir-
lits með einkalífi fólks.
„En við skulum líta á björtu hliðina. Ekkert hefur
verið hróflað við málfrelsinu. Við óttuðumst það
mjög. Hver einasta stjórn hefur fordæmt að yfirvöld
dragi í dilka eftir kynþætti – það er gert, en við for-
dæmum það. Hræsni er virðingarvottur lastanna við
dyggðina. Það er betra að fordæma það.
Stóra málið er friðhelgi einkalífsins og flestir
Bandaríkjamenn eru hlynntir því að henni séu tak-
mörk sett. Við lifum á tímum fyrirbæranna My Space
og FaceBook. Ég er afbrotalögfræðingur og það
fyrsta sem ég geri þegar ég tek að mér mál er að láta
einkaspæjara skoða það sem kemur fram á þessum
stöðum um þá, sem í hlut eiga, og það er ótrúlegt
hvað fólk setur þarna. Fólk ber sjálft enga virðingu
fyrir friðhelgi eigin einkalífs. Fólk talar um kynferðis-
hneigðir sínar, kynlíf og sín viðkvæmustu leyndar-
mál. Það er því rétt að stjórnvöld hafa brotið gegn
friðhelgi einkalífsins, en einstaklingarnir virðast
ekki telja að friðhelgi einkalífs þeirra hafi neitt gildi
og það er að minni hyggju stærra vandamál. Mesta
ógnin við friðhelgi einkalífsins er því ekki stjórnvöld
– þótt það sé miklu verra þegar þau rjúfa hana því að
þá er Stóri bróðir kominn á kreik – heldur einkafyrir-
tæki vegna gagnagrunna, til dæmis hjá greiðslu-
kortafyrirtækjum. Þau vita allt um þig. Ef þú vilt í
raun eiga einkalíf þarftu að nota reiðufé, sem nánast
er búið að afnema, hætta að nota farsíma og svo
framvegis.“
Stóri bróðir kominn á kreik
Alan Dershowitz lögmaður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
En harla ólíklegt er að
fólk muni flykkjast af
Facebook vegna
breytinganna nú. Í
fyrsta lagi hafa margir
komið sér upp stóru
tengslaneti, sem yrði
tímafrekt, leiðinlegt
og hugsanlega óraun-
hæft að gera á öðrum
vettvangi, þar sem
notendurnir eru
komnir í 350 milljónir
á heimsvísu.
Mjúkir pakkar !
Dúnsokkar
Kr. 6.900,-
Faxafeni 5
S. 588 8477