SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 16
16 20. desember 2009 B jarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hefur einungis verið formaður flokksins í tæpa níu mánuði, en hann var kjör- inn formaður á landsfundi þann 29. mars sl. Bjarni tók við eftir að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafði hrökklast frá völdum í lok janúarmánaðar í kjölfar „Búsáhaldabyltingarinnar“ og öll spjót stóðu á Sjálfstæð- isflokknum og mörg standa enn á honum, þótt flokk- urinn hafi sótt í sig veðrið frá því í alþingiskosningunum í vor. Bjarni settist niður með blaðamanni Morgunblaðsins fyrr í vikunni og ræddi stöðu flokksins, Icesave, Evrópu- sambandið og hverskonar þjóðfélag Sjálfstæðisflokk- urinn vill taka þátt í að byggja hér upp á rústum banka- hrunsins í fyrra. – Hver er staða Sjálfstæðisflokksins í dag? Er flokk- urinn reiðubúinn til þess að fara í ríkisstjórn á ný, ef mál þróast með þeim hætti að honum standi það til boða? „Flokkurinn stendur á miklum tímamótum. Hann glutraði niður trausti fólks, vegna þess að grundvöllur tilverunnar hjá svo mörgum gjörbreyttist. Það er eðlilegt að traust hafi tapast, vegna þess að eitt það helsta sem fólk treystir á er að stjórnvöld tryggi öryggi, jafnvægi og stöðugleika. Fólk kærir sig ekki um óvæntar uppákomur í sínu lífi. Langflestir vilja lifa öfgalausu en öruggu lífi. Það var sótt að öryggi heimilanna í þessari byltu sem við tókum í fyrra og fyrir það var Sjálfstæðisflokknum refs- að. Það tel ég vera skiljanlegt, að vissu marki, en vil þó árétta, að ég tel að ábyrgðin á hruninu liggi mjög víða, en hún lá að sjálfsögðu m.a. hjá stjórnvöldum. Það er gríðarleg áskorun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að endurvinna það traust og þá tiltrú sem ég tel að flokk- urinn eigi að njóta meðal kjósenda. Við þurfum einfald- lega að svara því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn, á grund- velli stefnu sinnar, kemur til móts við nýja tíma. Mér fannst vera komin viss valdþreyta í Sjálfstæð- isflokkinn. Það er tilfinning sem var farin að grafa um sig þó nokkuð löngu fyrir hrun. Mér fannst vera ýmis merki þess, til dæmis það hvernig við horfðum til framtíðar og tókumst á við erfið álitamál. Í of mörgu fannst mér menn gefa sér að staða okkar væri óhagganleg og við ættum að halda áfram að gera sömu hlutina sem hefðu skilað ár- angri til þessa. Þessi hugsunarháttur er uppskrift að krísu. Sumpart birtist þetta í samskiptum ráðherra við þingflokkinn og jafnvel einnig í kröfum og væntingum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Til dæmis um að hægt væri að halda áfram útgjaldaaukningu hjá ríkinu. Síðast en ekki síst fannst mér þessi valdþreyta birtast í því að Sjálfstæðisflokkurinn var alls ekki þetta dýnamíska afl sem stærsti stjórnmálaflokkurinn verður að vera. Þessu svipar til umræðunnar innan flokksins í lok áttunda ára- tugarins sem var upphaf ákveðinnar hugmyndalegrar endurreisnar og endurmats sem fór þá fram. Það er svo margt sem hefur breyst og við þurfum að takast á við. Það er ekki ólíklegt að forverar mínir hafi haft skilning á þessu en tækifærin til að takast á við slíkt eru oft meiri í stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnarþátttaka er í eðli sínu málamiðlun. Það sem gerðist hér í fyrrahaust held ég að hafi orðið mikil vakning fyrir sjálfstæðisfólk og áskorunin núna er sú, að við sjálfstæðismenn spyrjum okkur í mikilli hrein- skilni: Hvað var að og hvað erum við tilbúin að gera til þess að laga það? Ég sé að það þarf að gera miklar breyt- ingar og er þegar byrjaður á þeim. Það sem ég er að gera og vil halda áfram að gera er að galopna flokkinn og breyta verklagi, t.d. varðandi það hvernig við vinnum að stefnumótun í flokknum. Við get- um sagt að það þurfi að nútímavæða flokksstarfið hvað þetta snertir og það er ég að gera. Við höfum verið í allt of mikilli og ástæðulausri vörn í málaflokkum eins og jafnréttismálum, velferðarmálum og umhverfismálum. Þessu ætla ég að breyta og sækja fastar inn á miðjuna. Stundum er sagt við mig að fólk sakni gamla góða Sjálfstæðisflokksins. Mitt svar er að ég vil byggja Sjálfstæðisflokkinn upp á grunni hinna gömlu góðu gilda, en flokkurinn verður að breytast í takt við tímann. Ég er ánægður með að sjá merki um það að við séum byrjuð að endurvinna það traust sem við nutum, en ég tel að það sé mjög mikil vinna framundan í þeim efnum.“ Erum tilbúin til að taka við – Ertu með þessu að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé einmitt nú ekki stjórntækur flokkur? „Nei. Það er ég ekki að segja. Sjálfstæðisflokkurinn er stjórntækur flokkur og í mun betra ástandi en þeir flokk- ar sem nú eru í ríkisstjórn. Þetta má þó meta út frá mis- munandi mælikvörðum. Ef við notum mælikvarðann um það hversu mikils trausts Sjálfstæðisflokkurinn nýtur, þá tala tölurnar frá því í kosningunum sínu máli. Við töp- uðum miklu trausti. Engu að síður er þingflokkur okkar sá næststærsti. Sjálfstæðisflokkurinn naut meira trausts í síðustu þingkosningum en allir aðrir flokkar að Samfylk- ingunni undanskilinni. Þegar ég horfi yfir þingmannahópinn sem ég hef með mér í þingliði, þá er ég einfaldlega þeirrar skoðunar, að ég sé með langbesta þingmannahópinn og það er góð til- finning. Ef ég nota þennan mælikvarða, þá kemst ég að sjálfsögðu að þeirri niðurstöðu að við erum tilbúin til þess að taka við, vegna þess að ég tel í fullri hreinskilni að við getum gert það betur en þeir flokkar sem nú eru í rík- isstjórn.“ – Hverjar sýnist þér helstu hætturnar fyrir þjóðfélagið í því ástandi sem við nú búum við? Hvað mun reynast okkur skeinuhættast? „Ég held að það sé fyrst og fremst tvennt: Í fyrsta lagi hefur of mikið verið gert af því að halda uppi væntingum Vil galopna flokkinn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, segir að starfið sem ráðast þarf í til þess að endurheimta traust kjósenda sé nýhafið. Hann telur að við getum unnið okkur út úr efna- hagsþrengingunum verði rétt haldið á spilunum. Stjórnmál Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.