SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 40
40 20. desember 2009 H já flestum snúast jólin um hefðir. Sérstaklega eru margir fastheldnir á jóla- matinn en því er ekki fyrir að fara hjá fjölskyldu nokkurri í miðbæ Reykjavíkur. Reyndar leggja hjónin Pjetur Þ. Maack og Ragnheiður Ólafs- dóttir og dætur þeirra Margrét Erla og Vigdís Perla áherslu á að vera aldrei með sama réttinn tvisvar á aðfangadags- kvöld. Skipst er á að elda og fá hinir ekki að vita hver jólamaturinn er fyrr en hann er borinn á borð. „Síðan stelpurnar komust til vits og ára er hefðin sú að við eldum alltaf til skiptis, annaðhvort ég, þær saman eða Ragnheiður,“ segir Pjetur. „Og það eru óskrifaðar reglur að það má aldrei vera eitthvað sem við höfum prófað áður og það er leyndarmál fyrir öllum hinum hvað verður í matinn.“ Þessi siður byrj- aði þegar Ragnheiður var að vinna í barnafatabúð og þurfti að vinna á að- fangadag. Pjetur vissi að hún yrði þreytt eftir daginn svo hann bauðst til að elda. Ragnheiður þráspurði hvað hann ætlaði að hafa í matinn. „Það endaði með því að ég sagðist ætla að hafa pastarétt. Ég hélt hún ætlaði að kyrkja mig,“ segir Pjetur og Ragnheiður bætir við að hún hafi sagt Pjetri að sér þætti það nú ekki jólalegur matur. „En svo er það sá réttur sem hefur lifað lengst,“ segir Pjetur en rétturinn er eldaður reglulega, þótt hann hafi aldrei aftur verið borinn fram á jólunum. „Svo þegar Margrét var lítil fórum við stundum saman tvö í kirkju og þá var Ragnheiður með eitthvað sem við vissum ekki hvað var. Þannig þró- aðist þetta.“ Þótt aðalrétturinn sé breytilegur milli ára er meðlætið oft það sama, hrísgrjón með osti og cheyenne-pipar og basil- jólasalat úr bókinni Matarást, en að auki er alltaf sami eftirrétturinn: Heima- tilbúinn ís með muldum kónga- brjóstsykri. Skemmtilegast að láta koma sér á óvart Dæmi um jólamat síðustu ára eru dá- dýrakjöt og fjórar útfærslur af humri. Síðustu jól sáu Margrét og Vigdís um að elda og voru þær þá með sveppafylltan krónhjört, vafðan inn í parmaskinku og borinn fram með karamellusósu. Það er því aldrei skipst á að hafa hamborg- arhrygg, rjúpur og hangikjöt. „Við för- um í svo mörg jólaboð að ég held að ef við værum líka að borða hefðbundinn jólamat á aðfangadagskvöld þá væri það of mikið af reyktu og söltuðu,“ segir Margrét. Ekki er alveg komið á hreint hver eldar matinn þessi jólin. „Ragn- heiður átti að sjá um að elda en svo eru stelpurnar búnar að panta! Þeim finnst þetta svo gaman,“ segir Pjetur. Greinilegt er að þau taka það mjög al- varlega að maturinn eigi að vera leynd- armál fram á síðustu stundu því þegar Margrét spyr hvort hún megi segja þeim eitt í sambandi við matinn sem hún hefur í hyggju að elda fær hún einróma nei! frá foreldrum sínum. Stundum nær þó forvitnin tökum á þeim. Spurð hvernig gangi að halda aðalréttinum leyndum segir Vigdís að á aðfangadag geri Ragnheiður sér iðulega erindi inn í þvottahúsið sem er inn af eldhúsinu. „Þá er ég að athuga hvort ég geti ekki aðstoðað eitthvað,“ afsakar Ragnheiður. „Nei, þú ert að forvitnast!“ segir Pjetur. Þau sammælast þó um að skemmtilegast sé að vita ekkert og láta koma sér á óvart. Mokk, Mock og Moach Á jóladag hefur fjölskyldan þá hefð að taka saman upp jólakortin. „Þá koma allir upp í hjónarúm og leggjast hlið við hlið,“ segir Pjetur – „í nýju jólanáttföt- unum“, skýtur Vigdís inn í. „Við erum orðnar aðeins of stórar og fyrirferð- armiklar fyrir þetta,“ segir Margrét og hlær en Pjetur heldur frásögninni áfram: „Og ég held uppi umslagi og þá er gisk- að á frá hverjum kortið er. Þetta er svona þriggja tíma prósess. Það er verið að reyna að lesa í skriftina og vitlausa stafsetningu,“ segir hann en yfirleitt er einhver sem stafsetur ættarnafn þeirra vitlaust eða skrifar rangt götuheiti. „Uppáhaldið mitt er Moach,“ segir Mar- grét um eftirminnilegustu útfærsluna af Maack. Fjölskyldunni finnst skemmtilegt að láta koma sér á óvart á jólunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aldrei sami jólamatur- inn tvisvar Pjetur, Ragnheiður, Margrét Erla og Vigdís Perla hafa þá óvenjulegu hefð á aðfangadag að prufa nýjan aðalrétt hvert ár. Þau skiptast á að elda og er réttinum haldið leyndum fyrir hinum í fjölskyldunni fram á síðustu stundu. Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Matur Tíu ár verða í janúar frá því að Ostabúðin við Skólavörðustíg hóf rekstur og allan þann tíma hefur heitreykt gæsabringa ver- ið meðal vinsælustu söluvara verslunarinnar. „Salan á bring- unni hefur bara aukist og auk- ist,“ segir Jóhann Jónsson, eig- andi búðarinnar. „Það er rosa- legur fjöldi sem mætir hér hjá okkur í desember til að kaupa jólaforréttinn og þar er gæsa- bringan mjög ofarlega á blaði.“ Af öðrum vinsælum forréttum má nefna hrossafilé og grafið ærfilé sem hvort tveggja er eft- irsótt af viðskiptavinum búð- arinnar. Jóhann mælir með hindberja- vinaigrette sem sósu á heit- reyktu gæsabringuna en hvort tveggja er búið til frá grunni af matreiðslumönnum Ostabúð- arinnar. „Við fáum heilar gæsir inn til okkar sem við tökum al- veg í sundur og nýtum eins og hægt er í t.d. gæsalifrarterrín, gæsalæri eða gæsalifrarpaté.“ Jóhann segist ekki í vandræðum með að fá hráefni í vinnsluna. „Það hefur verið mikið framboð af gæs enda er gæsastofninn mjög stór og fer stækkandi.“ Undanfarið hefur verið há- annatími hjá Jóhanni, ekki bara vegna forréttanna heldur hefur starfsfólk staðið í ströngu við að útbúa gjafakörfur sem eru vin- sælar fyrir jólin. Hann segir ekkert lát hafa orðið á sölunni þrátt fyrir kreppuna. „Þvert á móti finnum við að fólk sparar gjarnan við sig að fara út að borða og heldur góð matarboð í heimahúsum í staðinn. Þá kostar forréttur hjá okkur ekki nema brot af því sem sambærilegur réttur á veitinga- stað kostar. Fólk sækir líka meira í íslenskar vörur en áður. Þannig selst okkar gæsalifrar- paté miklu frekar en „foie gras“ sem við flytjum inn frá Frakk- landi og erum líka með til sölu.“ Freisting Frónbúans Heitreykt gæsabringa Heitreykt gæsabringa hefur verið vinsæll forréttur yfir hátíðirnar. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.