SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 39
20. desember 2009 39 Guðrún heldur áfram. „Hér býr svo- kallað þotulið, þ.e. fræga fólkið, sem kemur t.d. úr vinahópi krónprinsins, úr fjölmiðlabransanum eða er sterkefnað. Þetta fólk ratar gjarnan á síður slúð- urblaðanna, eins og „Se og hør“. En þetta eru mjög góðir viðskiptavinir og al- mennilegar manneskjur sem virðast vera vel niðri á jörðinni þrátt fyrir frægðina.“ Hún vill ekki nefna nein nöfn enda segir hún mikilvægt að virða trúnað við við- skiptavinina, sem meðal annars koma til hennar í andlitslyftingar sem hún fram- kvæmir með sérstakri rafmagnstækni, án þess að skurðhnífur komi nærri. „Fólk kemur líka mikið til mín í andlitsböð og nudd og t.d. er ég með fastan kúnna sem kemur til mín á hverjum mánudegi í tveggja tíma nudd, allt árið um kring.“ Hún hefur því lítið sem ekkert fundið fyrir minnkandi viðskiptum í kjölfar kreppunnar. „Ég hef alveg haldið mínum fastakúnnum sem halda áfram að bóka fram í tímann hjá mér. Og ég tek frá tíma fyrir þá þegar ég veit að þeir ætla að koma en eiga eftir að bóka. Reyndar get- ur það verið svolítið flókið því ég er líka með kúnna sem mega alls ekki hittast hér hjá mér. Það getur haft ákveðnar afleið- ingar ef sumir þeirra frétta af hinum hér á stofunni.“ Þetta leyndardómsfulla tal af- tekur Guðrún með öllu að útskýra betur – enda segir hún viðskiptin í hættu ef hún fari nánar út í þessa sálma. Ísland alltaf „heim“ Með blómstrandi fyrirtæki er fátt sem dregur Guðrún og fjölskyldu hennar heim til Íslands þessi misserin. „Ég á örugglega eftir að flytja heim þegar ég verð gömul kona en ég hef ekki áhuga á því í augnablikinu,“ segir hún og bætir við að viðskiptavinir hennar hafi iðulega spurt hana hvort hún væri ekki fegin að búa annars staðar en á Íslandi, þegar ósköpin dundu þar yfir í fyrra. Þar með er ekki sagt að gamla landið hafi ekki sitt aðdráttarafl og Guðrún segir það mikils virði að hún á landareign við Breiðafjörð ásamt systur sinni og móð- ursystur. „Árið 2007 fórum við fjöl- skyldan svo í túristaferð til Íslands með dönskum vinum okkar þar sem við leigð- um okkur tvo jeppa og ókum um landið, fórum upp á jökul á vélsleða, í Bláa lónið og á fleiri staði sem maður hefur aldrei heimsótt áður. Það var 20-29 stiga hiti og sól alla dagana og vinkonan mín skildi ekkert í því hvað ég væri að gera í Dan- mörku. Maðurinn minn þurfti líka reglu- lega að minna mig á að það kemur líka vont veður á Íslandi.“ Guðrún hlær að minningunni: „Auð- vitað er æðislegt að koma til Íslands en það er líka alltaf mjög gott að koma til baka. Hins vegar á Ísland eitthvað í manni og ég fæ alltaf kökk í hálsinn þegar ég flýg þangað og flugfreyjan segir í há- talarakerfið: „Góðir farþegar, velkomnir heim.“ Lovísa og Helga Ólafsdætur stofnuðu fyr- irtækið Ígló í ágúst 2008 en það sérhæfir sig í hönnun á fatnaði fyrir börn á aldr- inum 1-8 ára. Þær voru kunningjakonur en hvor um sig gekk með þann draum í maganum að hanna sína eigin barnafata- línu. Lovísa ákvað að láta drauminn ræt- ast, hringdi í Helgu, sem er fatahönnuður og býr í Kaupmannahöfn, og spurði hvort hún væri til í að hanna með sér barna- fatalínu. Helga var til í slaginn og ekki þarf að spyrja að leikslokum – fötin eru fáanleg í völdum verslunum og á iglo.is og er stefnt að því að koma Ígló í versl- anir í Skandinavíu en nú þegar hafa bor- ist fyrirspurnir frá Bandaríkjunum, Pól- landi og Hollandi. Frjáls verslun hefur valið Ígló eitt af tvö hundruð athyglisverðustu sprotafyrirtækj- unum en góðan árangur fyrirtækisins má, auk fallegrar hönnunar, rekja til þess að Lovísa er viðskiptafræðingur að mennt og hefur því reynslu í gerð viðskiptaáætlana, skattamálum, tollskýrslugerð o.s.frv. en lítil sem engin þekking á þeim sviðum hefur komið mörgum fyrirtækjunum í koll. Fyrsta línan þeirra, sem nú er í sölu, samanstendur af litríkum jökkum, buxum, vettlingum og húfum úr flísefni en lögð var áhersla á að línan væri klæðileg og hlý og höfðaði til barna. Í nýju línunni bættust við úlpur svo úrvalið eykst jafnt og þétt. Lovísa og Helga eiga báðar börn á sama aldri, fjögurra og sjö ára, og eru börn beggja í skólum sem fylgja Hjalla- stefnunni. Ígló hefur verið beðið um að hanna boli, leggings, skólapeysu og nýjan skólagalla fyrir Hjallastefnuna og er Helga með lopapeysu á teikniborðinu. Klæðileg og hlý Ljósmynd/Bergljót Þorsteinsdóttir Hönnuðurinn Frísklegt andlit með náttúrulegum aðferðum Til að halda andlitinu frísklegu mælir Guðrún með því að hreinsa húðina daglega með hreinsimjólk og andlitsvatni. Að auki er gott að nota reglulega skrúbb til að fjarlægja dauðar húfrumur sem og góðan maska sem hafður er á andlitinu í 10 til 15 mínútur áður en hann er þrifinn af. Guðrún bendir að á hægt er að búa til ágætan andlitsmaska úr eldhúsvörum sem gefur húðinni nýtt líf. Til dæmis má hita 4 tsk. af haframjöli í 100 ml af vatni við væg- an hita. Þegar grauturinn er kólnaður er 2 tsk. af hunangi bætt við og maskinn borinn á andlitið, þó ekki í kring um augun. Yfir þau má setja agúrkusneiðar. Maskinn og agúrk- an er látin virka í 20 mínútur áður en andlitið er hreinsað með volgu vatni. Sé viðkomandi með þurra húð má mauka niður þroskað avókadó og smyrja maukinu yfir andlitið (gúrkur á augun). Sá maski er látinn virka í u.þ.b. 15 mínútur. er hann úr formbeygðum krossvið og sami radíus er bæði að ofan og neðan. Svo er hægt að stilla setuna eftir þörfum hvers og eins, sem er ekki al- gengt á hönnunarstólum. Stóll- inn er ekki bara fallegur heldur finnst fólki mjög þægilegt að sitja í honum. Ég hef m.a. fengið sjúkraþjálfara til þess að skoða hann og sá mælir með honum, því mjög vel er stutt við mjóbakið á þeim sem sest í stólinn.“ Einar hefur lengi heillast af húsgögnum frá sjöunda áratug síðustu aldar og studdist við þau við hönnunina. Dropi verður í fjórum út- færslum; með viðaráferð, bæs- aður – annars vegar svartur og hins vegar hvítur, þannig að viðurinn sést í gegn – og síðan stendur til að framleiða hann spónlagðan með tekki. „Ef vel gengur verður hægt að bæta við sófa og borði en ég byrja rólega. Það borgar sig að byrja á því að taka lítil skref.“ skapti@mbl.is Mig langaði að gefa henni eitthvað eftir mig og ákvað að hanna handa henni fallegan stól. í jólaskapi kr. kg1189 Lambalæri, frosið kr. kg1598 Lambahryg gur, frosinn 15%afsláttur VSV humar í súpur og smárétt i 898kr.pk. Eldeyjar ræ kja698kr.kgVillibráðapaté frá Belgíu, 3 t egundir 598kr.stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.