SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 6
6 20. desember 2009
Fáir höfðu heyrt minnst á Maynor Alexis Figueroa Róchez
fyrir síðustu helgi. Eftir að hann gerði sennilega mark vetr-
arins í ensku knattspyrnunni fyrir Wigan Athletic gegn
Stoke City hefur þessi hondúraski varnarmaður aftur á móti
verið á allra vörum í sparkheimum. Aukaspyrna hans sveif í
fallegum boga yfir aumingja Thomas Sørensen í markinu –
af meira en fimmtíu metra færi. Sá Daninn þó fljótt hvað
verða vildi. Spyrnur verða ekki betur framkvæmdar.
Figueroa er 26 ára gamall landsliðsmaður Hondúras.
Hann kom til Wigan frá Olimpia í heimalandi sínu í janúar í
fyrra. Fyrst gerði Wigan við hann tvo lánssamninga, vegna
tormerkja við skriffinnsku, en keypti hann síðan í desember
fyrir ári. Figueroa hefur leikið 34 leiki og gert tvö mörk.
Eiginkona Figueroas, Sandra Norales, leikur með Hand-
knattleiksfélagi Sheffield og hondúraska landsliðinu.
Hin fullkomna spyrna
Maynor Figueroa: Maður vikunnar í Englandi.
I
van Klasnić er gangandi kraftaverk.
Öllu heldur hlaupandi kraftaverk.
Fyrir réttum þremur árum biluðu
nýrun í þessum tæplega þrítuga
miðherja frá Króatíu sem þá lék með
Werder Bremen í þýsku Búndeslígunni. Í
ljós kom að hann þurfti að gangast undir
nýrnaígræðslu. Gengi allt að óskum átti
Klasnić að geta hafið æfingar að sex til
átta vikum liðnum. Það fór á annan veg.
Móðir Klasnić gaf honum nýra úr sér
og fóru mæðginin undir hnífinn í lok jan-
úar 2007. Fljótlega lá fyrir að aðgerðin
hafði mistekist, líkami Klasnić hafnaði
nýja nýranu. Læknar upplýstu að þrátt
fyrir alvarlegt ástand væri leikmaðurinn
ekki í lífshættu. Hann væri raunar við
furðu góða heilsu miðað við aðstæður.
Leit hófst að nýjum nýrnagjafa innan
fjölskyldunnar. Niðurstaðan var sú að
faðir Klasnić gaf honum líffæri úr sér.
Líkami kappans brást betur við því
nýra og hann náði fljótlega þokkalegri
heilsu. Læknar fullyrtu að kæmi ekkert
óvænt upp ætti hann að geta leikið
knattspyrnu á ný.
Setti mark sitt á EM
Endurhæfingin gekk þó hægar en til stóð
og í ágúst 2007 bönnuðu læknar Brimar-
borgarliðsins Klasnić að æfa þar sem lík-
ami hans brást ekki nægilega vel við
miklu álagi.
Mánuði síðar var honum leyft að hefja
æfingar af fullum þrótti og 24. nóvember
2007 lék hann sinn fyrsta leik í ellefu
mánuði. Skömmu síðar var hann á skot-
skónum á ný.
Klasnić fann fjölina sína fljótt og í mars
2008 sneri hann aftur í króatíska lands-
liðið. Hann varði heiður þjóðar sinnar á
Evrópumeistaramótinu í Sviss og
Austurríki og varð þar með fyrsti nýrna-
þeginn til að taka þátt í stórmóti í knatt-
spyrnu. Hann gerði tvö mörk á mótinu.
Enda þótt Klasnić væri kominn á ról
var hann ósáttur við læknateymið hjá
Werder Bremen. Taldi það hafa greint
veikindi sín of seint. Þegar samningur
hans við félagið rann út sumarið 2008
ákvað hann að róa á önnur mið og gekk í
raðir Nantes í Frakklandi. Fyrsta tímabil-
ið þar var erfitt og Klasnić skoraði aðeins
sex mörk í 28 leikjum fyrir Nantes sem
hrökk niður um deild. Hann byrjaði hins
vegar með látum í haust, fann netmöskv-
ana fjórum sinnum í fimm leikjum.
Andartaki áður en félagsskiptaglugg-
anum var lokað í september gerði Klasnić
eins árs lánssamning við enska úrvals-
deildarfélagið Bolton Wanderers. Það tók
hann nokkra leiki að koma undir sig fót-
unum í Englandi en eftir að hann braut
ísinn gegn Everton í lok október hefur
hann farið mikinn í liði þeirra ferðalanga.
Um liðna helgi setti hann tvö mörk á
lærisveina Marks Hughes í Manchester
City í 3:3-jafntefli og í vikunni var hann
aftur á ferðinni í kærkomnum 3:1-sigri á
West Ham United.
Klasnić tjáði breska götublaðinu The
Sun á dögunum að hann kynni vel við sig
í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er staðráð-
inn í að sanna mig. Eftir veikindin bjóst
enginn við að sjá mig hérna. Ég hef hins
vegar engan áhuga á að skýla mér bak við
þau, ég krefst þess að fá sömu meðferð og
aðrir leikmenn.“ Bolton komst úr fallsæti
með sigrinum á West Ham og Klasnić er
sannfærður um að liðið geti haldið sæti
sínu í deildinni. „Hafi menn séð síðustu
leiki okkar gera þeir sér grein fyrir því að
við eigum ekki að vera við botn deild-
arinnar. En þegar menn eru óheppnir
getur allt farið á versta veg.“
Óvíst hvort Bolton kaupir hann
Mörk Klasnić hafa blásið lífi í Bolton á
liðnum vikum. Gary Megson, knatt-
spyrnustjóri liðsins, telur Króatann þó
eiga mikið inni. „Ivan skorar bara mörk.
Framlag hans að öðru leyti er ekki alltaf í
samræmi við væntingar. En hann hefur
festuna til að skora mörk,“ segir hann.
Bolton stendur til boða að kaupa Klas-
nić fyrir litlar 1,4 milljónir sterlings-
punda þegar lánstíminn rennur út næsta
sumar. Megson hefur enn ekki ákveðið
hvort hann nýtir þann möguleika. „Við
höfum ekkert rætt um framhaldið ennþá.
Ivan verður hjá okkur í allan vetur, síðan
sjáum við hvað setur.“
Skyldi þetta kveikja í öðrum liðum?
Hýrnar yfir
nýrnasjúkum
Ivan Klasnić iðinn við kol-
ann hjá Bolton Wanderers
Reuters
Ivan Klasnić skorar annað af tveimur mörkum sínum gegn Manchester City á Reebok-vellinum um liðna helgi og fagnar að hætti hússins.
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Ivan Klasnić fæddist 29. jan-
úar 1980. Hann er af króat-
ísku foreldri en fæddur og
uppalinn í Þýskalandi.
Hann hóf feril sinn hjá St.
Pauli en færði sig yfir til Wer-
der Bremen 2001. Klasnić
gerði fjögurra ára samning við
Nantes í Frakklandi í fyrra en
er nú í láni hjá Bolton í ensku
úrvalsdeildinni. Hann hefur
gert 91 mark í 290 leikjum fyr-
ir félög sín.
Rudi Völler vildi á sínum tíma
velja Klasnić í þýska lands-
liðið en leikmaðurinn hafnaði
því góða boði. Kaus að leika
fyrir hönd Króatíu. Hann á 38
landsleiki að baki og hefur
skorað í þeim tólf mörk.
GEORG JENSEN DAMASK
Àrmùla 10 108 REYKJAVIK Sími 5 68 99 50
www.duxiana.is
www.damask.dk