SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 17
20. desember 2009 17 fólks um að hlutirnir geti haldið áfram eins og þeir hafa gert hingað til. Það er einfaldlega útilokað og því fyrr sem menn gera sér grein fyrir því, því fyrr munu þeir sætta sig við það og sníða sér stakk eftir vexti. Hér á ég fyrst og fremst við umfang hins opinbera. Það þarf að skapa jarð- veg fyrir mjög erfiðar ákvarðanir og þegar ég lít til baka yfir þetta ár, þá spyr ég: Hvar eru stóru, erfiðu nið- urskurðarákvarðanirnar sem þessi ríkisstjórn hefur tek- ið? Svarið er, að þær hafa ekki verið teknar. Þetta eru mestallt einsskiptis-aðgerðir sem forða útgjöldum á þessu ári eða næsta. Eftir situr alltof umfangsmikill rekstur. Þetta sendir þau röngu skilaboð til þjóðarinnar, að þjóðfélagið geti haldið áfram í óbreyttri mynd. Þetta er slæmt og það þarf að tala af meiri hreinskilni við fólk og segja því sannleikann. Þannig er hægt að skapa sátt um að gera rétta hluti, með hagsmuni allra að leiðarljósi. Hin hættan er sú að við töpum trúnni á að við getum unnið okkur út úr vandanum, og baráttuandanum sem við þurfum að hafa yfir að ráða til þess að geta sigrast á erfiðleikunum. Því miður hefur það tekið lengri tíma en ég vonaðist til að skapa hér uppbyggilegt andrúmsloft. Hér eru of mörg niðurrifsöfl að störfum.“ Krafa um uppgjör skiljanleg – Hvað áttu við? „Ég á við andrúmsloftið almennt í þjóðfélaginu og líka inni á Alþingi, þar sem of margir eru fastir í uppgjöri við fortíðina. Sjálfstæðisflokkurinn óttast ekki uppgjör við fortíðina eins og ýmsir aðrir flokkar hafa gert en við gengum í gegnum kosningar og ríkisstjórnarskipti. Kosningar eiga að vera upptaktur fyrir framtíðina en umræðan á þinginu er enn mjög lituð af löngu liðnum at- burðum. Ég á líka við umræðuna almennt, eins og hún birtist mér í fjölmiðlum, spjallþáttum, blaðagreinum og á netinu. Ég geri ekki lítið úr því að slíkt uppgjör þarf að fara fram, en ég held að það hvernig okkur tekst að skapa andrúmsloft jákvæðni og uppbyggingar muni ráða miklu um það hversu hratt okkur tekst að komast aftur af stað. Við þurfum að snúa bökum saman og byggja hér upp á ný. Krafan um uppgjör við fortíðina er afar skiljanleg. Það gætir óþolinmæði. Fáar ákærur eru komnar fram og margir bíða niðurstaðna í rannsóknum, ekki síst hjá rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta er allt skiljanlegt, en því lengur sem þetta óánægju- og óvissuástand varir, þeim mun hættulegra er það fyrir okkur. Reynsla annarra sýn- ir fram á þetta. Hið mikilvæga endurreisnarskeið, sem ríkisstjórnin hefur því miður ekki haft burði til að hefja, þarf að hefjast strax.“ – Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við stjórnvölinn nú, hvað myndi hann gera í sambandi við þá erfiðu ákvarð- anatöku, sem þú nefndir nú áðan? „Ríkisstjórnin er að ýta vandanum á undan sér, við myndum ráðast á hann. Ég tel að við eigum að ganga lengra í niðurskurði í stjórnsýslunni en ríkisstjórnin er tilbúin til þess að gera og ég tel einsýnt að menn verði að skoða hluti eins og frekari tekjutengingar. Við teflum fram hærri niðurskurðartölum en ríkisstjórnin sjálf í fjárlagavinnunni. Í fjárlagavinnunni leggjum við til 8 milljörðum meiri niðurskurð en stjórnarflokkarnir. Hvaða ríkisstjórn í þessari stöðu myndi láta tækifæri til slíkrar samstöðu fram hjá sér fara? Hún hefur verið að leika tóma tafa- og frestsleiki. Við getum tekið sem dæmi mjög svo umdeildar ákvarðanir sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi heilbrigð- isráðherra, tók í upphafi árs. Öllum hans ákvörðunum var slegið á frest og árið hefur ekki nýst til þess að ná fram þeirri hagræðingu, sem að var stefnt.“ – Hvað áttu við með frekari tekjutengingum? „Ég á við ráðstöfun á almannafé úr sjóðum, til dæmis í gegnum tryggingakerfið. Ég horfi til ýmissa bóta sem streyma út úr tryggingakerfinu. Hvernig nýtum við þá takmörkuðu sjóði sem við höfum úr að spila? Ég nefni sem dæmi barnabæturnar, því þar er um mikla fjármuni að tefla.“ – Þú ert að segja að það eigi ekki allir að njóta barna- bóta, því sumir hafi það svo gott, að þeir þurfi ekki á barnabótum að halda, ekki satt? „Já, ég er að segja það. Hátekjufólk hefur ekkert við barnabætur að gera. Síðan eru í stjórnsýslunni fjölmargar aðgerðir sem rík- isstjórnin hefur ekki hrint í framkvæmd, en er þó alltaf verið að tala um. Þar nefni ég sameiningu stofnana sem dæmi. Fyrir fjárlög næsta árs er þetta eitt dæmi um al- gjörlega óundirbúinn og vanhugsaðan þátt, sem þó gæti sparað okkur umtalsverða fjármuni. En jafnvægi í ríkisfjármálum næst ekki bara með nið- urskurði. Spurningin er líka hvernig á að afla ríkinu tekna. Meginmunur á milli okkar og stjórnarflokkanna í þeim efnum liggur í því, að stjórnarflokkarnir hafa lagt fram tillögur um skattahækkanir, sem við teljum bein- línis hættulegar. Við viljum líka leggja alla áherslu á að auka verðmætasköpun, auka hóflega við veiðar og fá hingað fjármagn í virkjanir og framkvæmdir.“ Betra að taka lítið af miklu – Bjarni. Er þetta ekki ábyrgðarlaust hjal? Það verður einhver að borga brúsann. Það þýðir ekkert að benda bara á það sem stjórnvöld gera rangt, þarftu ekki að benda á úrlausnir? „Vissulega og það er ég að gera. Ég er sammála þínum orðum um að það verði að gera eitthvað til þess að loka fjárlagagatinu. Það er meginverkefni stjórnmálanna í dag. Við erum bara ósammála ríkisstjórninni um hvernig eigi að gera það. Það er óþarfi að hækka skatta. Við höfum bent á þá leið að ríkið taki til sín frestaðar skatttekjur í dag, upp á um 75 milljarða króna og sveitarfélögin fái um 40 milljarða Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.