SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 25
20. desember 2009 25
eru fyrirsætur, forsetar eða kvikmynda-
stjörnur. Bæði vont og gott fylgir þessum
bransa og er einungis til marks um að manni
gangi vel og maður sé á toppnum. Umtal er
það sem gerir mig að verðmætri söluvöru í
flestöllu sem ég geri. Umtal er nauðsynlegt. Ef
umtal væri bara gott þá myndi fólk ekki
nenna að tala um mann í meira en viku og eft-
ir það væri maður ekki lengur áhugaverður.“
Þú talar mjög opinskátt um markaðssetningu
á sjálfri þér. Maður sér næstum því femínistana
taka andköf af hneykslun.
„Ef fólk fær tækifæri til að vinna við það sem
því finnst gaman og nær árangri á því sviði þá er
alls ekkert athugavert við það að markaðssetja
sjálfan sig eins og gengur og gerist í öllum at-
vinnugreinum, hvort sem sú markaðssetning
snýr að útliti eða ekki. Flestar stelpur í heim-
inum láta sig einhvern tíma dreyma um að verða
fyrirsætur. Femínistar geta barist gegn því en
munu aldrei ná miklum árangri þar sem þessi
grein er gríðarlega ráðandi í heiminum.“
Ertu mikil bissnesskona?
„Já ég get ekki sagt annað en að ég sé gallhörð
viðskiptakona og nýti mér nokkurn veginn öll
tækifæri sem gefast til að stunda viðskipti.
Stundum tekst það, stundum ekki, en ég er
stanslaust að vinna í því að búa til tækifæri úr líf-
inu.“
Móðir og húsmóðir
Þú ert þriggja barna móðir. Hvernig tekst að
samræma móðurhlutverkið og fyrirsætufer-
ilinn?
„Fyrir þremur árum bjó ég í Svíþjóð þar sem
Garðar spilaði fótbolta og varð ólétt að þriðja
barninu mínu. Á þeim tímapunkti var ég nokkuð
viss um að fyrirsætuferlinum væri lokið. Það er
ekkert sjálfgefið að maður fari að hoppa fyrir
framan myndavélina sem fyrirsæta eftir að hafa
fætt þrjú börn. En einhvern veginn gekk þetta
allt saman og núna er ég á hátindi fyrirsætuferils
míns. Á hverjum degi þakka ég Guði fyrir að geta
unnið við það sem mér finnst skemmtilegt og
skapandi þrátt fyrir að vera bara venjuleg hús-
móðir og móðir.
Mér finnst óskaplega gaman að vera mamma,
það gefur lífinu gildi. Ég get ekki ímyndað mér
lífið öðruvísi. Börnin mín eru tólf ára, fjögurra
ára og tveggja ára og ég er ekki með fólk í vinnu
við að hugsa um þau eða húsið mitt. Ég geri þetta
allt sjálf. Allur minn frítími fer í að sinna móð-
urhlutverkinu og húsmóðurstörfum.
Ertu hamingjusöm í einkalífinu?
„Ég er afar hamingjusöm enda á ég frábæran
mann. Ég held reyndar að það sé svakalega erfitt
að eiga konu eins og mig. En Garðar kynntist
mér þegar ég var orðin mjög þekkt og gekk inn í
það líf sem ég lifði. Hann vissi hvað ég var að
gera og að hverju ég stefndi. Svo var hann sjálfur
þekktur þannig að þetta var ekkert stórkostlegt
vandamál fyrir hann. Hann styður mig, hrósar
mér mikið og heldur með mér í öllu sem ég
geri.“
Stefni hærra
Hvað er framundan í lífi þínu?
„Ég er á þeim stað í lífinu að ég veit ekki hvað
gerist næst. Maðurinn minn er ekki samnings-
bundinn eins og er en ég vona að hann eigi eftir
að spila með erlendum liðum, til dæmis í Grikk-
landi eða öðrum löndum nálægt Búlgaríu þannig
að ég geti unnið á tveimur stöðum. Ég stefni á að
leggja næsta land undir mig á jafnskömmum
tíma og ég tók Búlgaríu. Ég hef tækifæri til að
flytja til ýmissa landa og í leiðinni stækka ég
veldi mitt.“
Hvað segirðu þegar sagt er: Ásdís Rán er
ekkert svo fræg í Búlgaríu?
„Ég vil alls ekki láta meta mig út af frægð
minni heldur af verkum mínum. En það segir sig
sjálft að ég væri aldrei á forsíðum allra stærstu
tímarita í Búlgaríu og hefði komið fram í stærstu
sjónvarpsþáttunum nema ég væri gríðarlega
þekkt – sem ég er.“
Hvað ætlarðu að gera þegar fyrirsætuferl-
inum lýkur?
„Ég veit ekki hvar ég enda. Alls kyns tilboð
streyma til mín. Ég gæti vel hugsað mér að
hanna föt og skartgripi, stofna tískuvöruverslun
eða jafnvel vinna sem markaðsstjóri hjá ein-
hverju stórfyrirtæki. Í dag er ég hamingjusöm og
ánægð með það sem ég geri. Ég hef gífurlega þörf
fyrir að skapa og mér tekst að fá ágæta útrás á
því sviði með myndunum mínum, sem verða
bara betri með árunum.
Þessa stundina er ég í fyrirsætubransanum en
sá tími tekur enda. Ég stefni hærra. Fyrir mér eru
módelstörf aðeins ein gerð af bissness sem ég fæ
vel greitt fyrir og er einstaklega heppin að geta
unnið við eftir að hafa eignast þrjú börn. Ég á
eftir að hasla mér völl á öðru sviði sem á eftir að
gefa mér alveg eins mikið og eflaust meira. Við-
skiptaheimurinn heillar mig til dæmis mjög.
Tækifærin koma til manns og ég gæti endað á
einhverjum allt öðrum stað en ég sjálf býst við.
En ég veit að ég á ekki eftir að standa uppi ein,
hætt að vera falleg, og án atvinnu. Það verður
ekki þannig.“
Þú ert í glamúrbransanum þar sem útlit
skiptir gríðarlegu máli. Hlakkarðu til að eldast
eða kvíðirðu því?
Mér finnst alltaf jafnfyndið þegar fólk sendir
mér illkvittnisleg skilaboð á netinu í athuga-
semdum við einhverjar greinar mínar og segir:
„Ásdís Rán, bíddu bara, fljótlega verður þú göm-
ul og útrunnin vara.“ Ég hræðist ekki að eldast
og verð aldrei útrunnin vara. Ég á eftir að verða
myndarleg og hæfileikarík eldri kona alveg eins
og ég er núna sem ung kona. Ég hlakka til að geta
fylgt börnunum mínum og barnabörnum eftir í
lífi og starfi og að fá tækifæri til að vera amma og
segja börnunum ævintýralegar sögur af sjálfri
mér.“
Ástæðan fyrir því að flestir ná ekki
á toppinn er sú að þeir gefast upp á miðri leið.
Ég ákvað að gera það ekki. Það er alveg sama
hvað gerist, ég held alltaf áfram. Ég er mjög
stolt og ég læt engan brjóta mig niður.
Ég vil ekki að neinn hafi þau áhrif á mig.