SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 18
18 20. desember 2009 og að við eflum atvinnustarfsemina í landinu, sem muni skila ríkinu viðbótartekjum á tiltölulega skömmum tíma. Í stað þess að hlusta á slíkar tillögur er ríkisstjórnin að henda grús inn í hjól atvinnulífsins, sem að endingu mun stöðva vélarnar. Það er betra að taka lítið af miklu en mikið af engu. Þetta er spurning um að breikka skatt- stofnana en ekki að blóðmjólka þá. Þessir stofnar hafa skroppið saman tímabundið. Nú eigum við að örva þá til lífs að nýju og fjölga þeim. Ég hef haft miklar efasemdir um efni stöðugleikasátt- málans, gagnrýndi hann frá upphafi fyrir það að rík- isstjórnin fékk vinnufrið gegn afar lausbundnum lof- orðum og ríkt svigrúm til skattahækkana. Mér sýnist líka að það standi ekkert eftir af samkomulaginu. Ég spyr mig hvað hafa t.d. SA fengið fyrir að veita ríkisstjórninni þennan frið? Þau sitja uppi með launahækkanir, stórhækkað trygg- ingagjald, nýja og stórhækkaða skatta, flóknara skatt- kerfi, áform um fyrningu aflaheimilda, engar ákvarðanir um virkjanir, viljayfirlýsing um Bakka var ekki fram- lengd o.s.frv. Enn er óvissa um nýjar fjárfestingar. Það var komið í bakið á bæði SA og ASÍ í skattamálum með mjög ósvífnum hætti, og báðir aðilar kvarta nú sáran. Hér eru loks enn háir vextir, gjaldeyrishöft og verð- bólga.“ Þurfum að líta inn á við – Bjarni, hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert upp við liðna tíð með einhverjum hætti? „Á kosninganótt steig ég strax fram og sagði að þessi dapurlega niðurstaða fyrir okkur væri skiljanleg. Ég sætti mig við þann dóm sem þjóðin felldi í kosningunum og sagði jafnframt að nú þyrftum við að líta inn á við og gera eitthvað í málunum.“ – Og hvað hafið þið gert? „Fyrsta og mikilvægasta skrefið er að sætta sig við og viðurkenna að eitthvað fór úrskeiðis, að traustið glat- aðist. Í þinginu höfum við fyrst og fremst lagt áherslu á málefnalega vinnu og fagmennsku. Við höfum ekki verið með neinar fullyrðingar eða upphrópanir um það að okkur hafi verið bolað frá völdum, heldur unnið mark- visst og málefnalega á Alþingi í því að vera lausnarmiðuð; koma fram með valkosti við það sem ríkisstjórnin er að gera; benda á veikleika í hennar málflutningi, veita henni aðhald þegar hún er komin út af sporinu og við höfum lagt fram tillögur í tvígang í efnahagsmálum, sem við teljum til þess fallnar að greiða úr vandanum. Þó það hafi verið þannig hér fyrstu mánuðina eftir kosningar, að fólk hafi talið sig eiga minna erindi við Sjálfstæðisflokkinn en áður, þá snerist það mjög hratt við. Ég taldi mikilvægt að fólk spyrði sig að nýju, hvað það væri sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði fram að færa, og að við værum tilbúin með svörin. Við höfðum unnið heimavinnuna okkar og við höfum lagt fram í ítarlegu máli, á þinginu og fundum um land allt með fólkinu, fyrir hvað við stöndum og hvaða leiðir við viljum fara. Ég tel að við höfum komið fram af hrein- skilni og heiðarleika. Við höfum sagt við fólk að við ger- um okkur grein fyrir því að margt hafi farið úrskeiðis og að við, í samvinnu við fólkið, ætlum að læra af þeim mis- tökum og finna leiðir með því, sem koma í veg fyrir að mistökin verði endurtekin. Fólk vill heyra lausnir, fyrir sig, börnin sín og barnabörnin. Það hefur beðið í heilt ár, en fær engin svör frá ríkisstjórninni.“ – Samkvæmt síðustu skoðanakönnun nýtur Sjálfstæð- isflokkurinn nú um 32% stuðnings meðal kjósenda. Er það nóg að þínu mati? „Ég leyni því ekki að ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn ná til baka því fylgi sem hann hefur sögulega haft. Allt fyrir neðan það er óásættanlegt. Er hins vegar raunhæft að það gerist í einni svipan? Nei, ég held ekki. Ég hef ekki vænt- ingar um að það gerist á einni nóttu. Við erum í gríðarlega spennandi og metnaðarfullri vinnu innan flokksins við að endurskipuleggja hann og byggja hann upp. Við erum rétt búin að taka fyrstu skrefin, en þau eru stór. Það er ný forysta í flokknum. Valhöll hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Við höfum endurskipulagt málefnastarf flokksins sem verður öfl- ugra og faglegra en nokkru sinni fyrr, enda gerðum við okkur grein fyrir nauðsyn þess að byggja upp öflugt málefnastarf í grasrót flokksins. Ég vil virkja hugmyndir og krafta alls fólksins í flokknum. Til þess þarf að endurskipuleggja starfið og byggja á breyttum aðferðum og vinnubrögðum. Það skilar sér í skýrari stefnu og framtíðarsýn. Þannig ætla ég að ná fram þeim breytingum sem nauðsynlegar eru og samfélagið er að kalla eftir.“ Dómstóllinn við Lækjartorg – Annað mál, sem hart hefur verið tekist á um í þinginu í hálft ár er Icesave-málið. Hver er afstaða Sjálfstæð- isflokksins til Icesave? Þið tókuð þátt í því í sumar að setja fyrirvara í lögin sem samþykkt voru um ríkisábyrgð vegna Icesave og sátuð svo hjá við atkvæðagreiðsluna. Nú eru þeir fyrirvarar að engu orðnir. Hver er afstaða Sjálfstæðisflokksins í dag? Vill flokkurinn samþykkja Icesave með einhverjum fyrirvörum, eða vill hann fella málið í þinginu og að það verði tekið upp við Breta og Hollendinga frá grunni? „Afstaða okkar frá upphafi hefur verið sú, að skyn- samlegt væri að semja á pólitískum forsendum um nið- urstöðu í Icesave. Það var grundvöllur þeirrar þings- ályktunartillögu sem Alþingi samþykkti í fyrra. Við lögðum höfuðáherslu á það frá upphafi, að við héldum á lofti öllum fyrirvörum um að okkur bæri nokkur skylda til þess að taka á okkur einhverjar byrðar vegna þessa máls. Málið var einfaldlega þannig vaxið að viðsemj- endur okkar lögðu mjög mikið upp úr því að við kæmum til viðræðu við þá og á þeim tímapunkti höfðum við hagsmuni af því að láta reyna á viðræður á þeim grund- velli sem Alþingi hafði samþykkt. Það kom hins vegar mjög snemma í ljós, strax á fyrstu fundunum eftir að þingið veitti ríkisstjórninni umboð til þess að semja á skynsamlegum nótum, að viðsemjendur okkar ætluðu ekkert að ræða við okkur um einhverja ásættanlega lausn. Það kom strax fram að Bretar og Hol- lendingar litu á Icesave sem skuld Íslendinga við sig og þeir höfnuðu okkar lagalegu fyrirvörum. Þeir sögðu bara að þetta væru fjármunir sem við skulduðum þeim, þeir vildu fá þá greidda til baka hratt og með háum vöxtum. Á þessum tímapunkti áttum við einfaldlega að segja að þá værum við augljóslega ekki að ná saman um eitt eða neitt. Þá hefðum við átt að draga Evrópusambandið að málinu, því ESB hafði haft milligöngu um að viðræð- urnar hæfust. Við áttum að segja við ESB að hér væri komið upp vandamál sem valdið hefði tjóni sem ætti rætur sínar að rekja til gallaðrar löggjafar sem ESB bæri ábyrgð á. Við áttum að gera Evrópusambandinu grein fyrir því að ríkin myndu ekki ná niðurstöðu í tvíhliða viðræðum. Ef þá hefði komið á daginn að ESB væri ekki tilbúið til þess að hafa frekari aðkomu að málinu, þá áttum við ein- faldlega að ítreka okkar fyrri skilaboð um að við virtum allar okkar alþjóðlegu skuldbindingar; við værum ósam- mála þeim sem þættust eiga kröfur á okkur; þá kröfu yrði einfaldlega að leysa fyrir dómstólum og dómstóllinn sem samkvæmt Evrópulöggjöfinni og íslenskum lögum á að fjalla um slíkan ágreining, hann er staðsettur við Lækjartorg. Það er fullkomlega óásættanlegt, að þegar Bretar eiga kröfu á okkur, þá viðurkenni þeir ekki íslensk lög og ís- lenska dómstóla, en ef við eigum kröfu á Breta, þá eigi bresk lög og breskir dómstólar að fjalla um slíkt. Og verst er að undir þessi sjónarmið hefur íslenska ríkisstjórnin tekið. Evrópusamvinnan gengur öll út á það að menn taki tillit hver til annars. Framkoma Breta og Hollendinga í þessu máli er öll á skjön við grunngildi Evrópusamvinnunnar og í mínum huga hefur verið gerð mjög alvarleg atlaga að sjálfstæði Íslands, sem fullvalda ríkis, með þeim samningi sem gerður hefur verið við Breta og Hollendinga. Ísland vill sem sjálfstætt fullvalda ríki taka þátt í alþjóðasamvinnu á jafnréttisgrundvelli. Þegar upp kemur ágreiningur og menn virða að vettugi fullveldi okkar og sjálfstæði með því að þvinga okkur til afarkosta í skjóli aflsmunar er það gróf atlaga að fullveldi okkar. Ef við getum ekki tekið þátt í alþjóðasamvinnu án þess að eiga það á hættu að þeir stóru muni nota hvert tækifæri sem þeim gefst til þess að troða okkur um tær, þá göngum við ekki á sömu forsendum til slíks samstarfs og aðrir gera. Ég sætti mig aldrei við það að krafan um úrlausn hlut- lausra dómstóla í málinu sé einhver flótti frá skuldbind- ingum okkar. Og mér finnst það alveg yfirgengilegt rugl, sem kom fram á Alþingi á dögunum, að við ættum að taka á okkur ríkisábyrgð, sem næmi hálfri þjóð- arframleiðslunni, vegna þess að okkur bæri siðferðileg skylda til þess. Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu og ég get ekki ímyndað mér að annað eins bull myndi heyrast á nokkru öðru þjóðþingi í heiminum. Sjálfstæðisflokk- urinn mun greiða atkvæði gegn Icesave-frumvarpinu og reyna að fella það. Það má ekki samþykkja þetta frum- varp.“ Bjartsýnn þrátt fyrir allt – Daniel Gros, bankaráðsmaður í Seðlabankanum, sagði í forsíðufrétt Morgunblaðsins þann 11. desember sl. að Ís- lendingar þyrftu að búa sig undir verulega skerðingu lífskjara og kaupmáttar næstu árin, ef Icesave-sam- komulagið yrði samþykkt í núverandi mynd. Er það veruleiki að þínum dómi, að við séum að sigla inn í fá- tæktartímabil, næstu fimmtán tuttugu árin, ef Icesave verður samþykkt? „Ég vil alls ekki koma fram með slíkan spádóm, en það er augljóst, að ef við þurfum að verja mörgum tugum milljarða króna ár hvert, af gjaldeyristekjum okkar, til þess að greiða skuldbindingar sem við teljum okkur ekki hafa neina lagalega skyldu til þess að greiða, þá mun það skerða lífskjörin á Íslandi. Á endanum munu lífskjörin á Íslandi ráðast af því hver verðmætasköpun er í landinu, hversu mikil verðmæti við flytjum út, hversu mikil verðmæti við þurfum að sækja annað og flytja inn til landsins. Á meðan við sköpum meiri verðmæti heldur en við þurfum að sækja annað, þá getum við verið að byggja hér upp lífskjör. Icesave- samkomulagið gengur út á það að við þurfum að taka stóran hluta af verðmætasköpuninni hér á landi og ráð- stafa henni til annarra þjóða. Á fundi Seðlabankans í síðustu viku kom fram það mat bankans að raungengi krónunnar yrði lágt um mjög langt skeið enn, jafnvel í tíu ár. Það eru auðvitað einnig skila- boð um það að lífskjörin á Íslandi verði döpur í mjög langan tíma. En þrátt fyrir þetta þá vil ég árétta að sú aðlögun sem átt hefur sér stað í hagkerfinu, í gegnum krónuna, hefur flýtt ferlinu mjög mikið. Það er hin hliðin á falli krón- unnar, því fallið hefur stóraukið samkeppnishæfni út- flutningsgreina okkar og þess vegna gengur útflutnings- fyrirtækjunum okkar vel í dag. Við höfum úr miklum auðlindum að spila og getum þess vegna skapað mikil verðmæti á skömmum tíma ef við nýtum þær. Því höfum við allar forsendur til þess að vinna okkur tiltölulega hratt út úr þessari krísu, ef rétt er haldið á spilunum. Ef við höldum ekki áfram að safna upp viðskiptahalla og tökum ekki á okkur að óþörfu drápsklyfjar, sem aðrir í krafti stærðar sinnar ætla að þvinga okkur til að gera. Því er ég, þrátt fyrir allt, bjart- sýnn á það fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, að okkur takist að reisa okkur við tiltölulega hratt. Við erum með allt það hráefni til staðar, sem þarf til þess að okkur takist það, en þetta eru mannanna verk, þessar ákvarðanir sem verið er að taka til framtíðar og skipta okkur svo miklu.“ Bjarni segist aldrei hafa velkst í vafa um það að menn myndu reyna að gera þátttöku sína í viðskiptalífinu tortryggilega. Sagan geymi ótal dæmi af slíkum árásum á forystumenn í Sjálfstæðisflokknum. Hann kveðst því ekki vera undrandi á því með hvaða hætti DV hef- ur dag eftir dag slegið upp og reynt að gera störf hans í viðskiptalífinu tortryggileg, þótt honum þyki að sama skapi sem blaðið legg- ist lágt í tilraunum sínum til þess að selja blaðið. „Það eru býsna margir sem hafa ríka hags- muni af því að koma höggi á mig og Sjálf- stæðisflokkinn og reyna að koma í veg fyrir það að flokkurinn nái sér aftur á strik. Það eru ýmsum pólitískum andstæðingum sár vonbrigði að Sjálfstæðisflokkurinn er þrátt fyrir allt að rétta úr kútnum,“ segir Bjarni. Hann segir að þetta hafi um langt skeið verið sér ljóst. Til dæmis á fundum í aðdrag- anda formannskjörsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðasta vetur hafi hann iðulega fengið spurningar sem lutu að fyrri þátttöku hans í viðskiptum og þá sem endra- nær hafi hann lagt sig fram um að skýra hvernig í pottinn væri búið. „Ég mun áfram sem hingað til halda fram þeim málstað og verja hann fram í rauðan dauðann, að þeir sem hafa tekið þátt í atvinnustarfsemi á Ís- landi eru áfram gjaldgengir til hvaða starfa sem er, þar með talið á vettvangi stjórnmál- anna. Það er einfaldlega ekkert sem gefur til- efni til þess að rifja sérstaklega upp þátttöku mína í atvinnulífinu og ekkert nýtt sem hefur komið fram í þeim efnum. Ég hef aldrei reynt að draga dul á það með nokkrum hætti, að ég var stjórnarformaður í stóru félagi, BNT. Það gekk vel með rekstur N1, að taka við gamalgrónu félagi, ESSO, þróa það og bæta en ég leyni því ekkert, að þau félög sem ég hef tengst hafa lent í sömu efnahagshremmingunum og önnur félög á Ís- landi, skuldir vaxið og ýmsar forsendur brost- ið. Ekkert fyrirtæki á Íslandi er ósnortið af því sem gerst hefur,“ sagði Bjarni. Hann segir að sumir þeirra sem staðið hafa að BNT hafi áður verið stórir hluthafar í Glitni. Þeir hafi minnkað sinn hlut í bank- anum, en eigi að síður átt nokkurra prósenta hlut, sem hafi horfið eins og dögg fyrir sólu í bankahruninu. „Auðvitað hefur það valdið þessum eigendum tjóni, rétt eins og öðrum. Vilji menn benda á tengsl mín við þessa menn og reyna að gera þau með einhverjum hætti tortryggileg, þá liggur það mér í léttu rúmi að þeir geri það. Ég sé einfaldlega ekki í hverju glæpurinn liggur. Ég vona einfaldlega að núverandi stjórnendum og eigendum gangi sem best að ná sér á fullan skrið aftur sem og öðrum í atvinnulífinu.“ Sé ekki glæpinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.