SunnudagsMogginn - 20.12.2009, Blaðsíða 10
10 20. desember 2009
M
ér finnst Hanna Birna Kristjánsdóttir vera flottur
borgarstjóri. Hún virðist ná því sem öðrum borg-
arstjórum á þessu kjörtímabili hefur ekki tekist, en
það er að vinna vel með borgarfulltrúum allra flokka
í borgarstjórn. Hún var síðasta sunnudagsmorgun í útvarpsviðtali
við Sigurjón M. Egilsson, á Bylgjunni í þættinum Á Sprengisandi.
Það var gott að hlýða á Hönnu Birnu í þeim þætti og heyra hverjar
eru hennar áherslur í að leiða borgarstjórn til góðra verka.
Það vakti sérstaka athygli mína þegar Hanna Birna sagði að á
þeim tímum sem við nú lifum, þá væri ekkert rúm til hinna hefð-
bundnu flokkspólitísku átaka. Staðan væri svo grafalvarleg, að
allir þyrftu að leggja sitt af mörkum til að vinna okkur út úr vand-
anum.
Hún var líka nógu stór til að hrósa öllum borgarfulltrúum, ekki
bara Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem
myndar jú meirihlutann með Sjálfstæðisflokknum, heldur einnig
borgarfulltrúum minnihlutans. Hún sagði að vissulega væri það
svo, að það væri meirihlutinn sem á endanum tæki ákvarðanir, en
það væri nú samt sem áður þannig, að áður en ákvarðanir væru
teknar væru þær ræddar í borgarstjórn af öllum fimmtán borg-
arfulltrúunum og iðulega tekið tillit til athugasemda minnihlut-
ans. Ættu oddvitar ríkisstjórnarinnar ekki að leita í smiðju til
borgarstjórans og temja sér vinnubrögð hans?
Þótt Hanna Birna hafi einungis setið sem borgarstjóri í tæplega
eitt og hálft ár held ég að vinnubrögð og verklag borgarstjórnar
hafi breyst mjög til hins betra á þessu tímabili og sú gagnrýni sem
hefur komið fram á störf hennar og meirihlutans frá minnihlut-
anum, sérstaklega oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, Degi
B. Eggertssyni, hefur virkað ósannfærandi og sennilega oftast sett
fram af einhvers konar skyldurækni, þau eru jú í minnihluta.
Það voru misjafnar væntingar til þess að Hanna Birna tæki við
sem borgarstjóri, sá fjórði á kjörtímabilinu, í fyrrasumar, þegar
kjörtímabilið var bara rétt hálfnað. Menn voru orðnir vanir því að
grín væri gert að borgarmálefnum og borgarstjórn: Fyrst í borg-
arstjóratíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, því næst í 100 daga Dags B.
Eggertssonar og loks í tíð Ólafs F. Magnússonar.
En nú er öldin önnur. Enginn er að tala um borgarmálefni,
sennilega vegna þess að svo margt annað skyggir á þau af mál-
efnum líðandi stundar og enn síður er verið að gera grín að borg-
arstjórn. Er það ekki einmitt svona sem við viljum hafa það? Að
borgarstjórn vinni sín verk og vinni þau örugglega, með það að
leiðarljósi að fara eins vel með fjármuni okkar Reykvíkinga og
frekast er unnt? Viljum við ekki vita af því að málin séu í lagi, hér
sé stöðugleiki og öryggi?
Ég held að Hanna Birna sem fyrst fór að skipta sér af stjórn-
málum 1995 og bar ekki mikið á til að byrja með, sé stjórn-
málamaður sem hefur þroskast og vaxið á þeim 14 árum sem hún
hefur verið í pólitík. Að vísu skal ég fúslega viðurkenna það, að
mér fannst til að byrja með, þegar Hanna Birna tók að birtast á
skjánum í spjallþáttum, eða heyrast í útvarpi, að hún væri nú full-
ákveðin, tannhvöss og jafnvel frek og óbilgjörn á stundum. Nú
hugsa eflaust margir: Agnes Bragadóttir – nefndu ekki snöru í
hengds manns húsi! Enda ætla ég að viðurkenna það strax, að
þegar ég fór að hlusta eftir því sem Hanna Birna hafði fram að
færa, vega og meta hennar skoðanir og málflutning, þá var ég fljót
að söðla um. Hún er ákveðin, hún er skelegg, hún er föst fyrir og
það eru allt kostir sem eiga að prýða stjórnmálamann. En hún hef-
ur líka sýnt það að hún á gott með að vinna með fólki, líka fólki
sem er á öndverðum meiði við hana og það er annar kostur sem
prýða á sem flesta stjórnmálamenn. Ég bakkaði því fyrir margt
löngu með alla sleggjudóma um Hönnu Birnu og það hefur ekki
örlað á þeim hjá mér um langa hríð.
Vitanlega er hún ekki óumdeild, enda á enginn stjórn-
málamaður að vera það. Hún varð fyrst borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins árið 2002 og hafnaði þá í fjórða sæti á framboðslista
flokksins. Aðeins fjórum árum síðar, 2006, vann hún 2. sætið á
listanum. Það er því einungis annað kjörtímabilið sem hún lýkur í
vor sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nú þegar framboðs-
frestur vegna prófkjörs flokksins í janúar 2010 er runninn út hefur
enginn frambjóðandi annar boðið sig fram gegn henni í fyrsta
sæti.
Segir það okkur ekki, að Hanna Birna er orðin óumdeildur for-
ingi sjálfstæðismanna í Reykjavík? Það held ég.
Hanna Birna
er flottur
borgarstjóri
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Það hafa fáir jafnmikið að gera
á jólunum og jólasveinarnir.
Þeir þeysast milli húsa á nótt-
unni til að gefa börnunum í
skóinn og á daginn þramma
þeir um bæinn eða syngja og
dansa á jólaböllum. Það er því
ekki að undra að þeir þurfi
stundum á dálítilli aðstoð að
halda og hefur Ketill Larsen
verið þeirra helsta stoð og
stytta síðustu ár.
8:30 Dæmigerður dagur hjá
Katli hefst með góðum og holl-
um morgunverði. „Svo þegar
ég er búinn að fá mér morg-
unverð skrifa ég morgunljóð.
Það er hollt fyrir sálina að yrkja
um fallegt efni, t.d. sólina og
fuglana.“ Þegar Ketill hefur
lokið við að yrkja þarf hann að
huga að ýmsu í sambandi við
starf sitt sem hjálparhella jóla-
sveinanna. „Það er í mörg horn
að líta í sambandi við búninga
og gervi og annað sem tengist
þessu. Það er ekki nóg að vera í
fötum, það þarf að vera með
skegg og slíkt. Svo er ég alltaf
með galdralurkinn, nátt-
úrulega. Það er hægt að nota
hann fyrir síma, hægt að nota
hann til að breyta veðrinu, sitja
á honum og fljúga um him-
ingeiminn. Fyrir utan flugskó
og norðurljós sem svífa í loft-
inu.“
10:00 Ketill fer í leikskól-
ann Fellaborg að skemmta
börnunum. „Við syngjum og
spilum en félagi minn, Árni Ís-
leifsson, leikur með mér. Hann
spilar á harmonikku og við
syngjum ýmis skemmtileg lög
og gerum eitthvað sniðugt. Við
sýnum börnunum líka hluti
sem við erum með, t.d. trefil
sem er óvenjulangur og vettling
jólasveinsins sem er með stóran
og langan þumal, vel á þriðja
metra, því þegar jólasveinarnir
eru að prjóna og undirbúa jólin
geta þeir stundum gleymt sér.“
13:00 Þegar Ketill er búinn
að sinna verkefnum morguns-
ins tekur hann á móti pönt-
unum og skrifar skilmerkilega
niður stað og stund. „Svo verð-
ur maður að hafa í huga ef
maður er að leika við börn að
hafa eitthvað fallegt fyrir þau.
Ég er ekki stríðnisjólasveinn,
það er nóg af stríðni í þessu lífi
án þess að demba henni sér-
staklega á börnin því þau eru
svo viðkvæm. Ég hef frekar kátt
og fjörugt og geri ýmislegt
skemmtilegt fyrir þau.“
14:50 Ketill mætir á Skóla-
vörðuholtið þar sem stór bíll
tekur á móti pökkum fyrir Fjöl-
skylduhjálp. Inn í bílnum eru
hljómflutningstæki og jóla-
sveinar syngja og spila. Keyrt er
niður á Ingólfstorg þar sem
tekið er á móti fleiri pökkum og
loks farið í jólaþorpið á Hljóma-
lindarreitnum. „Það er eins og í
ævintýralegu sveitaþorpi með
bjálkakofum, trjám og fallegum
ljósum,“ segir Ketill.
Katli liggur þó ekkert á að
fara heim að þessu loknu. „Ég
er óskaplega duglegur að vera í
bænum fram eftir öllu. Ég er oft
að mála myndir á BSÍ því ég er
frístundamálari. Ég borða oft
kvöldmat þar,“ segir hann.
23:00 Ketill kemur heim og
fær sér eitthvað létt í gogginn,
t.a.m. ávexti. „Svo fer ég að
sýsla í ýmsu.“
1:00 Ketill fer að sofa og ekki
veitir af góðum svefni þar sem
annasömustu dagar aðstoð-
armanna jólasveinanna eru
framundan.
ylfa@mbl.is
Dagur í lífi Ketils Larsen aðstoðarjólasveins
Morgunblaðið/RAX
Er ekki stríðnis-
jólasveinn
„Það er hollt fyrir sálina að yrkja um fallegt efni, t.d. sólina og fuglana,“ segir Ketill Larsen aðstoðarjólasveinn.
B