Morgunblaðið - 23.11.2009, Page 1

Morgunblaðið - 23.11.2009, Page 1
M Á N U D A G U R 2 3. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 314. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is GRÆNN TILBÚINN TIL NOTKUNAR . RAUÐUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR R. HVÍTUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR . GULUR TILBÚINN TIL NOTK UNAR lsi 3 - 11 0 R. «FLUGAN FÓR Á STJÁ LEIKRIT OG ULTRA MEGA TÓNLEIKAR «RÁÐSTEFNA UM KYN OG VÖLD Missum forskot í jafnréttisbaráttu 96 ára Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is EF jafnræðisregla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið gilti þyrfti íslenska ríkið að greiða Bretum milljarði evra, 185 milljörðum króna, minna í vexti af Icesave-láni. Þetta segir Daniel Gros, hagfræðingur og bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands, í álitsgerð. Í álitsgerðinni varpar Gros fram þeirri spurn- ingu hvort Bretum og Hollendingum beri að veita Íslendingum sömu lánskjör og eigin trygging- arsjóðum, í samræmi við jafnræðisreglu samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæðið. Það þýddi að vaxtagreiðslur Íslendinga vegna hinnar svo- kölluðu Icesave-skuldar við Breta yrðu allt að einum milljarði evra minni en ella. Gros segir að ríkisstjórnum Breta og Hollend- inga hafi tekist að sýna fram á að Íslendingum beri að tryggja innstæður í íslensku bönkunum erlendis, ekki síður en á Íslandi. Þetta hafi við- semjendur Íslands sýnt fram á með skírskotun í jafnræðisreglu samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið. Eins og kunnugt er hafa ríkisstjórn- ir Breta og Hollendinga lánað Íslendingum nærri 4 milljarða evra á 5,55% ársvöxtum. „Það er staðreynd sem fáir hafa leitt hugann að hingað til að innstæðutryggingakerfi bæði Breta og Hollendinga eru af „ex post“-meiði, sem þýðir að tryggingakerfin hafa ekki safnað nægi- legu fjármagni, heldur fjármagna útborganir að mestu með lánum frá eigin stjórnvöldum,“ segir Gros í álitsgerðinni. Því vakni spurningin hvaða lánskjör sjóðirnir fái hjá ríkisstjórnum Breta og Hollendinga. Svar- ið fyrir Bretland sé að sjóðurinn fái lán á LI- BOR-vöxtum, að viðbættum 30 grunnpunktum, sem þýðir 1,5% um þessar mundir. Þetta sé fjór- um prósentustigum undir lánskjörum Íslendinga, sem eru 5,55% sem fyrr segir. Þetta samsvari um 100 milljónum evra á ári, eða samanlagt yfir 1 milljarði evra á lánstímanum með uppsöfnuðum vöxtum. Hámarksgreiðslur fimm milljónir evra? Þá hafi breska fjármálaráðuneytið að auki ákveðið að á næstu þremur árum greiði breskar fjármálastofnanir ekki meira en einn milljarð punda í ársvexti af lánum sem breski trygging- arsjóðurinn fái frá fjármálaráðuneytinu. Það samsvari því að hámarksgreiðslur íslenska rík- isins væru fimm milljónir evra á ári, enda sé efnahagslíf Bretlands u.þ.b. 200 sinnum stærra en Íslands. Gæti sparað Íslend- ingum 185 milljarða  Daniel Gros spyr hvort Bretum og Hollendingum beri að veita Íslandi lán á sömu vöxtum og eigin tryggingarsjóðum  Skírskotar til jafnræðisreglu EES » Samkvæmt jafnræðisreglu EES ber Hollendingum og Bret- um að veita Íslandi sömu láns- kjör og sjóðum sínum. JAKOB Jóhann Sveinsson fór mikinn á Íslands- meistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina. Hann sigraði í 50, 100 og 200 metra bringusundi og stórbætti Íslandsmetin í öllum tilfellum. Hann varð fyrstur Íslendinga til þess að synda 100 m bringusund á skemmri tíma en einni mínútu, synti á 58,91 sekúndu. Það er næst- besti árangur í Evrópu á þessu ári og annar besti árangur Norðurlandabúa frá upphafi. | Íþróttir Morgunblaðið/hag JAKOB JÓHANN ANNAR BESTUR Í EVRÓPU LÖGMAÐUR Þjóðarhags, hóps fjárfesta sem áhuga hafa á að kaupa smásölukeðjuna Haga af Arion banka, fundaði með stjórnendum bankans í gær og fékk þau svör að leitað væri lausna með fyrrverandi eigendum Haga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að stjórnendur Ar- ion skýri hvort sú regla gildi að fyrri stjórnendur hafi forkaupsrétt í fyrir- tækjum sem bankinn leysir til sín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að enn skorti á nauðsynlegt traust þjóð- arinnar gagnvart bankakerfinu. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingar, segir að illgerlegt sé fyrir stjórnmálamenn að tjá sig um ákvarðanir ríkisbankanna sem snúa að einstaka viðskiptavinum. | 2 Leita ekki lausna með Þjóðarhag Arion banki ræðir við fyrri eigendur Íslandsmeistaralið HK ætlar sér stóra hluti í kvennablakinu en liðið tapaði ekki leik á síðustu leiktíð. Meistaralið Þróttar er enn án sig- urs í karlaflokki. ÍÞRÓTTIR Meistaralið Þrótt- ar enn án sigurs Nýliðar Fjölnis fögnuðu sigri gegn Hamri í Iceland Express-deildinni í körfubolta karla. Keflavík vann „Suðurnesjaslaginn“ gegn Grinda- vík. Sigur ÍR á FSu var auðveldur. Keflvíkingar unnu „grannaslaginn“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.