Morgunblaðið - 23.11.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 23.11.2009, Síða 4
Í HNOTSKURN » Jóhanna segist viss um að hindrunumverði rutt úr vegi Suðvesturlínu svo fram- kvæmdir við hana geti hafist í sumar. » Kærufrestur vegna úrskurðar Skipulags-stofnunar um að línan þurfi ekki að fara í sameiginlegt mat rennur út 4. desember. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is UMMÆLI Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra þess efnis að hindrunum verði rutt úr vegi Suðvesturlínu hafa vakið mikla athygli, og litla hrifningu hjá sumum flokksmönnum Vinstri grænna. Von er á stjórnsýslukæru frá Náttúruvernd- arsamtökum Íslands vegna úrskurðar Skipulags- stofnunar um að línan þurfi ekki að fara í heild- stætt umhverfismat með tengdum framkvæmdum, og telja margir að forsætisráð- herra sé með orðum sínum að setja þrýsting á um- hverfisráðherra um að fella ekki úrskurð Skipu- lagsstofnunar aftur úr gildi. Ummæli Jóhönnu féllu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, en þar sagðist hún jafnframt gera ráð fyrir að framkvæmdir við álver í Helgu- vík færu á fullt í vor og að á sama tíma hæfist vinna við Búðarhálsvirkjun. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir Jóhönnu verða að skýra ummæli sín. Yfirlýsingin kom Svandísi á óvart, enda hefur ekki verið rætt um Suðvesturlínu innan ríkisstjórnarinnar frá því að umhverfisráðherra felldi úr gildi fyrri úrskurð Skipulagsstofnunar um að línan þyrfti ekki að fara í sameiginlegt mat. Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, er einnig undrandi á ummælum Jóhönnu. „Málið er einfaldlega í tilteknu ferli og ekki heppilegt að tjá sig með þessum hætti á með- an svo er.“ Skýri hvaðan orkan á að koma Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, segist gera ráð fyrir að Jó- hanna sé með ummælum sínum að setja þrýsting á VG. Hann segir Jóhönnu verða að skýra hvaðan orkan vegna álvers Norðuráls í Helguvík eigi að koma. Sem kunnugt er hefur Ólafur G. Flóvenz, forstjóri Íslenskra orkurannsókna, sagt að vænt- anlega verði á næstu árum ekki hægt að útvega orku fyrir álver af þeirri stærðargráðu sem Norð- urál stefnir að í Helguvík. Árni Finnsson segir ummæli Jóhönnu stangast á við hugmyndina að baki rammaáætlun rík- isstjórnarinnar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma, en markmið áætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti. Hissa á forsætisráðherra  Umhverfisráðherra segir forsætisráðherra verða að skýra ummæli sín um Suðvesturlínu  Þingflokksformaður VG segir ummæli Jóhönnu vera óheppileg Morgunblaðið/RAX Háhitasvæði Suðvesturlína er orðin að hitamáli. Morgunblaðið/Ómar Kaupþing Starfsmaður hefur verið kærður fyrir fjárdrátt og fleira. MÁLI konu sem lengi starfaði við eignastýringu hjá Kaupþingi hefur verið vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra en hún er grunuð um stórfelldan fjárdrátt. Konan er einnig grunuð um fleiri brot, svo sem umboðssvik, að sögn Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar sem situr í skilanefnd Kaupþings. Í fréttum ríkisútvarpsins í gær- kvöldi sagði að sá fjárdráttur sem konan er grunuð um nemi hundruð- um milljóna króna. Jóhannes vildi í samtali við Morgunblaðið ekki stað- festa þá tölu né heldur upplýsa hvernig málið komst upp, enda sé það komið til lögreglunnar. Mál þetta kom upp í sumar og var konunni þá þegar sagt upp störfum. Hún hafði starfað um hríð hjá Kaup- þingi og hafði auk þess langa starfs- reynslu af verðbréfamarkaði og naut þar af leiðandi fyllsta trausts yfir- manna og viðskiptavina. sbs@mbl.is Dró sér fé hjá Kaupþingi  Kærð til lögreglu  Grunur er um umboðssvik  Naut fyllsta trausts 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 Kanarí 2 fyrir 1 til Verð frá 39.000 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Allra síðustu sætin! Nú bjóðum við allra síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 24. nóvember í 25 nætur á frábæru tilboði. Þú bókar 2 fllugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Kanarí á hreint ótrúlegum kjörum. 24. nóv Verð kr. 39.900 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. MANNINUM, sem slasaðist lífs- hættulega þegar hann féll á steypu- styrktarjárn, er haldið sofandi í önd- unarvél á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var í sumarbústað við Efra Langholt í Hrunamannahreppi ásamt foreldr- um sínum og systkinum. Um tvöleyt- ið aðfaranótt sunnudagsins féll hann rúma fjóra metra af svölum bústað- arins á botn tengibyggingar og fékk sjö steypustyrktarjárn í gegnum lík- amann. Var með meðvitund Lögreglu- og björgunarsveitar- menn voru kallaðir á vettvang til að losa manninn. Saga þurfti járntein- ana í sundur með slípirokk en ekki var talið óhætt að losa járnið úr manninum á staðnum. Hann var með meðvitund fyrst um sinn en tók að hraka meðan verið var að losa hann. Eftir að það tókst var hann fluttur um borð í þyrlu Land- helgisgæslunnar og lenti hún á Landspítalanum á fjórða tímanum. Var maðurinn þá umsvifalaust send- ur í aðgerð sem lauk seinnipartinn í gær. Haldið sofandi í öndunarvél Alvarlega slasaður eftir að hafa fengið steypustyrktarjárn gegnum líkamann Morgunblaðið/Júlíus Veitti aðstoð Þyrla Landhelgis- gæslunnar flutti manninn á Land- spítalann. Myndin er úr safni. MARGT má læra af efnahagskreppunni sem gekk yfir þjóðina á árunum 1967 til 1969, sagði Styrmir Gunn- arsson, fyrrverandi ritstjóri, í ræðu á 80 ára afmæl- ishátíð Sjálfstæðisflokksins í gær. Sérstaklega yrði að hafa í huga, að góð tengsl forsætisráðherrans Bjarna Benediktssonar við verkalýðshreyfinguna réðu úrslit- um um að ríkisstjórninni tókst að stýra þjóðarskútunni í höfn. „Mér er minnisstæður fundur sem [Bjarni] átti með kaupmönnum í Reykjavík … sem þá voru í uppreisn vegna verðlagsákvæða sem ríkisstjórnin hafði ákveðið að beita sér fyrir,“ sagði Styrmir. Bjarni hafi látið kaupmennina heyra það, og fært rök fyrir því að þeir þyrftu að taka á sig kjaraskerðingu eins og aðrir. „Þessi fundur hefur rifjast upp fyrir mér aftur og aftur á undanförnum áratug, þegar mér hefur þótt for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins of hallir undir viðskipta- lífið og hagsmuni þess.“ Í umræðum í kjölfarið sagði Styrmir að með fullri virðingu fyrir Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, væri það ekki eðlilegt að fela atvinnurekendum alfarið að reisa við efnahagslífið, en Vilhjálmur var fyrr á árinu settur yfir endurreisn- arnefnd Sjálfstæðisflokksins. Uppbyggingarstarfið þyrfti að byggjast á breiðari grunni, og ætti að fara fram í góðu samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur og fyrrv.borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hélt einnig ræðu á afmælishátíðinni. Sagði hún meðal annars að flokkurinn þyrfti að taka sig á til að höfða betur til ungra kvenna. Vegna lítillar þátttöku þurfti að blása af uppboð sem halda átti á munum í eigu flokksins. Meðal þess sem bjóða átti upp voru stólar úr fyrsta þingflokksherbergi flokksins og gömul kosningaveggspjöld. hlynurorri@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Gagnrýninn Styrmir sagði forystumenn Sjálfstæðisflokks oft hafa verið of hallir undir hagsmuni viðskiptalífsins. Samstarf við verkalýðs- hreyfingu nauðsynlegt Hægt að læra margt af kreppunni í lok sjöunda áratugarins „ÞAÐ er ánægju- legt að hún hafi upplýsingar úr sínum herbúðum um að ekki verði frekari tafir á því verki,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um þau ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur að ekki verði frekari hindranir í vegi fyrir Suðvesturlínu. „Suðvesturlína er auðvitað forsenda þess að hægt sé að flytja orku í þau verkefni sem við erum að byggja hér upp.“ Því hefur verið haldið fram að ekki sé til næg orka fyrir álver Norðuráls í Helguvík, og því sé Suðvesturlína ekki nægileg til þess að framkvæmdir við álverið geti hafist. Við því segir Árni: „Það hlýt- ur að vera mál Norðuráls hvort þeir treysta sér til að ráðast í uppbygg- ingu álvers án þess að vita fyr- irfram hvort þeir afla sér nauðsyn- legrar orku.“ hlynurorri@mbl.is Fagnar orð- um Jóhönnu Árni Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.