Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 23
Flott með fyrirvara Bezt að viðurkenna það strax. Hvorugtverkanna á dagskrá SÍ sl. fimmtu-dagskvöld var í sérlegu uppáhaldiþess er hér fjallar, og viðtökuskil- yrðin því slök. Með þeim fyrirvara er samt skylt að taka fram, að kammerleitur Píanó- konsert meistara Schumanns frá 1841/45 virtist víða eiga vel inni fyrir góðum undirtektum, enda var meðferð jafnt finnska sólistans sem landa hans á stjórnpalli gizka þjál og fáguð fram í fingurgóma. Þótt vond bíóakústík og að sögn hálfslappur flygill hafi e.t.v. dregið úr fí- nessum, var fagmannlega að öllu staðið, og pí- anistinn opinberaði þvert á ætlað ástand hljóð- færisins afburðafallegan syngjandi tón, er ágerðist í íhugulli tjáningu á ónefndu aukalagi eftir Brahms. Listræn og persónuleg samskipti Roberts Schumanns (1810-56), píanistakonu hans Clöru Wieck (1819-96) og hins unga fjölskylduvinar þeirra frá Hamborg, Johannesar Brahms (1833- 97) í einu frægasta [en þó líklega aðeins plat- ónísku] tónlistarþríbýli 19. aldar hafa m.a.s. kom- ið til kasta Hollywoods. En þó sú kvikmynd frá millistríðaárum sé nú líklega flestum gleymd og grafin, þá stendur eftir aðsteðjandi tveggja alda afmæli Schumanns. Af því tilefni innti SÍ hér af hendi fyrstu af- borgun sína til þríeykisins, er birtist eftir hlé í formi 4. og síðustu Sinfóníu Brahms frá 1885. Hljómkviðan var sem fyrr að ýjað ekki meðal eftirlæta þessa umfjallanda, og bætti túlkun Olli- kainens og SÍ ekki afgerandi úr því. En þó að herzlumun spennu og dulúðar virtist stundum vanta, var margt áheyrilegt í agaðri túlkun kvöldsins, og næsta víst að Eva Ollikainen yrði öllum aufúsugestur ef kæmi hingað aftur – með kannski ögn meira spennandi viðfangsefni í far- teskinu. Háskólabíó Sinfóníutónleikar bbbmn Schumann: Píanókonsert í a Op. 54. Brahms: Sinfónía nr. 4 í e Op. 98. Antti Siirala píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Fimmtudaginn 19. nóvember kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Menning 23FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 Á Íslandi hef ég allt- af mætt skilningi á málefnum smáþjóða og þjóðarbrota 26 » GESTALISTAMENN Sam- bands íslenskra myndlist- armanna, SÍM, í nóvember halda sýningu í SÍM-húsinu, Hafnarstæti 16, í dag milli kl. 17.00-19.00. Þeir sem taka þátt í sýning- unni eru Amy Stephens, Iveta Laure, Lauren Orchowski og Maurice Blok. Blok er hollenskur gjörn- ingalistamaður búsettur í Hels- inki, og er mörgum kunnur frá því á Sequences- listahátíðinni fyrr í mánuðinum. Hann dvelur á Ís- landi með styrk frá Kulturkontakt Nord og mun vera með gjörning kl. 18.00. Boðið verður upp á léttar veitingar. Myndlist Gestalistamaður með gjörning Maurice Blok fremur gjörning. BRYNDÍS Snæbjörnsdóttir myndlistarmaður heldur há- degisfyrirlestur í Opna listahá- skólanum, í húsnæði Listahá- skóla Íslands, Laugarnesvegi 91, í dag kl. 12.30. Hún mun fjalla um dokt- orsverkefni sitt í myndlist, „Spaces of Encounter: Art and Revision in Human Animal Relations“, sem hún varði við Gautaborgarháskóla í vor. Verkefnið samanstendur af þremur listverkefnum sem vinna með ákveðin dýr og dýrahópa til að rannsaka samband mannsins við náttúruna. Bryndís er prófessor í myndlist við masters- námið í Valand School of Art í Gautaborg. Myndlist Rannsaka samband manns við náttúru Bryndís Snæbjörnsdóttir ÞRIÐJU hádegistónleikar Óp- hópsins í Íslensku óperunni í vetur verða á morgun, þriðju- dag, kl. 12.15. Sérstakur gestur á tónleikunum er Dísella Lár- usdóttir sópransöngkona. Erla Björg Káradóttir og Rósalind Gísladóttir syngja tvo dúetta úr Brúðkaupi Fígarós, Dísella syngur aríu úr Il Capu- leti e i Montecchi, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Rúnar Þór Guðmundsson syngja senu úr La Bohème, Hörn Hrafnsdóttir og Jón Svavar Jósefsson syngja dú- ett úr Cavalleria Rusticana og að lokum syngur Óp-hópurinn saman einn dúett. Miðaverð er 1000 kr. og taka tónleikarnir um 40 mínútur. Tónleikar Dúettar og aríur á hádegistónleikum Dísella Lárusdóttir Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is NÝJASTA unglingabók Ragnheiðar Gestsdóttur ber titilinn Hjartsláttur. Söguhetjurnar eru tveir fimmtán ára unglingar sem bera nokkuð kunn- ugleg nöfn, Tristan og Íris Sól. Nöfnin vísa vit- anlega til riddarasögunnar frægu um Tristram og Ísold sem ekki var skapað nema að skilja. „Þetta er ástarsaga,“ segir Ragnheiður. „Tristan og Íris Sól verða ástfangin en vita að fullorðnir líta ekki á ástir unglinga sem varanlegar og því er yfirleitt ekki tekið mikið mark á þeim. Þótt oft sé talað um æskuna og bernskuna sem hið frjálsa tímabil þá er maður aldrei ófrjálsari en einmitt þá og á allt sitt undir duttlungum fullorðna fólksins. Það er ákveðin tenging í sögunni við hina gömlu sögu um Tristram og Ísold og þau Tristan og Íris Sól kom- ast að því að vegur ástarinnar er ekki alltaf renni- sléttur. Þegar ýmislegt bendir til að unglingarnir muni þurfa að skilja grípa þau til sinna ráða, en ég ætla ekki að láta uppi hvað þau gera. Lesendur komast að því við lestur sögunnar.“ Búsáhaldabylting í bakgrunni Þetta er unglingasaga, fer ekki örugglega allt vel að lokum? „Mér finnst ekki hægt að skrifa barna- og ung- lingabækur sem hafa beinlínis sorglegan endi. Aftur á móti er ég lítið fyrir Hollywood-endi þar sem allt fellur í ljúfa löð. Það má segja að í sögulok séu ýmsar leiðir opnar eins og oftast er í lífinu sjálfu og lesandinn getur reynt að ráða í hvað muni gerast.“ Það er minnst á búsáhaldabyltinguna í bókinni. Ertu að koma einhvers konar pólitískum skilaboð að? „Búsáhaldabyltingin er ekki aðalatriði í þessari sögu nema að því marki að þeir atburðir sem settu þjóðfélagið á annan endann valda erfiðleikum sem persónurnar þurfa að takast á við. Andrúmsloftið sem þá ríkti, sá hjartsláttur sem heyrðist í áslætt- inum á potta og pönnur, er eins konar bakgrunn- stónlist, en hjartsláttur elskendanna ungu skiptir mestu máli.“ Með annan fótinn í fortíðinni Ætlarðu að skrifa framhaldsbók um Tristan og Íris Sól? „Ég er ekki mikið fyrir að skrifa framhald. Bókaútgefendur eru mjög gefnir fyrir framhalds- bækur en ég hef leyft bókunum mínum að standa einum og sér. Eftir útkomu bókar minnar 40 vikur fékk ég yndislegt bréf frá ungri stúlku sem sagði: „Ég verð að fá að vita hvernig gengur með hana Sólrúnu litlu.“ Fyrir henni voru persónurnar orðnar raunverulegar, búnar að öðlast líf utan bókarinnar. Ég skrifaði henni og sagði að hún yrði sjálf að ráða því hvernig þeim gengi.“ Ragnheiður hefur oft í verkum sínum sótt í gamlan og þjóðlegan arf, endursagt og mynd- skreytt íslensk ævintýri og bækur hennar með þekktum barnasöngvum hafa notið mikilla vin- sælda. Af hverju heillast hún svo af hinum gamla menningararfi? „Ætli það þurfi ekki góðan bók- menntafræðing til að greina af hverju ég er alltaf með annan fótinn í fortíðinni? Ég ólst upp við æv- intýri og fékk þau í æð á fyrstu árunum því amma mín sagði mér þau. Ævintýri eru fagrar perlur sem hafa slípast til á ákaflega löngum tíma og eru óþrjótandi brunnur visku um mannlegt eðli. Ég hef sótt í þennan arf okkar Íslendinga á ýmsa vegu, bæði endursagt ævintýri og sótt í ljóðaarf- inn. Mér finnst að það þurfi að gera þennan fjár- sjóð aðgengilegan fyrir nútímabörn og svo getur hann líka tengst nútímanum og orðið uppspretta að einhverju nýju. Það er þetta hvort tveggja sem ég er að reyna að gera.“ Hjartsláttur ungra elskenda  Ragnheiður Gestsdóttir sendir frá sér unglingabókina Hjartslátt  Tenging við riddarasöguna frægu um Tristram og Ísold  Heillast af gömlum menningararfi Morgunblaðið/Kristinn Ragnheiður Gestsdóttir Miðborg Reykjavíkur er hluti af sögusviði bókar hennar. Meðal ævisagna tónlist-armanna sem koma útum þessar mundir ersaga Þórunnar Jó- hannsdóttur, undrabarns í píanó- leik sem síðar giftist píanóleik- aranum fræga, Vladimir Ashkenazy, en þau hjónin flúðu frá Sovétríkjunum á sjöunda áratugn- um. Þórunn var ekki nema þriggja ára þegar hún lék fyrst op- inberlega á píanó. Faðir hennar var mikill tónlistarmaður og líf undrabarnsins einkenndist af krefjandi tónlistarnámi og stífu tónleika- haldi. Hæfi- leikar Þórunnar voru tekjulind fjölskyldunnar og bernska hennar snerist um að æfa og spila. Tónlistar- ástríðan leiddi Þórunni til Moskvu í nám þar sem hún kynntist „Valdi- mar Davíðssyni“ (111), rúss- neskum píanósnillingi sem síðar var oft kallaður tengdasonur Ís- lands. Þá lagði Þórunn píanóleik á hilluna, sneri sér alfarið að frama manns síns og varð heimsfræg eig- inkona. Í bókinni er það rödd Elínar Al- bertsdóttur skrásetjara sem hljómar hæst en víða er haft orð- rétt eftir Þórunni og fleirum. Erf- iðum fjölskylduaðstæðum vegna alkóhólisma föður hennar er lýst af heiðarleika og skilningi. Frásögnin er í réttri tímaröð og á vönduðu máli, í bókinni eru birt brot úr bréfum, fréttum, viðtölum og tón- leikagagnrýni auk ljósmynda. Það hefði verið gott að fá enn víðara sjónarhorn, t.d. einhvers barnanna fimm eða Ashkenazys sjálfs þar sem hann er fyrirferðarmikill í bókinni. Eftir að Þórunn giftist snýst ævisagan um flótta þeirra hjóna frá Sovétríkjunum sem voru heimsfréttir, um fjölskylduhagi og ferðalög og loks um glæsta frama- braut Ashkenazys en þau hjónin starfa náið saman að tónlistarferli hans. Líf Þórunnar hefur vægast sagt verið viðburðaríkt og hlutur þeirra hjóna í íslensku menningar- og tónlistarlífi er óneitanlega stór. Þetta er skemmtileg ævisaga um óvenjulegt lífshlaup sem er sam- ofið brennandi tónlistarástríðu. Þórunn þráði sem barn að eignast sérherbergi (183) og það hvarflar að manni hvort það hafi orðið hlut- skipti hennar eins og svo margra kvenna að fórna frama sínum fyrir eiginmanninn. En Þórunn iðrast einskis, kannski fékk hún bara nóg af pressu og píanóleik sem barn. Hún og maður hennar hafa átt gott líf saman og Þórunn segir í bókar- lok: „Músíkin er mitt líf og yndi og ég gæti ekki lifað án hennar. Ég er og hef alltaf verið fullkomlega sátt við að vera í því hlutverki sem ég er, að vera aðstoðarmaður hans í einu og öllu“ (162). Aðstoðar- maður hans í einu og öllu Ævisaga Íslenska undrabarnið bbbnn Saga Þórunnar Ashkenazy. Elín Albertsdóttir skrásetti. STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR BÆKUR Ragnheiður Gestsdóttir er fædd 1953. Árið 2000 hreppti hún Íslensku barnabókaverð- launin fyrir skáldsöguna Leikur á borði. Hún hlaut Barnabókaverðlaun fræðsluráðs fyrir unglingasöguna 40 vikur árið 2001 og sömu verðlaun þremur árum síðar fyrir sögu sína Sverðberann. Ragnheiður hlaut síðan Norrænu barnabókaverðlaunin árið 2004 fyrir Sverðberann. Verðlaunahöfundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.