Morgunblaðið - 23.11.2009, Side 28

Morgunblaðið - 23.11.2009, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 YFIR 32.000 GESTIR SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI FRÁBÆR MYND UM UPP- VAXTARÁR EINS ÁSTSÆLASTA KÖRFUBOLTAMANN SAMTÍMANS, LEBRON JAMES. SÝND Í ÁLFABAKKA JÓLAMYNDIN Í ÁR Jim Carrey fer gersamlega á kostum EKKI VIÐ HÆFI UNGRA BARNA HHHH „STÓRKOSTLEGT SJÓNARSPIL“ - ROGER EBERT „STÓRKOSTLEG UPPLIFUN“ - C.G - AAS „MEISTARAVERK, JIM CARREY ER HREINT STÓRKOSTLEGUR“ M.S.A – CBS TV JIM CARREY Sýnd með íslensku og ensku tali Frá Robert Zemeckis, leikstjóra “Forrest Gump” og “Back to the Future” myn- danna kemur hið klassíska jólaævintýri Charles Dickens. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI / KRINGLUNNI ACHRISTMASCAROLm.ísl.tali kl.5:503D 7 3D-DIGITAL MY LIFE IN RUINS kl.5:50-8 L ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl.5:503D -83D -10:103D ótextuð 7 3D-DIGITAL LAW ABIDING CITIZEN kl. 10:10 L PANDORUM kl.8 -10:20 16 L 16 / ÁLFABAKKA ACHRISTMASCAROLm.ísl.tali kl. 5:503D 7 3D DIGITAL LAW ABIDING CITIZEN kl. 8-10:20 L ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl. 83D - 10:103D ótextuð 7 3D DIGITAL MORE THAN A GAME kl. 5:50 7 ACHRISTMASCAROLm.ísl.tali kl. 5:50 7 COUPLES RETREAT kl. 8 12 ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl. 8-10:10 7 ALGJÖR SVEPPI.. kl. 6 L PANDORUM kl. 5:50-8-10:20 16 HORSEMEN kl. 10:20 16 LAW ABIDING CITIZEN kl. 5:50-8-10:20 LÚXUS VIP Eftir Atla Vigfússon ÞAÐ var hátíðleg stund við Skriðu- flúð í Aðaldal þegar Bubbi Morthens afhenti Völundi Hermóðssyni, full- trúa ábúenda á Nesbæjunum, eintak af nýju bókinni sinni, Áin, beint úr prentsmiðjunni. Glatt var á hjalla á árbakkanum af þessu tilefni, en þar voru, auk Bubba og Völundar, ljós- myndari bókarinnar, Einar Falur Ingólfsson, og útgefandinn Hildur Hermóðsdóttir, sem fögnuðu tíma- mótunum. Það er Salka forlag sem gefur bók- ina út og boðað var til útgáfukaffis í félagsheimilinu Ýdölum til þess að kynna útgáfuna og gleðjast yfir góð- um árangri. Þar mætti margt fólk úr Aðaldal til þess að fagna með þeim sem hafa unnið að undirbúningi bók- arinnar, sem óneitanlega hefur vakið athygli. Mikið af myndum úr bókinni var sýnt í kaffinu, á tjaldi til kynningar, og höfðu allir gaman af að sjá þær. Mörg ný sjónarhorn sáust af landi og úr lofti sem fólk hafði ekki kynnst áð- ur. Hildur Hermóðsdóttir, hjá Sölku forlagi, ávarpaði gesti og sagði að á bak við bókina væru margar vinnu- stundir en margir hefðu lagt hönd á plóginn. Hún sagði að sér hefði fund- ist mjög viðeigandi að bókin yrði fyrst kynnt í Aðaldalnum, þar sem efnið á uppruna sinn, og þakkaði hún samverkamönnum sínum fyrir ánægjulegt og skemmtilegt samstarf og var að vonum ánægð. Draumur um stórfisk Bubbi Morthens greindi frá til- drögum þess að hann hóf verk þetta. Hann sagði Völund Hermóðsson og Árna Pétur Hilmarsson hafa hvatt hann til þess að skrifa bókina þegar hann fór að nefna það að ástæða væri til að festa efnið á blað og þakkaði þeim sérstaklega fyrir að kveikja áhugann. Hann lýsti draumum sínum um að landa stórfiski sem hann hafði sett í og Nessvæðið sótti á hann eftir að hann dvaldi þar í nokkra daga sumarið 2007. Ljóst er að það er mikil saga á bak við fluguveiðina í Laxá í Aðaldal en fyrstu fluguveiðimennirnir komu á Nessvæði Laxár árið 1877 frá Bret- landi. Ferðin var farin að frumkvæði Charles H. Akroyd og það var Henry Tollemache sem veiddi fyrsta flugu- laxinn í Nesi. Allar götur síðan hefur laxinn gengið upp ána og margar sögur og ævintýri átt sér stað. Hver sér ána með sínum augum og í nýrri bók Bubba er mikill fróðleikur sem ekki hefur áður birst almenningi. Bubbi afhendir nýju bókina á bökkum Laxár Morgunblaðið/Atli Vigfússon Lesið á bökkum Laxár F.v. Hildur Hermóðsdóttir, útgefandi hjá Sölku forlagi, Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, Bubbi Morthens og Völundur Hermóðsson, fulltrúi ábúenda á Nessvæðinu, en hann tók við fyrsta eintakinu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kaffisamsæti Ábúendur á Nesbæjunum fengu bókina að gjöf ásamt leið- sögumönnum sem unnið hafa við ána og koma margir hverjir við sögu. Ef allt er týnt til; kvikmynd-ir, sjónvarpsmyndir og-þættir, trónir Jólasaga –A Christmas Carol á toppnum hvað snertir fjölda mynd- gerða. Í nýjustu útgáfunni heldur Robert Zemeckis áfram á sömu braut og við gerð myndarinnar Pol- ar Express fyrir fáeinum árum. Hún var leikin og tölvuteiknuð og fannst mörgum sú tilraun mislukkuð þar sem leikararnir voru allir auðþekkj- anlegir, aðeins lítillega skrum- skældir í tölvugrafinu. Tilgangurinn lá ekki ljós fyrir. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar í tölvu- tækninni, að þessu sinni styðst Ze- meckis vissulega við leik, og einkum Jim Carrey sem mannar ófá hlut- verk, en nú hafa tæknimenn náð betri tökum á hugmyndinni að baki Polar Express og fleiri slíkum. Car- rey er nánast óþekkjanlegur og hef- ur hlotið forláta meðferð í höndum tölvusnillinga Disney, sem umsnúa leikurunum á allan hátt svo úr verða dýrðlegar og fullkomlega ævintýra- legar persónur. Aukinheldur er Jólasaga í frábærri, nýrri þrívídd sem slær út annað sem áður hefur sést. Stórfenglegt útlitið er aðeins einn af stórum kostum myndarinnar, „leikur“ Carreys og raddbeiting er unun á að horfa og hlýða, við hverf- um aftur til tíma Dickens og sagan fær að halda öllum sínum einkenn- um, í henni eru lítil sem engin frávik sem hafa skaðað margar kvik- myndagerðir verksins. Við fylgj- umst með jólum nirfilsins Ebenesers Scrooge og heimsóknum andanna sem reyna að ýta við samvisku hans með því að sýna honum hvers konar afmán hann er og reyna hvað þeir geta að leiða hann á rétta braut í líf- inu. Boðskapurinn er ætíð jafn góður og gildur og hefur sjaldan verið áhrifameiri en með hjálp tækni- galdra nútímans. Myndin er dálítið rosaleg í augum yngstu barnanna en ég gat ekki betur séð en að þau sem voru með mér á sýningunni skemmtu sér konunglega – eftir fyrstu andköfin. Tæknivinnan er framúrskarandi og hið sama verður sagt um tónlist Alans Silvestri, töku og leik, ef við höldum okkur við þá skilgreiningu á frammistöðu leikaranna. Carrey er engum líkur og fær einstakt tæki- færi til að viðra sínar fjölmörgu ásjónur og blæbrigði raddbeiting- arinnar. Íslenska raddsetningin með hinn sjóaða Hjálmar Hjálmarsson í hlutverki Scrooge er að flestu leyti óaðfinnanleg og Jólasaga stendur í alla staði undir nafni og er ósvikin jólamynd að öllu leyti. Það er mik- ilvægt að velta sígildu efninu alvar- lega fyrir sér, e.t.v. hefur það aldrei verið jafn áleitið og nú. saebjorn@heimsnet.is Jólasaga „Boðskapurinn er ætíð jafn góður og gildur og sjaldan verið áhrifameiri en með hjálp tæknigaldra nútímans.“ Sígild og mikil- væg jólasaga Sambíóin um allt land A Christmas Carol – Jólasaga bbbbn Tölvuteiknuð/leikin með enskri og ís- lenskri raddsetningu. Leikstjóri: Robert Zemeckis. Aðalraddir, enska: Jim Car- rey, Cary Elwes, Colin Firth, Gary Old- man, Bob Hoskins, Robin Wright Penn, Fionnula Flanagan. Aðalraddir, íslenska: Hjálmar Hjálmarsson, Stefán Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Valdimar Flyger- ing, Karl Ágúst Úlfsson, Magnús Jóns- son. 95 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.