Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.02.1956, Side 6

Skólablaðið - 01.02.1956, Side 6
- 85 af rúmlega 400 nemendum skólans sjá sér fært að hlýða á. Eða hafa fyrirlestrar þeir, sem fluttir hafa verið, fjallað um svo ómerkileg efni, að þeir hafa ekki verið áheyrnar verðir ? Framtíðin er ríkt félag á mælikvarða skólans. Við tókum við nokkurri peninga- eign í vor, sem síðan hefur aukizt af árgjöldum og ágóða af árshátíð. Við teljum rétt að verja þessu fé í þágu nemenda, en láta það ekki verða að engu í banka á þessum síðustu og verstu tím- um verðbólgu og gengisfellingar. Keypt hafa verið töfl og spil, sem lánuð eru í selsferðir og samkomur. Kaup á segul- bandstæki eru í bígerð svo og kaup á ræðustól og fleiru. Að lokum þetta : Framtíðin er félag nemenda skólans en ekki einkafyrirtæki stjórnarinnar. Stuðlum öll að auknum hróðri þessa "fjörgamla en síunga félags". Berið fram gagnrýni á misfellum, sem á verða, og stingið upp á nýj - ungum, sem ykkur kunna að hafa hugkvæmzt. Eflum samheldni og áhuga félags- manna - þá getum við "litið björtum augum á Framtíðina" ! ÓLAFUR JÓNSSON, formaður Braga : Hér í skóla er kennslu svo háttað, að lítið tóm gefst til fræðslu um bókmenntir, listir og önnur menningarmál. Fyrir þá sök hafa nemendur sjálfir gengizt fyrir stofnun félaga, er sinna skulu þeim mál- um. Má þar til nefna bókmenntafélagið Braga, svo og hið nýstofnaða myndlistar- félag. Tilgangur þessara félaga er að halda uppi kynningu á bókmenntum og listum meðal nemenda og miðla þeim svo skemmtan og nokkrum fróðleik. En frumskilyrði þess, að félögin megi blóm- ^ast er, að nemendur almennt sýni áhuga a starfi þeirra og sæki kvöldvökurnar, sem þau gangast fyrir. Forystumenn þessara félaga vinna mikið verk í tóm- stundum sínum til undirbúnings og fram- kvæmda við félagsstarfið. Séu verkalaun- in aðeins auðir bekkir á samkomum fé - laganna, er eðlilegt, að menn þreytist á öllu þessu amstri og hvekkist á að fá ræðumenn og upplesara til að þruma í auðum salnum. Verkefnin eru ærin„ En langlífi félaganna í skólanum byggíst einvörðungu á góðum undirtektum alls þorra nemenda. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir starfsemi bókmenntafélagsins Braga, það sem af er vetrar, svo og framtíðaráætlunum félagsins. Skólaárið 1955-5 6 er fjórða starfsár félagsins. Undanfarin ár hefur félagið starfað vel, einkanlega þó fyrsta árið, enda hefur áhugi á starfi þess aldrei verið meiri en þá„ Þá var m„a„ haldið uppi leshring, en aðstæður hafa ekki leyft, að þeirri starfsemi væri haldið áfram, og er það mjög miður„ - í vetur hefur félagið starfað á svi.paðan hátt og undanfarin ár. Fram til jóla hélt það þrjár kvöldvökur, er allar lánuðust vel„ Eftir hátíðarnar varð allmikil töf á starfsemi félagsins af óviðráðanlegum orsökum, en samt er í ráði að halda 3-4 kvöldvökur fram til vors„ Ekki er tímabært að skýra nánar frá starfsáætl- un félagsins, en þó má geta þess, að innan skamms verður haldin skólaskálda- vaka. Slíkt hefur aðeins verið gert éinu sinni áður, en þarf að vera fastur liður í starfi félagsins, eins og ungskáldavakan á haustin er nú fastur liður. Að öðru leyti mun félagið kosta kapps um að þjóna tilgangi sínum eftir megni : kynna íslenzkar og erlendar bókmenntir og bókmenntastefnur sem bezt það kann„ Nokkur misbrestur hefur á stundum orðið á aðsókn nemenda á samkomur félagsins. T. d„ var síðasta kvöldvaka fyrir jól svo fásótt, að tæpast var þar messufært, Slíkt sinnuleysi er illþolandi og getur vel orðið félaginu hættulegt. Verði sú þróun málanna í framtíðinni, að hverja kvöldvöku sæki aðefns Z0-30 manns, hlýtur það að leggjast niður fyrr eða síðar. Þá verður þess skammt að bíða, að allt féla^slíf menntlinga verði hringsól á dansgolfi og fánýtar lysti- reisur í Selið þá sjaldan að slíkt leyfist. Nú getur hver og einn gert það upp við sjálfan sig, hvort þá væri vel farið eður eigi. Á þeim úrskurði nemenda veltur líf eða dauði Braga og annarra slíkra félaga hér í skóla. _ , ✓ , , B Frh„ a bls. 109.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.