Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Síða 8

Skólablaðið - 01.02.1956, Síða 8
- 87 - MOLIERE : UPPSKAFNINGURINN LEIKSTJÓRI: BENEDIKT ÁRNASON JAFNAN hvílir sér- stæður blær yfir frumsýningu mennta- skélaleiks. Allt frá hinu taugaspennta ávarpi leiknefndar- formanns í upphafi sýning- ar til síðasta lófaskellsins að sýningu lokinni, ríkir blær gleði og gáska í leikhúsinu. Leikendur eru í sjöunda himni uppi á sviðinu, og áhorfendur skemmta sér kostulega á hörðum og forn- fálegum bekkjum hins aldna húss. Svo er um alla menntaskólaleiki, og svo var og, er Uppskafnin^urinn eftir Moliere var frumsýndur nu fyrir skemmstu. Að þessu sinni er ekki nema gott um val leiksins að segja. Menntlingar eiga að sýna sem oftast klassíska gamanleiki, slík- ir leikir eru alltaf mun ánægjulegri en þeir ómerkilegu nútíðarfarsar, sem oft eru viðfangsefni á menntaskólasýningiim. Annar handleggur er það, að menntlingar hljóta að geta fundið sér hæfileg verkefni úr smiðju nútíðarhöfunda án þess að leita til ómerkilegustu kómedíusmiða. En nóg um það. Magnús G. Jonsson fræðir okkur á því í leikskrá, að Uppskafningurinn teljist til þess flokks leikrita, sem nefnist comédie- ballet, einnig því, að hann sé með höfuð- verkum Molieres. Ekki skal þetta dregið í efa, en þó leikur mér grunur á, að Upp- skafningurinn teljist til hinna rýrari höfuð- verka síns meistara. Leikritið er nokkuð brotakennt og söguþráður lítill, enda upp- runalega samið til að sproksetja einn dándismann úr Tyrkiríkinu. Sá til- gangur er þó ómerkur hjá öðru : Leik- ritið er svíðandi satíra um uppskafnings - háttinn, nýríkinginn, sem á þá ósk heitast að komast í heldri manna tölu. A dögum Molieres hefur þetta ugglaust verið tímabær ádeila, og mér er ekki grunlaust um, að enn í dag finnist menn, sem svíður í auma kviku undan spotti skáldsins. Og víst er um það, að leikritið er býsna skemmtilegt, þar gefst auður spaugilegra atvika og hnyttinna tilsvara, hvergi verður lát á glensi og gamni, og allt fer vel að lokum : Þreföld gifting, og þau eigast, sem unnast, köttur úti í mýri setti upp á sér stýri, úti er ævintýri. Höfuðpersóna leiksins er uppskafning- urinn monsér jórdan. Hann er auðugur að fé, en fátækur í hjarta og höfði, ómenntaður, kauðalegur, heimskur og frámunalega metnaðargjarn. Hann á þá ósk eina að fá svalað fordild sinni, að verða heldri maður og aðalsmaður. Þessi persóna er þyngdarpunktur leik- ritsins, með henni stendur það eða fellur. Af hálfu höfundar er persónan mjög ýkt, heimska hins ágæta monsers er aldeilis ofboðsleg. Fyrir bragðið verður allt leikritið dálítið fjarlægt og ádeilan sljórri en ella. - Bernharður Guðmundsson fer með hlutverk. monsér Jordans og dregur á engan hátt ur fífl- skap hans. Margt er gott að segja um leik Bernharðs, á köflum túlkar hann heimsku og búraskap Jórdans ágæta vel. í meðförum hans verður monsérinn í

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.