Skólablaðið - 01.02.1956, Side 9
- 88 -
senn mannlegur og brjóstumkennanLegur og
mjög svo skoplegur. En mér virtist leikur
Bernharðs ekki nógu heilsteyptur, annað
veifið jaðraði við að hann ofléki„ hitt
veifið var eins og hann dytti ut ur hlut-
verkinu : Jordan burgeis var á bak og
burt, en Bernharður Guðmundsson stóð
eftir í buxunum hans„ En hlutverkið er
stórt og eflaust erfitt viðfangs, og þrátt
fyrir þessa annmarka held ég, að Bern-
harður hafi gert því ánægjuleg skil eftir
því sem vænta mátti.
Ólafur B„ Thors leikur Kleont einkar
smekklega„ Hann er gervilegur á sviði og
fer vel með hlutverk sitt„ ÞÓ gæti hann
sýnt sterkari innlifun, stórbrotnara skap,
Jon E. Ragnarsson leikur jón E. Ragn-
arsson þénara vel og lystilega eins og
hans var von og vísa, og verður þar
hvergi lát á„
Ragnar Arnalds leikur skálkinn Dórant
greifa„ Ragnar ber sig vel á sviðinu og
er hinn karlmannlegasti, en leikur hans
er með nokkrum viðvaningsbrag, og hann
er ekki ýkja sannfærandi elskhugi. Þá
kann ég ekki við hið stöðuga glott hans,
greifar uti í Frans glotta varla sisona
dag út og dag inn.
Maddömu jórdan leikur Holmfríður
Gunnarsdóttir. Holmfríður er eins og
sköpuð í þetta hlutverk, hún typtar bónda
sinn svo röggsamlega, að hún virðist
aldrei hafa haft annan starfa en aga
óstýrilátan karlpening. Raddbeiting HÓlm-
fríðar er þó ekki góð, ræða hennar verð-
ur mónótón á köflum. Máski hefði leik-
stjóri getað bætt úr þessu.
LÚsílu dóttur hjóna leikur Auður Inga
Óskarsdóttir. Auður er fögur og glæsileg
á sviðinu, svo sem byrjar einni heima-
sætu, en hún fær ekki tilefni til leiks,
svo að vart verður séð, hvað í henni býr„
Ragnheiður Torfadóttir er Dorímena
markgreifaekkja. Ragnheiður er einkar
glæsileg í framgöngu, en leikur hennar er
kuldalegur og stirður um of, hið suðræna
blóð markgreifaekkjunnar ólgar ekki nægj-
anlega í æðum hennar.
Brjnja Benediktsdóttir leikur Nikólínu
og syndi einhvern bezta leik kvöldsins.
Brynj'a er létt og eðlileg á sviðinu, kátína
henna.r og röskleiki ósvikin. (Þo voru
hlátursköst hennar ekki alltaf sem eðli-
legust, leikstjóri hefði átt að geta bætt
úr því. ) í meðförum Brynju varð
þernan Nikólína ein geðfelldasta og
skemmtilegasta persóna leiksins.
Einkum var samleikur þeirra jóns Ragn-
arssonar góður„
Minni hlutverk eru söngkennari og
nemandi hans, dansmeistari, heimspek-
ingur, skylmingameistari, skraddari og
þénarar, sem Jakob Möller, Atli Heim-
ir Sveinsson, ísak Hallgrímsson, Þor-
kell Sigurbjörnsson, Þor Benediktsson,
jón Jakobsson, Óttar Halldórsson og
Auðólfur Gunnarsson leika. Af öllum
þessum var Jakob Möller söngkennari
einna beztur„ Sætir furðu, að svo goður
gamanleikari skuli ekki hafa leikið í
skólaleik áður. - Þorkell Sigurbjörnsson
var bráðskemmtilegur heimspekingur
og vakti einnig mikla kátínu í hinu
kostulega gervi kokksins. Aðrir þeir
heiðursmenn, sem upp voru taldir, fóru
einnig vel með hlutverk sín, og gerði
það sitt til að sýningin fengi góðan
heildar svip.
Söngur var nokkur í leiknum og allur
heldur lítilmótlej;ur, en annar tónlistar-
flutningur var góður svo og hinn lysti-
legi menúett að leikslokum.
Benedikt Árnason stjórnaði leiknum,
og virtist mér, fáfróðum leikmanni, hann
leysa starf sitt vel af hendi, þrátt fyrir
smávægilegar misfellur. ÞÓ óprýðir það
leik. margra leikendanna, að þeir eru
óhæfilej*a þvöglumæltir, og hefði leik-
stjóri att að geta ráðið bót á því„
Bjarni Guðmundsson þýddi leikinn
vel og lipurlega.
Ef litið er á sýninguna í heild, má
segja, að hún hafi tekizt vel„ Goður
hraði er í leiknum, einkum þegar á líður,
og heildarsvipur sýningarinnar er góður.
Einkum er atriðið milli elskendanna fjög-
urra gott, svo og tyrkjaatriðið, og ber
leikstjóra eflaust heiðurinn af því„ Dauðir
punktar eru engir í leiknum, og leikendur
standa sig yfirleitt vel, sumir meira að
segja mjög vel á okkar mælikvarða„ Að
öllu samanlögðu held ég, að þetta sé með
betri menntaskólasýningum.
Hafi svo leiknefnd og allir þeir, er að
sýningunni unnu, þökk fyrir gott starf„
3„febr. 1956. ÓL.AFUR JÓNSSON