Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 15
-94 - n ERBERGIÐ er á að gizka tvö skref á breidd og fjögur á lengd. Veggir eru þaktir hillum með rykföllnum og óásjálegum bokum, sem virðast lítt skipulagðar. Fyrir innan er skonsa, sem aðeins rumar ákveðna þykkt manna. Eoftið er mettað af ryki og megnum oþef. Þetta er bókasafn elzta og virðulegasta menntaseturs á fslandi. f dag eru formaður safnsins og tveir nefndarmanna önnum kafnir. Þeir eru að grandskoða hinar rykföllnu bækur. - Þessi hefur ekki verið lesin í 35 ár, segir einn. Seljum hana! - Hafa þær skemmzt? - Onei, svarar formaðurinn glottandi. Þær eru orðnar ureltar. Þær hafa ekki verið lesnar í 35 ár, og sumar eru með gotnesku letri. En þessar þarna, sem við höfum lagt til hliðar, ætlum við að selja og margar fleiri, sem ekki hafa verið valdar enn þá. - Er safnið í fjárþröng, spyr öldung- urinn. Er verið að byggja nýtt hús ? - Nei-nei, svarar formaðurinn hneykslaður. Við erum að rýma til. Þetta eru skruddur, sem enginn les. En þær, sem á að selja, eru verðmæt- ar og hafa gildi fyrir safnara. Sjáið þer. Her er frumútgáfan af Fjölni, glæsilegt eintak. - Þessi er með gotnesku letri, segir annar, Rífum hana! Síðan fleygir hann henni í álitlega hrúgu á gólfinu. - Það vantar titilblaðið á þessa og stendur ekkert á kilinum, segir sá þriðji. Við rífum hana líka! - Illa er hin íslenzka þjóð stödd, ef æska hennar les ekki lengur Fjölni, segir öldungurinn. Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá. Formaðurinn legj*ur frá ser bókina og hreytir út úr ser : - Við eigum tvö eintök. Þannig líður tíminn, og hinir ötulu starfsmenn safnsins vinna kappsamlega. Loks er hrúgan á gólfinu orðin svo fyrir- ferðarmikil, að til vandræða horfir. - Við byrjum þá að rífa og flytja út, segir formaðurinn einarðlega. Hinir reka upp öskur og ráðast þegar í stað á hrúg- una. Mitt í hlátrasköllum, hrópum og trampi opnast dyr safnsins, og síðskeggj- aður öldungur birtist. Hann tekur ofan og heilsar. Formaður og nefndarmenn hætta iðju sinni og þurrka af sér svitann. - Eru þetta bækurnar, spyr öldungurinn og bendir á hrúguna á gólfinu. - Nei, svarar formaðurinn. Þessar á að rífa. Öldungnum verður hverft við : - Þótt þau væru tíu, tautar öldungur- inn. En hvað les nú æskan? Les hún ljóð hinna ungu skálda sinna? - Onei, ekki er það nú, svarar for- maðurinn. Mest er lesið af skemmti- s ögum og reyfurum : Elskhugi Lady Chatterleys, Sabatini og svoleiðis. Annars lesa menn yfirleitt ekkert. Það er fleira keypt af bókum en lánað út. Öldungurinn hrekkur aftur á bak og segir skjálfandi : - Hvað er þá orðið okkar starf? Formaðurinn þegir og spígsporar, en segir eftir stundarþögn : - Er ekki bezt, að þér byrjið að meta fyrir okkur bækurnar ? Við erum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.