Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.02.1956, Qupperneq 16

Skólablaðið - 01.02.1956, Qupperneq 16
95 - reyndar ekki búnir að velja þaer allar. Við bjuggumst ekki við yður svona snemma. - Hver hirðir nu um mat gamals manns á gömlum bokum? spyr öldungurinn. Þa verður formaðurinn undrandi : - Eruð þér ekki fornboksali? Öldungurinn setur upp hattinn og svarar: - Aldrei grunaði mig, að hin ævagamla menningarþjóð, sem ég unni svo heitt, ætti eftir að kalla mig fornboksala. Ég heiti Willard Fiske. Síðan gufaði hann upp, en formaðurinn og nefndarmennirnir stéðu hreyfingarlaus - ir og göptu út í loftið. G. CQGITO - ERGO SUM, frh.af bls. 93. stundir. Því fer þ6 fjarri, að ég sé sama sinnis og Jon Hannibalsson, að sósíalismi sé einhvers konar patentlausn á öllu böli mannkyns. Stjórnmálastefna eða trúarkenn- ing getur aldrei skapað sæluríki á jörðu, hvort sem hún nefnist sósíalismi, kristin- dómur eða eitthvað enn annað. Að halda slíku fram ber vott um furðulegt skilnings- leysi á mannlegu eðli, svo og gjörvallri sögu mannsins á jörðunni. - Og meðan kúg- un og ófrelsi fylgja alls staðar í kjölfar kommúnisma, virðist hann stefna ólíkleg- astur til að stuðla að nokkrum raunveruleg- um framförum. Þegar jón víkur máli sínu að listum vandast enn málið fyrir honum. Frómt frá sagt virðist mér sem við tölum þar hvor á sinni bylgjulengd og skiljum vart mál hvor annars, a. m. k. misskilur hann mig ræki- lega, þar sem ég ræði um listir í marg- nefndri jólahugleiðingu. Auk þess villir kommúnisminn um fyrir honum þar eins og víðar. Þegar ég ræði um þá listamenn, er bezt túlka líf aldar vorrar, á ég við hina mestu listamenn allra þjóða - Halldór Kiljan Lax- ness og aðra slíka, hvaða skoðun sem þeir hafa á stjórnmálum - en ekki fáein minni háttar skáldmenni uppi á íslandi. Þegar Jón hefur skilið þetta, skal ég ræða við hann um nútímalist, en ekki fyrr. Á öðrum stað í sama kapítula segir jón: "Blómaskeið listarinnar hefst því ekki fyrr en hún er orðin sameign fólks- ins í hinu stéttlausa samfélagi sósíalis- mans. " - NÚ skyldi maður ætla samkvæmt þessari kenningu jóns, að listir stæðu í ærnum blóma í Sovétríkjunum, þar sem "hið stéttlausa samfélag" hefur staðið með makt og miklu veldi í tæpa fjóra ára- tugi. Ekki er ófróðlegt að kynna sér það nokkru nánar. Ráðandi stefna í sovétbókmenntum er sósíalrealisminn svonefndi. Kommúnistar víða um lönd hafa þessa stefnu mjög í hámælum, og RÚssar sjálfir segja bók- menntir sínar hinar mestu í heimi. Samt er þar skemmst frá að segja, að fátækari, blóðlausari og gagnómerkari bókmenntum hef ég aldregi kynnzt. Varla sézt neitt, er rís yfir gráa flatneskjuna, - sjáist eitthvað slíkt yfirhöfuð, er það frá árunum 1920- 30, en þá voru sovézkir listamenn ekki útaf eins þrælkúgaðir og nú er. Sömu sögu er að segja af málaralist, o^ tónfróð- ir menn herma mér, að sovézk tonlist sé ámóta fátækleg. Hver sem um hirðir og læs er t. d. á ensku eða þýzku, getur kynnt sér þetta af eigin raun, því að völ er hér á nógum kosti sóvétbókmennta og bóka um listir í Sovétríkjunum. Túlkandi list stendur á háu stigi í Sovétríkjunum. En skapandi list er þar í hinni mestu niðurlægingu, og slíkt er eng- in furða. List nær aldrei lífi og þroska án frelsis ; í ófrelsi og áþján veslast hún upp og deyr. í Sovétríkjunum eru lista- menn múlbundnir og lagðir undir klafa hins almáttuga ríkisvalds. Ergo: þar þrífst aldrei háleit list. Þessi niðurlæging sovézkra lista er dálítið dæmi um þá paradís, sem komm- únisminn býður okkur. Cogito ergo sum, sagði einhver maður einhvern tíma. Ég hugsa, þess vegna er ég til. Þetta einkenni homo sapiens - að hann hugsar - er að vísu dálítið misjafnlega áberandi; sumum virðist kærast að hugsa sem fæst. En aðalsmerki hvers Frh. á bls. 97.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.