Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.02.1956, Side 22

Skólablaðið - 01.02.1956, Side 22
101 - áherzlu- og skilningsauka getum vér með fulltingi goðra manna allt eins gert það á franska tungu, au revoir tristesse. En menntlingum öllum ráðleggjum vér að gjöra nú iðrun og yfirbót og stunda ekki nám eður það9 sem fánýtt er, á kostnað félagslífs, sækja stefnur allar og samkomur stórar og smáar og láta þar ljós sín skína hvert í kapp við annað; og síðast en ekki sízt : skrifa að staðaldri í Skólablaðið og sjá - þér munið hólpnir verða. BARA EF LÚSIN ÍSLENZK ER ER ÞÉR BITIÐ SÓMI - ? Su ósvinna hefur alltof lengi viðgengist í skóla hér, að nemendum er gert að nema fræði sín á framandi tungum, og fá- um vér nú eigi lengur orða bundizt„ Þetta eru leifar frá niðurlægingartímabili í sögu þjóðarinnar, er hún laut húsaga erlendrar áþjánar og er lítt þolandi og allt annað en viðeigandi á vorum dögum. Þo hafa ýmsir orðið til að mæla þessu ófremdarástandi bót, jafnvel þeir, er sízt skyldu, t.d. kunn- ingjar vorir, kennarar, Engin re^la er þó án undantekninga, og minnumst ver þess, að Kr. Ármannsson lætur þess getið í for- mála fyrir latínuskræðu þeirri, er vér eig- um að læra - og lærum, að "það liggi í augum uppi, að heppilegra sé og skemmti- legra að nota kennslubækur á sínu eigin mali. " Ekki virðast þó allir vilja fallast á þessi augljósu sannindi, og eru algengustu viðbárur þeirra, að nemendur læri mál- ið (! !) og verði enda að lesa viðkomandi fræði á erlendum tungum, er þeir afla sér f r amhald sme nntunar. Hætt er þó við, að þessir rökvísi falli í frumefni sín, ef betur er að gáð. ífyrsta lagi lærist ekkert mál með þessu móti, en allt nám sækist verr, og er torveldað á allan hátt. í öðru lagi geta menn reynt að gera sér í hugarlund, hvar íslendingar væru á vegi staddir, ef sá hugsunarháttur ríkti, að ekki svaraði kostnaði að snúa því á íslenzku, er hvort eð er yrði að læra til fullnustu á erlendum tungum síðar meir. Væri þá vafasöm ráðstöfun að halda uppi innlendum háskóla, þar eð flest þau fræði, er þar er lögð stund á, eru innflutt frá öðr- um þjóðum og framhaldsmenntunar í þeim síðan aflað erlendis. Þá mætti og rengja réttmæti þeirrar ráðstöfunar að viðhalda sérstakri þjóðtungu, þar sem flest það, er þjóð vor byggir tilveru sína á, er frá öðrum þjóðum komið, numið á erlendum tungvim og því óneitanlega fyrirhafnar- minnst að taka upp einhverja af viðkom- andi tungum o.s.frv. Því segjum vér það, að vér eigum þann kröfurétt á hendur máttarvöldum skólans sem og íslenzkra fræðslumála, að oss verði eigi mikið lengur troðið svo frek- lega um tær með vanrækslu móðurtungu vorrar og raun er á, Þykjumst vér menntlingar enda fullsæmdir cif þremur leikfimitímum á viku hverri til þeirrar iðju. ENGINN ER ANNARS BRÓÐIR í LEIK.„ Mörg er mannsins mæða, og er margt því til staðfestingar „ T. d„ höfðum vér eigi lengi notið lystisemda hins nýbyrjaða árs, er Framtíðarstjórn kvaddi oss á sinn fund og spurði af miklum þjósti : "vín eða ekki vín, já eða nei?" Urðu menn að vonum djúpt snortnir af þessari óvenjulegu hreinskilni þeirra framtíðarspámanna - svo djúpt, að flestum vafðist tunga um tönn og treystust ein- ungis einir litlir fimm til að láta nokkuð uppskátt um hug sinn - þó hvergi nærri allan, Þeirra þrumdi Grákollr enn svarti mest og bezt, og er það eigi undarlegt, því hann er margreyndur að vígi; reynd - ist m„ a„ að eigin sögn banabiti bindindis- félagsins og hefur flestum reynst tor- meltur síðan. Var það hvort tveggja, að Höskuldur þuldi rúnir sínar í gríð og erg, og menn þóttust kenna upptök jarð- skjálfta í Álftafirði vestur, og er það eigi kynlegt, þegar þess er gætt, að þangað er einnig að rekja upptök Höskuld- ar„ Voru nú góð ráð dýr og Höskuldur beðinn að láta af tali sínu, áður en verra hlytist af, og lét hann til leiðast. Er nú kyrrt að kalla, unz upp er borin tillaga, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að hopa ekki á hæl undan dýrtíðardraugnum, heldur láta nú einu sinni heldur standa fram úr ermum og slá tvær flugur í einu höggi með því að lækka bæði dýr- tíð og verðlag á guðaveigum. En er til- lagan spurðist, þóttust kommúnistar og aðrir fjandskaparmenn ríkisstjórnarinnar eygja á henni þá vansmíði, að ef hún Frh„ á bls.l04„

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.