Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 24
103 - ári en nu, og of margir hafa þeir verið síðustu 50-100 árin„ ) Fyrst árið 1927, er Jonas Jonsson verður ráðherra, fær Akureyrarskoli leyfi til að utskrifa stúd- enta„ 1945 voru lögin um landsprof samþykkt. Nu veita heraða- og gagnfræðaskólarnir víðs vegar um landið nemendum sínum skilyrði til að fara þaðan beint upp í þriðja bekk menntaskóla. Mikið hefur verið deilt á landsprófið. Margt hefur verið fundið að því og það meir af ofstæki en skynsemi. En hafið þið nokkurn tíma hugleitt hina miklu kosti landsprófsins ? Með landsprófinu vinnst einkum tvennt, í fyrsta lagi : nemendur utan af landi fá betri aðstöðu til langskólanáms en ella, þar eð þeir geta nú tekið próf inn í menntaskóla í sinni heimabyggð, í öðru lagi : hér kemst á föst skipan, sömu kröfur eru gerðar um lágmarkskunnáttu allra þeirra, sem teknir eru inn í menntaskóla. Landsprófið hefur einkum haft það í för með sér, að fleiri nemendum gefst nú kostur á að stunda nám við menntaskóla en áður án þess þó, að nokkuð sé slakað á kröftum þeim, sem gerðar voru um kunnáttu nem- anda. Og ef það er samhljóða álit manna, að þær kröfur séu of litlar, er allur vandinn að þyngja landsprófið. Þo efast é^ um, að kunnátta nemanda í þriðja bekk se nú almennt nokkuð lélegri en hún var á "gömlu, góðu dögunum. " En hvort landsprófið er of létt eða of þungt eða hvort menntaskólunum í Reykja- vík og á Akureyri hefur hlotnazt lands- prófsdeild eða ekki, kemur raunar lítið grundvelli þess við. Aðalatriðið er, að það er sanngjarnasta lausnin, sem enn þá hefur verið fundin á vandamálinu um inntöku nemanda í menntaskólana. En er landsprófið of létt? Um þetta má deila endalaust. Þeir, sem telja það of létt, færa einkum þau rök fyrir máli sínu, að þegar séu komnir of margir menntamenn meðal þjóðarinnar. Hvílík firra! Eins og til sé einhver þjóð, sem sé of menntuð, einhver þjóð, sem eigi of marga vel menntaða einstakl- inga, eins og til sé sú þjóð, sem getur skaðazt af menntuninni? Það væri æski- legt, að flestir þegnar þjóðfélagsins væru stúdentar, jafnt sjómaðurinn á hafinu, verkamaðurinn við sorphreinsunina og prófessorinn við háskólann! Til hvers eru skólarnir? Til þess að veita nem- endum sínum ák.veðna forréttindaaðstöðu í þjóðfélaginu? Ef svo er, ætti að þyngja landsprófið að miklum mun. Nei, skólarnir eru til þess að mennta nemendur sína og gera þá hæfari til að byggja upp þjóðfelagið. Enga.n mann iðr- ar fengnar þekkingar, jafnvel þótt hún komi honum að litlu hagnýtu gagni. HÚn gerir hann að menntaðri manni og víð- sýnni þjóðfélagsborgara. Og það er skelfilegt til þess að vita, að margir af helztu"menntamönnum" þjóðarinnar skulu ganga með þá grillu í kollinum, að of margir ungir menn gangi út á braut lang- skólanámsins, of margir ungir menn vilji notfæra sér þá þekkingu og þá reynslu, sem liðnar kynslóðir hafa latið eftir sig. Það er skelfilegt til þess að vita, að til séu menn, - og þeir ekkl svo fáir, sem vilja, að öll æðri menntun falli aðeins í skaut fárra, útvaldra ein- staklinga. En hér þekkjum við aftur gamlan óvin. Hér skýtur hausum bændanna, sem börð- ust gegn stofnun Eyrarbakkaskólans, aftur upp úr pyttinum. Fyrir nokkru lýsti formaður kjarnorku- nefndar Bandaríkjanna áhyggjum sínum og annarra foryztumanna í tæknimálum þar vestra yfir, hve fáir ungir menn legðu þar stund á tækninám, og kvað hann Sovétríkin vera mun betur stæð í þessum efnum en Bandaríkin. Mig minn- ir, að hann segði, að 1 milljón og 200 þúsund ungir menn væru við tækninam við háskóla í Sovétríkjunum, en aðeins 800 þúsund í Bandaríkjunum. Og hann bætti við, að ef svona héldi áfram, liði ekki á löngu, þangað til Sovétríkin væru orðin voldugri Bandaríkjunum. Hér heyrast ekki raddir um að tak- marka eigi fjölda menntaðra manna til þess að hinir fáu menntuðu öðlist þa virðingu og sæmd, sem menntamenn höfðu í þjóðfélaginu fyrir 50-100 árum, heldur er beinlínis sagt, að skilyrði einn- ar þjóðar fyrir að geta þrifizt sem stór- veldi séu, að nógu margir ungir þegnar hennar leggi fyrir sig háskólanám. Hér á íslandi er allt að verða verzl-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.