Skólablaðið - 01.02.1956, Síða 25
- 104 -
unarvara, jafnt lærdómur sem annað.
Menn eru hættir að spyrjap hvort eitthvað
sé gagnlegt, heldur hvort hægt se að
græða á því. Læknar og lögfræðingar
eru orðnir nokkurs konar verzlunarmenn
og gott ef prestar fara ekki bráðum að
"praktisera" líka. Meðan sá hugsunar-
háttur, sem felst á bak við spurninguna:
græðir maður á þessu? ríkir alls stað-
ar, er ekki undarlegt, þótt sumir fari að
hugsa sig um tvisvar, áður en leggja ut
í langt og erfitt nám án nokkurs öryg^is
um "sæmilega vel borgað starf" að nami
loknu, þegar þeir geta ef til vill fengið
strax starf, sem krefst lítillar menntun-
ar og er bara "vel launað". Meðan þjóð-
félagið verðlaunar menn svona fyrir að
mennta sig ekki, er engin furða, þótt
skoðuri afturhaldss ömu "skólamannanna"
okkar um að of margir unglingar leggi
ut á braut langskólanámsins eigi miklu
fylgi að .fagna meðal almennings.
En samt skulum við vona, að hér á
okkar landi verði manngildið og gildi
menfitunarinnar meir metið í framtíðinni
en gildi peninganna. Ef svo verður,
þurfum við litlu að kvíða.
ÚTÞRA
Þýðir á vori
vindar
sefa úfinn sjá.
Bárurnar gjálpa
og glotta
í fjörunni,
vita þó, að bátur minn
er brotinn
niður í vör.
Þíðir á vori
vindar
sefa úfinn sjá,
en æði mitt
og angur mitt
augu djúp og blá.
BLEKSLETTUR, frh. af bls. 101.
EITT SINN BIRTIR
næði fram að ganga, yrði ríkisstj. ástsæl
hjá öllu landsfólki. Var henni því bráður
bani búinn og var að henni mikill mannskaði.
Lykur hér að segja af þeirri ráðstefnu en
ÞÁ SAKAR EKKI AÐ GETA ÞESS,
að er nokkuð hægðist um, voru frómir
hugsjónamenn staðnir að verki við stofnun
bindindisfélags, og þótti það firn mikil í
Reykjavíkur lærða skóla. Að sinni var
þó einungis um tilraunastarfsemi að ræða,
en mjög merkilega, þó ekki væri nema
vegna þess, að hún virðist ætla að takast.
Það er heldur fátítt í seinni tíð að ný-
græðlingar skjóti kolli upp úr því
"andans eyðimerkur og örfokalandi", er
menntlingar hafa vetursetu í, og hyggjum
vér því gott til glóðarinnar að fylgjast
með, hversu þessum farnast. Fylgja hon-
um því allar góðar óskir, er hann heldur
ut á hinar hálu brautir mannlífsins.
Senn mun birta,
bjarma aí sól á glugga,
og fölleit andlit eygja nýja von
í ókomnum degi.
En aftur mun syrta,
án þess að nokkuð gerist,
falla að utan óttans kviku skuggar
og enn þá svefn.
En eitt sinn birtir
öðruvísi en fyrr,
og opnast nýir vegir.
Ggr.
J. B