Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1958, Side 8

Skólablaðið - 01.03.1958, Side 8
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON: 128 - HUGLEIÐING UM SKÓLA OG ÞROSKA Einhvers staðar í ævisögu Stephans G. Stephanssonar er þess getið., er skáldið sá lífsglaða skolapilta ríða hjá garði og stefndu í suðurátt. Sem þessir glaðværu ferðalangar hurfu ur augsýn skáldsins, fleygði það sér milli þufna og grét. Slíkt: var umkomu- leysi fátæks smaladrengs og skálds í Skagafirði í þann tíð. Nu er öldin önnur. Nu liggja íslenzk mannsefni ekki framar afvelta milli þúfna °g gráta örlög sín. Nú drífa menn sig í skola ; þegar verst gegnir í einhvers kon- ar höndlunarskóla, hvort heldur þar er kennts að menn skuli höndla á prívat- reikning ellegar í samvinnu við aðra ; ef bezt lætur í lærðan skola, þar sem klass- ísk menning og vísindi eru höfð í hávegum. Ef Stephan G. hefði fæðzt í þennan heim á stríðsárunum.er allteins trúlegt, að hann hefði setzt í þriðja bekk. Og hann hefði numið dönsku af Einari Magnússyni; Johannes hefði lokið upp fyrir honum hulduheimum íslenzkrar náttúru ; Magnús Finnbogason hefði leitt skáldið í musteri íslenzkrar tungu, að uppsprettulindum og hennar niðandi vötnum. Sjálft hefur skáldið komizt svo að orði: "Nú veit ég ekki„ nema lærdómsleysið, með öllum sínum göllum, hafi verið lán mitt, svo ég uni vel því, sem varð. " Spurningin er : Hvað hefði Menntaskól- inn gert úr Stephani G. Stephanssyni ? Hvernig vinna skólar á íslandi úr þeim efnivið, sem þeim er fenginn í hendur ? Til hvers er ætlazt af einum skóla ? Til að gera langt mál stutt ætla ég að halda mig aðallega við Menntaskólann, okkar skóla. Til hvers ætlumzt við af honum ? Stephan G. °g Magnus Finnbogas. Skólann sækir mikill fjöldi ungs fólks, yfirleitt um og yfir skegg- hnífsaldur. Mannsálir í mótum. Ungt fólk, sem kann ekki fótum sínum for- ráð í jörfagleði villtrar ald- ar. Hvað er það, sem þetta Menntaskóli °g mannsálir. spurula ungviði þarfnast mesþað skólinn láti því í té ? Latnesk sagnbeyging ? Jú, víst þykir einstaka sálum gaman að rifja upp fyrir sér sverðahljóminn í 2000 ára gömlum bröndurum þessara heimsdrottn- andi barbara, einkum ef þeir eru viðstadd- ir, sem kunna máske hrafl í dönsku. Sic gloria mundi ! En er þetta ekki að seilast um hurð til lokunnar ? Liggur ekki beinna við, að svara fyrst þeim spurningum, sem áleitnari eru við hug þessa fólks, sem kirtlastarfsemin hefur fyrir sitt leyti þeg- ar gert fært í flestan sjó? Væri ekki þjóð- ráð, að leiða þetta fólk í allan sannleika um réttindi og skyldur þess, að vera mað- ur. Vestur í Amríku er sálfræðingur, sem segir æskulýð lands síns beinlínis haldinn geðveiki ; geðveiki, sem sé þekkt fyrir- bæri í sálfræðinni meðal einstaklinga, er hafi breiðzt út og orðið að faraldri. Gangir þú um Austurstræti á tólfta tíman- um að kvöldi dags, sérðu þessa sömu sjúk- dómsgreiningu ganga ljósum logum fyrir framan vitin á þér. Hvernig má þetta ske í landi Snorra og Kiljans ? Af því að ungu fólki eru gefnir steinar fyrir brauð t. d. latnesk sagnbeyging í staðinn fyrir kennslu í manndómi og siðgæði. - Væri til of mikils mælzt, að skólar landsins gengju fram fyrir skjöldu og innrættu íslenzkum mannsefn- um þær dyggðir, sem frá fornu fari hafa Steinar fyrir brauð.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.