Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1958, Page 9

Skólablaðið - 01.03.1958, Page 9
- 129 - þótt beztar með íslendingum : drenglyndi, manndóm og helztu undir stöðuatriði í siðfræði - áður en tekið er til við latín- una. Tstuttumáli; að sérhver skóli leggi á það megináherzlu með hnitmiðuðu uppeldisstarfi að laða fram al.lt hið bezta í fari sérhvers nemanda, örva hann og hvetja til dáða, vekja honum tru hins nýja tíma á fagurt mannlíf ; gera hann að manni, sem er hæfur til að lifa lífinuo Eða eigum við að urskurða þetta allt saman draumóra og kommúnisma. Sætta okkur við, að skóli sé su tegund fabrikku, sem framleiði árlega tiltekna summu van- þroska, makráðra embættismanna og peningafursta, sem vita ekki hvað er manngildi og eiga aðeins eina hugsjón; að skara eld að sinni kökuo Þær skyldur, sem menntaskóla ber að rækja við nemendur sína, eru að mínum dómi tvíþættar : Það fyrst, að veita okk- ur almenna hagnýta menntun, sem geri okkur hlutgeng við helzt hvaða háskóla sem er og í annan stað að birgja okkur að því veganesti, sem endist til að sérhver okkar standi sig eins og maður í því sem heitirlífs- barátta. Þetta heitir, að skólinn gefi okkur sína lex- íu í andlegum, siðferðileg- um og félagslegum þroska. Hvað hið fyrra snertir má að sumu leyti sæmilega við una, en að öðru leyti stórilla. Þrátt fyrir það, að menn séu almennt þolanlega að sér, að því leyti sem þeim ber að vera það, er Amma raular við drenginn sinn. lærdómurinn að miklum hluta ófrjótt stagl, sem fyrnist og gleymist, en ekki lifandi sannindi, sem bera arð í hugum manna. Þetta þarf ekki að koma neinum spánskt fyrir sjónir, þegar su staðreynd blasir við, að kennsluhættir skólans eru mikils til hinir sömu 1958 og þeir voru um síðustu aldamót. Ekkert hefur verið fært til samræmis við kröfur breyttra tíma„ Engu nýju lífslofti veitt inn. Menn eru stundum að gæla við þá hugmynd, að hér sé allt svo arfheilagt í elli sinni, að goðgá sé að fylgjast með tímanum. Þetta er argasta villutrú. Víst má halda í gamla siðu og þjóðlega, en það haggar ekki þeirri staðreynd, að Tslendingar hafa. ekki efni á að ala æskulýð sinn upp á fornminjasöfnum. Hvað hið síðara snertir, uppeldið og sálctrþroskann, víkur skólinn þeim beizka kaleik frá sér, enda svo komið, að því leyti sem íslenzkir unglingar á þroska- skeiði ganga ekki sjálfala, að uppeldið er á hendi þvílíkra trosbera sem kráreig- enda, klám- og glæparitaútgefenda og allra handa sjoppulýðs. Amma gamla, sem til skamms tíma hefur raulað þúsund ára sögu þjóðarinnar í vísum og þulum yfir glóhærðu barna- barni í kvöldrökkrinu, hefur nú yfirleitt safnast til feðra sinna. Meðan skólinn kynokar sér við að ganga íslenzkri æsku í ömmu stað, með því að sinna uppeldis- starfi sínu, verður hann aðeins veill og hálfur. Og meðan skyldi engan undra, þótt unglingar, sem sviknir hafa verið um sitt uppeldi, vilji fremur hlusta á amríska graðhestastöð en lesa Jónas. Nýtt Móselögmál. Hér þarf hvorki meira né minna en nýtt korintubréf, nýtt móselögmál. Kennslu- hættir verða að taka stakkaskiptum. Það þarf að ganga af deyfðinni, tregðunni og námsleiðanum dauðum, þessum leiðu skuggum vitlausra kennslu- hátta, með því að blása lífsanda í kennsluna og námið. Og það er vissulega fær leið, ef vilji er fyrir hendi. Ég vil aðeins benda á nokkur dæmi. Islenzkukennslu í skólum er um margt áfátt, þar sem hún er þurr, tyrfin og frá- hrindandi í stað þess að vera það nektar, er nemendur næri anda sinn á eilíflega. Kommusetning er ágæt íþrótt og holl að iðka, en þó er það yfirtaks ofrausn, ef hún skal vera ær og kýr nemenda svo vetrum skipti, enda persónuleg reynsla mín, að hana megi læra skammlaust á tæpum stundarfjórðungi. Þá sé fjarri mér, að varpa nokkurri rýrð á setn- ingarfræði, forngermönsku eða saxnesku né saman- burðar- og upprunamálvís - indi í neinni mynd. En allt er bezt í hófi og það þykir mér fulllangt gengið þegar þessi tröllauknu fræði skyggja gersam- lega á þá undursamlegu staðreynd, að bókmenntir voru upphaflega skrifaðar til að njóta þeirra, en ekki sem hráefni í úrvinnslukvörn þessara skelfilegu vísinda. Halda menn virkilega, að þetta sé leiðin til að kenna íslenzku ? Hvernig væri að skera staglið niður um helming eða svo og nota heldur tímann til að glæða mönn- um ást á fögru máli og kenna þeim að Eins og þýzkir s veitamenn.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.