Skólablaðið - 01.03.1958, Side 14
GUÐJÖN GUÐMUNDSSON :
134 -
íéiM 'i imfú'úvmn
í skolum þeim„ er ég heimsotti í
vesturför minni síðastliðinn vetur, gafst
mér tækifæri til aö ræða við ýmsa
skólamenn, bæði kennara og skólastjóra.
Og að sjálísögðu var umræðuefnið oftast
skólamálo Sérstaklega er mér minnis-
stætt samtal, sem ég átti við kennara
einn í gagnfræðaskóla (high school ) í NoY.
fylkio 'Kennari þessi hefur þann starfa að
vera ráðunautur nemendanna (guidance
teacher) í ýmsum málum, er námið varða.
T.d„ aðstoðar hann nemendur, sem hyggj-
ast stunda háskólanám, við að fá inngöngu
í skóla við þeirra hæfi.
Fyrrnefndur kennari hefur að því leyti
yfirgripsmeiri þekkingu á skólamálum en
margir aðrir bandarískir kennarar, að
hann hefur stundað nám við ýmsa háskóla
í Evrópu, m. a. við Sorbonneháskóla.
Umræðuefnið í samtali okkar var uppá-
haldsumræðuefni hans, þ.e. kostir og
gallar skólakerfa Bandaríkjanna og ýmissa
Evrópulanda. Hann hélt því fram, að kost-
ir bandaríska kerfisins væru meiri, þó að
ekki væri það gallalaust. Og hann kvað
þessa kosti birtast bezt í þjóðfélagshátt-
um Bandaríkjamanna. Ekki bæri þó að
skilja þetta svo, að bandarískir háskólar
utskrifuðu betri verkfræðinga, lækna,
lögfræðinga o. s.frv. en háskólar í Evr-
ópu. Hann taldi, að oft væri reyndin hið
gagnstæða. Hins vegar kvað hann banda-
ríska kerfið veita þjóðinni í heild hald-
betri almenna menntun en skólakerfi
Evrópuþjóða veittu þeim. Gagnfræða-
skólamenntun bandarísks iðnaðarmanns
væri t. d. haldbetri en menntun iðnaðar -
manns í Evrópu, sem ekki ósjaldan næmi
iðnina af föður sínum og fengi einungis
barnaskólafræðslu sem almenna menntun.
A hinn bóginn taldi hann iðnaðarmenn í
Evrópu síður en svo verri verkmenn.
Þá kvað hann yfirburði bandarxska kerfis-
ins birtast í því, að menntamenn einangr-
uðust síður frá öðrum stéttum þjóðfélags-
ins, þar eð allir sæktu sömu skólana allt
fram til 18 ára aldurs. Þannig væru
meiri Jíkur til þess í Bandaríkjunum en í
Evrópu, að börn verkamanna og iðnaðar-
manna öfluðu sér æðri menntunar.
Hin ríka stéttaskipting, sem væri við lýði
í svo mörgum Evrópulöndum, þekktist
svo til ekki i Bandaríkjunum. Þetta taldi
hann eiga rót sína að rekja til þeirrar fé-
lagshyggju ( team-spirit), semandrums-
loftið í skólunum skapaði. Skólaíþróttirn-
ar ættu ekki hvað minnstan þátt í þessu,
því að þær sköpuðu ekki einungis sam-
stöðu meðal þátttakendanna, heldur meðal
allra nemendanna í hverjum skóla. Og
að síðustu kvað hann þessa félagshyggju
eiga mikinn þátt í því, hversu langt Banda-
ríkjamenn hefðu komizt í tækni og vísind-
um, því að bandarískir verkfræðingar og
vísindamenn stæðu starfsbræðrum sínum
í Evrópu að engu leyti framar.
Þó að mér þættu þessar skoðanir að
ýmsu leyti athyglisverðar, gat ég ekki að
öllu leyti fallizt á þær. T. d. gat ég ekki
fallizt á, að ísland,sem eitt Evrópulanda,
stæði Bandaríkjunum að baki, hvað alþýðu-
menntun snerti, eða að stéttaskipting væri
meiri á Tslandi en þar. Vinur minn, kenn-
arinn, viðurkenndi fúslega, að svo þyrfti
ekki að vera í jafnlitlu þjóðfélagi og hinu
íslenzka, en við það tók ég aftur gleði
mína og lét gott heita, þó að ég sé smeyk-
ur um, að ýmsar þjóðir, t. d. frændur
okkar á hinum Norðurlöndunum, hefðu
ekki sætt sig við þessi málalok.
En, hvað sem öllum skoðunum og kenn-
ingum líður, er víst, að skólakerfi Banda-
ríkjanna er að ýmsu leyti athyglisvert og
fróðlegt fyrir íslendinga og aðra Evrópu-
bua að kynnast því og bera saman við sín
eigin kerfi. Ég ætla nú hér á eftir að
reyna að miðla svolítið af minni litlu þekk-
ingu á þessum málum.
í Bandaríkjunum er skólaskylda frá 6
ára aldri. Barnaskólar (elementary
schools ) eru 8 ára skólar, frá 6 til 14 ára
aldurs. Þessir skólar eru svipaðir og
gegna sama hlutverki og samsvarandi skól-
ar á íslandi og í öðrum Evrópulöndum,
þó að kennsluaðferðir séu að ýmsu leyti
frábrugðnar. En þar sem ég hef ekki haft
náin kynni af þeim, mun ég ekki ræða þá
frekar, heldur snúa mér beint að skólum
þeim, er taka við af barnaskólurn.
Þrettán til fjórtán ára að aldri fara