Skólablaðið - 01.03.1958, Síða 18
- 138 -
STÚLKA öslar snjóinn í flýti. Hun
þarf að fara ýmsar krókaleiðir, því að
enginn er vegurinns fyrr en komið er
ut á aðalbrauto
Nu sér stulkan strætisvagn koma, Hún
tekur til fótanna, eys upp snjónum ofan
í stígvélin sín og starir á vagninn, eins
og hún ætli með því að hindra hann í
að komast á biðstöðina á undan henni.
En - hann sigrar. Hun sér hann renna
fram hjá, rétt þegar hún er að komast
á stöðina. Hún mænir í örvæntingu á
vagninn, en það ber engan árangur.
Hann nemur ekki staðar.
Stúlkan stendur eftir, öll í hnipri. Hún
er ekki beinlínis ásjáleg, úlpuhettan
niðri í augum, hendurnar á kafi í vös-
unum og nefið eldrautt af kvefi.
Það er kalt, myrkt, hvasst.
Það er skammdegi.
Hana ! Loksins kemur næsti vagn, sem
drattast með snigils hraða niður á torg.
Þar byrja hlaupin að nýju. Loks kemst
hún niður í skóla og æðir að framdyr-
unum, vot í fæturna, en dyrnar eru
læstar. Hún þýtur að bakdyrunum, opnar
og skýzt inn - í kuldann.
Hitaveitan er í ólagi. Það komst
sandur inn í rör, sem heita vatnið renn-
ur eftir inn í húsið, og þess vegna er
ekki nema hálfur hiti á miðstöðinni.
Stúlkan fer úr úlpunni í einu hendings-
kasti. Hárið hefur ýfzt og fötin komin
í óreiðu, en hún má ekki vera að því
að hugsa um það.
Hún ber að dyrum, opnar og gengur inn
í stofuna. Þar sitja nemendur og stara
frosnum augum fram fyrir sig. En
augu kennarans eru þrjátíu gráðum
kaldari en þeirra, því að hann kemur
úr hlýrri kennarastofu. Þess vegna
safnast kuldinn allur fyrir í augunum.
Stúlkan sezt í sæti sitt, nær í fjarvist-
arskrána, sem er sú óhreinasta og
snjáðasta í öllum skólanum, og merkir
"S" við nafnið sitt.
Svona líður dagurinn. Kuldinn er
"ódrepandi". Nemendur sækja sér yfir-
hafnir og sitja brátt allir í úlpunum
inni. Brátt verða þeir ásáttir um að
biðja um frí það, sem eftir er dagsins,
en það ber engan árangur. Loksins er
síðustu kennslustund lokið og nemendur
geta farið heim.
Stúlkan þurrkar af töflunni, tekur ó-
hreinu skrána, fer með hana upp á
skrifstofu, fer í úlpuna sína og fer svo
ut í kuldann - úr kuldanum.
Hún bíður niðri á torgi í tuttugu mín-
útur eftir vagninum, fer svo með hon-
um heim á leið og fer út á biðstöð-
inni með töskuna undir hendinni, hett-
una niðri í augum og hendurnar í vös-
unum. Hún verður þó að draga þær
upp úr öðru hverju til þess að ýta
hárinu aftur undir hettuna, -þegar það
flækist fyrir andlitið. Síðan gengur
hún niður götuna og horfir á rokið
þyrla snjónum, svo að hann stígur
ti^narlega hátt til himins. Svo opnar
hun dyrnar heima hjá sér og fer inn.
Hið sama byrjar enn hina næstu
morgna, og hitaveitan er alltaf í ólagi
í skólanum.
Nú eru flestir nemendur orðnir veik-
ir af kulda og eru heima.
Stúlkan situr í skólastofunni enri að
nýju, og kennarinn stendur við kennara-
stólinn og kennir.
Nú starir stúlkan ekki lengur frosnum
augum fram fyrir sig, heldur brostnum.
Hún er gaddfreðin. Kennarinn segir :
"Út með hræið ".
Þegar það hefur verið fjarlægt, horfir
hann freðnum augum fram í auða stofuna
og segir: "Jæja, áfram, þetta dugir
ekki. Við verðum að klára "pensúmið"
fyrir vorið".
Líkið.