Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1958, Síða 28

Skólablaðið - 01.03.1958, Síða 28
r - 148 - efnis frá felagsins hálfu og telur fundurinn hann um það vítaverðan af félaginu. Jafn- framt lýsir fundurinn yfir þvíj, að gjörist nokkur til að fremja slíkt gjörræði síðar„ hvort heldur Gunnar Benediktsson, eða annar, skuli hann skilyrðislaust rækur ur félaginu." Undir tillögunni stóðu þessi nöfn : Árni Sigurðsson, Magnús Magnus- son, Kristján Albertsson, Valtýr Blöndal og Stefán J. Stefánsson. Gunnar Benediktsson staðfesti frásögn Sigurðar Grímssonar í öllum höfuðatriðum. Kvaðst hann eigi hafa gengið að þessu verki í neinu bráðæði eða að óhugsuðu máli, heldur hafi hann æfinlega haft opin augu fyrir því, að það sem hann gerði hefði ver- ið glæpur gegn félaginu. En eftir að Sig. Gr. hafi verið buinn að gefa það til kynna, að hið umrædda kvæði væri brennimark á kvæðabók félagsins, hefði hann heldur kjörið að drýgja þennan glæp, en að vita lengur af því í bókinni. Hann kvaðst verða að taka meira tillit til orða Sig. Gr. , ,en hvers annars einstaks manns, þar sem hann væri af félaginu kjörinn til þess að hafa aðalumsjón með bókmenntum þess. En þó mættu orð hans um þetta sín sér- staklega mikið sökum þess, að hann væri sá maður, sem nærði "Huldu” manna mest og tilfinning hans fyrir bókinni bæri því frekar að taka til greina, en annara, þó hann ætti ekki meiri lagalegan eignar- rétt en aðrir. Kvaðst hann frekast hafa buist við að þetta mál endaði með burt- rekstri sakamannsins - og þó tillaga sú, sem fram hefði komið yrði samþykkt, kvaðst hann líta á hana sem burtrekstur, sökum þess, að þar væri það skýrt tekið fram, að ef slíkt kæmi fyrir oftar, varðaði það burtrekstri. Hann sagðist alls ekki vilja að menn álitu, að það bæri að fara vægar í sakirnar að þessu sinni af því að þetta væri í fyrsta skipti að slíkt kæmi fyrir, því. það hefði ætíð verið sér Ijóst, að slíkum verknaði yrði eigi hegnt á annan hátt en með burtrekstri, nema í tildrögum hans lægi eitthvað það, er gæti réttlætt hann, og sem gæti þá eins komið fyrir seinna. Heldur kvaðst hann alls ekki vilja það, að félagið tæki vægar á þessu sökum þess að hann hefði starfað innan þess, eins og hann hefði heyrt suma félagsmenn segja að rétt væri. Sagði hann, að sér hefði þótt það allt of Ijótur blettur á dómstól þjóðar- innar, að þaðan hefði oft hærri stjettar menn farið með væga dóma, þegar jafnsek- ir almúgamenn hefðu sætt þeim hörðum. Þvínæst var borin upp tillaga sú, sem Stefán Stefánsson las upp, og var hún feld með 16 : 15 atkvæðum. Síðan kom frá Joni Árnasyni og Birni Þórólfssyni svohljóðandi tillaga : "Sökum verðleika Gunnars Benediktsson- ar, sem ágæts félagsmanns og sökum þess að þetta er í fyrsta sinn á vorum dögum, sem blöð eru rifin úr bókum fé- lagsins, þá lætur félagið mál þetta niður falla. En jafnframt lýsir fundurinn því yfir, að komi svipað brot fyrir aftur, skuli það varða brottrekstri. " Gunnar Benediktsson sagðist munu segja sig úr félaginu, hvort sem þessi til- laga yrði samþykkt eða ekki, og tóku því flutningsmenn hennar hana aftur. Kristján Albertsson fékk þvínæst orðið og benti á, að félagið ætti að halda fram rétti sínum og hika eigi þó hótað væri úr- sögn; sagði hann að eins og málinu væri nú komið fyndist sér félagið vera farið að beygja sig fyrir einstaklingum, í stað þess að einstaklingurinn ætti að beygja sig fyrir því. Þá kom fram svohljóðandi tillaga frá Vilhjálmi Þorsteinssyni: "Fundurinn verður að halda fast við eignarrétt alls félagsins á bókum þess og lýsir óánægju sinni yfir framkomu Gunnars Benedikts- sonar, án þess að leggja nokkurn dóm a deiluatriði hans og einstakra félaga. (Síðan var bætt við till. og hún þannig samþykkt: ) Komi slíkt fyrir aftur varðar það burtrekstri úr félaginu. " Þessi tillaga var samþykkt með öllum þorra atkvæða. Loks lýsti Gunnar yfir því að hann segði sig úr félaginu, árnaði því allra heilla og kvað sér hafa líkað samvinnan vel, þó ekki gæti hann af ósamþykni við nokkra einstaklinga þess haldið áfram að vera félagsmaður. - Annað gjörðist ekki. Fundi slitið. 11. FUNDUR Framt. var settur og haldinn á venjul. stað og stund sunnud. 16. apríl og stýrði honum form. fjel. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykt.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.