Skólablaðið - 01.04.1959, Qupperneq 12
•mrccttif ittd i
ÍMIÍÍÍMI
"YKKUR finnst hann vafalaust mikill
hugvitsmaður," sagði professorinn,
"maSurinn, sem gerði þetta furðutæki -
forsjána, er gerir oss kleift að sjá og
skynja löngu liðna atburði. En eg skal
segja ykkur, að annar er honum fremri.
Og nu ætla ég að sýna ykkur hann í
forsjánni, mesta hugvitsmann allra alda.
Gerið þið svo vel".
* ---- *
Tvær undarlegar verur berjast heift-
arlega í skogarrjóðrinu. Þssr eru nakt-
ar og berjast með kjafti og klóm.
Við skynjum, áð þettk eru menn. Annar
þeirra er mikill að vallarsýn með lang-
ar og hvassar tennur. Hinn er lítill
vexti og má sín augsýnilega minna.
Báðir eru mennirnir nokkuð hærðir og
minna í mörgu fremur á apa en menn.
Þegar þeir hafa barizt langa strond,
grípur sá minni til vopna herans og
forðar sér, enda mjög af honum dregið.
Hann hleypur góðan spöl og drepur hönd-
unum á jörðina við og við sér til stuðn-
ings. Loks hægir hann á sér og skjögr-
ar nú áfram löturhægt, en áfram fer
hann, áfram. Hann veit, að hann getur
ekki sigrað óvin sinn, og vill því aðeins
komast burt, burt.
Hann sér ekki rótarflækjuna, sem ligg-
ur yfir stíginn, festir því fótinn í henni
og steypist fram yfir sig. Hann er líka
allt of sljór og þreyttur, til að bera
fyrir sig hendurnar, - alveg sama um
allt og alla. ógurlegur drungi svífur á
hann, og rauðar, bláar og grænar stjörn-
ur dansa fyrir augum honum, - en honum
er alveg sama, hann vill aðeins sofa.
Sólin er komin hátt á loft, þegar hann
vaknar. Svíðandi sársauka leggur um
allt höfuð honum, og á enni sér finnur
hann fyrir storknu blóði. Hann sezt upp
og fer að hugsa um, hvernig hann eigi
að ná hefndum á óvini sínum. Lengi
situr hann og hugsar, en við fætur hon-
um liggur blóði storkinn steinninn, sem
hann hafði áður dottið á. Skyndilega fær
hann hugmyndina, - hann urrar lágt og
slær hendinni á steininn. Jú, það var
sárt, og nú þyrfti hann ekki annað en
gabba óvin sinn að steininum og láta
hann detta. Á meðan óvinurinn Jægi rot-
aður gæti hann svo bitið hann til bana.
Hann ætlar að fara að leggja af stað,
en þá flýgur honum í hug, að ekki sé
nú alveg víst, að óvinur hans falli á
steininn, þó að honum takist að gabba
hann þangað. Nei, það þýðir víst ekki að
hugsa um það, þetta er allt vonlaust.
En bíðum við, skyldi það ekki gera sama
gagn, ef steinninn dytti á hann, og þegar
hann datt á steininn. Stórhrifinn af hug-
myndinni þrífur hann steininn, hefur hann
á loft og lætur hann falla ofan á aðra hend-
ina. Hann sárkennir til en gleymir sárs-
aukanum alveg við hugsunina um hefnd-
ir. Nú þyrfti hann ekki annað en finna
óvin sinn og láta steininn falla í höfuð
honum.
Vonglaður rís hann á fætur, tekur
steininn og heldur af stað til rjóðursins.
Á leiðinni hugsar hann stöðugt um,hvern-
ig hann eigi að verða nógu fljótur að grípa
steininn, til þess að láta hann falla aftur
og aftur. Að lokum sezt hann niður og
tekur að æfa sig. Hann lyftir steininum,
lætur hann falla, grípur hann aftur,lyftir
honum og lætur hann falla aftur. Þannig
heldur hann áfram langa hríð, og að síð-
ustu er hann hættur að sleppa steininum,
heldur lemur honum í sífellu í jörðina.
Enn heldur hann af stað. Nú skyldi óvin-
urinn sannarlega komast að því fullkeyptu.
Skammt frá rjóðrinu sér hann óvin sinn
og urrar hátt. óvinurinn snýr sér að hon-
um, og urrandi nálgast þeir hvor annan.
Þegar þeir eru komnir þétt hvor að öðrum,
sveiflar hann steininum í höfuð óvinar
síns, svo að hann hnígur til jarðar.
Steinöld er haJin.
Reykjavík, 13. 3. '59.
Grímur blanki.