Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1959, Page 16

Skólablaðið - 01.04.1959, Page 16
inn alls ekkert í nefndarleiöangur fyrir Kristínu, hvaG þá þegar hefndinni átti að beina að aðila, sem hann, þrátt fyrir allt, var ekki alveg tilfinningalaus fyrir. Eftir nokkurt þof samþykkti hann að fara heim til syndaselsins og tala við hann, Fyrrverandi kærastan hans kom til dyra, en nú var hun blíð eins og engill. Hún sagði honum, að mamma sín hefði verið að kenna sér bæn og baö hann í Jesú nafni aö koma inn fyrir, amen. Þau sátu í stóra sófanum inni í stofu hjá henni, og hún var að fræða Henrik á því, aö með Jesú hefðu verið tólf postular, einn hefði verið klettur. Þarnæst. skoðuðu þau Línu langsokk og henni fannst Kristín með afbrigðum svipuð höfuðpersónu bókarinnar. Henrik var ekki alveg sammála, en hann þoröi alls ekki að mótmæla. Allt í einu snéri hún sér að honum, vafði litlu, brúnu handleggjunum um hálsinn á hon- um og kyssti hann snöggt á munninn, svo renndi hún sér niður af sofanum og einbeitti sér við að tína blöðin af falleg- asta stofublóminu hennar mömmu sinn- ar, þau væru nefnilega visnuð, sagði hún. Hún titraði öll af feimni og reyndi að tala eins mikið og hún gat um allt, sem henni datt í hug. Henrik heyrði ekki eitt einasta orð, hann sat með sælusvip og horfði dreymandi fram fyrir sig. Hann var að hugsa um hið tilvon- andi hjónaband. Franzý. "PROFSKREKKUR"—* Listaverk þetta er eftir Hermann B. Hvalfjörð, sem flestir munu kannast við. Eins og menn sjá, (þeir sem hafa a annað borö hið minnsta vit á listum ) er hér á ferðum stórséní í sinni grein. Hermann tekur sér oftast fyrir hendur að lýsa sálarástandi manna, og þykir hann gera það af hinni mestu snilld. Ein frægasta mynd hans af því tagi er "Animus Gudnii", sem er gerð með svörtu bleki. "Prófskrekkur" er ein nýjasta mynd hans og fundum við hana af tilviljun málaða á drullugan borðdúk í Vetrar- garðinum. HÍlíllilfl'U'dtt. IIÍIÍÍÍII«!!«■!;; Vf

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.