Skólablaðið - 01.04.1959, Síða 19
- 179 -
Heines borgarbúinn, notar hins vegar
náttúruna oftast sem bakgrunn í kvæðum
sínum, og hann nær sjaldnar a5 lýsa nátt-
úrunni á áhrifamikinn og sanníærandi hátt.
AnnaS athyglisvert atriði er það, að
þeir Heine og Jónas dveljast báðir lang-
dvölum í stórborgum fjarri ættjörðum sín-
um og láta báðir glepjast nokkuð af solli
heimsborgarinnar„ Af þessu leiðir einnig,
að þeir verða mjög einmana, Kemur þetta
hvort tveggja víða vel fram í skáldskap
þeirra.
Þeir Jónas og Heine voru báðir miklir
ættjarðarvinir og frelsissinnar, þótt ekki
séu þeir alveg hliðstæðir að þessu leyti
fremur en öðru. Það má vera hverjum
manni skiljanlegt, að afstaða Heines til
föðurlands síns hlaut að mótast mjög af
því, að honum var meinað að dveljast þar
vegna uppriina síns. ( E. t.v. eru skoðan-
ir hans að nokkru leyti einnig orsök út-
legðarinnar ). Heine verður því meiri
byltingarsinni en Jónas, þ.e. hann vill
fyrst og fremst. breyta þjóðfélagsskipulag-
inu, hann vill aukin áhrif og völd borgara-
stéttarinnar, en minnkuð völd. aðalsmanna
og klerka og verður meira að segja fyrir
miklum áhrifum af kenningum vinar síns,
Karls Marx. jónas berst á hinn bóginn
ekki fyrir auknum völdum ákveðinna stétta,
heldur framförum þjóðarinnar í heild,
aukinni menningu hennar og auknu frelsi,
og ást hans á fslandi er fölskvalaus með
Jónas Hallgrímsson er Ijóðrænt skáld
og fagurkeri í fyllstu merkingu þeirra
orða. 1 kvæðum hans skyggir venjulega
ekkert á fegurðina. Heine er öðruvísi far-
ið, því að hann hneigist mjög til að blanda
kvæði sín háði og spotti, þannig að lesand-
anum kemur á óvart og hann situr eftir
með sárt ennið. Gott dæmi um þetta er
kvæðið um vitringana þrjá ( nDie heil'gen
drei Kön'ge aus Morgenland'* ), þar sem
segir fyrst með fjálgum orðum frá leit
vitringanna og hversu stjarnan vísaði
þeim veginn að "húsi Joseps1’. Lesandinn
fer að halda í grandaleysi, að þetta sé
venjulegt rómantískt kvæði, en það sýnir
aðeins, að hann þekkir ekki Heine, því að
kvæðið endar þannig :
!tDas öchslein brullte, das Kindlein
schrie,
Die heiL'gen drei Könige sangen."
Frægasta þýðing Jónasar á kvæði eftir
Heine er áreiðanlega "Stóð ég úti í tungsl
Ijósi" sem hvert mannsbarn á fslandi
þekkir. Þar hefur Jónas notað annan hátt
með lengri vísuorðum en í spænsku róm-
önsunni, sem frumtextinn er ortur undir,
og fær þýðíngin því allt annan hljóm og
blæ, en myndin er hin sama. Náttúru-
barnið kemur greinilega. upp í Jónasi,
þegar hann skrifar þetta:
"eins og þegar álftir af ísa grárri spöng
fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng
Kvæðið Næturkyrrð ( "Ganga gullfætt")
er næstum orðrétt þýðing, en hefur samt
fengið allt: annan svip, því að Jónas þýðir
það undir fornyrðislagi og tekst með af-
brigðum vel.
t Strandsetunni er einmanaleikanum,
sem var þeim jónasi og Heine sameigin-
legur, lýst á mjög nærfærinn og átakan-
legan hátt :
Sálin mín hvikula, kæra!
þú kvíðir sí og æ,
mundar-nær mari þú situr.
Máninn er hátt yfir sæ.
Márinn forvitni ("Márinn, hann vita
vildi, hvað" ) er ekki eins nákvæm þýð-
ing og fyrrgreint kvæði. Það fjallar um
ástina, og ég sé ekki betur en Heine sé
eilítið napur í lokin :
Wenn ich nur Selber wusste
Was mir in die Seele zischt !
Die Worte und die Kusse
Sind wunderbar vermischt.
Þessa napurleika gætir ekki í þýð-
ingu Jónasar :
Sízt veit nú, kæra, sálin mín,
hvað mér svo friðar hug og geð.
Orðin kossunum eru þín
svo undarlega vafin með.
1 kvæðinu "Das Fráulein stand an
Meere" beitir Heine sínu eftirlætisbragði
og endar kvæðið svo :
Mein Fráutein! seiúi Sie munter
Das ist ein altes Stuck;
Hier vorne geht sie unter
Und kehrt von hinten zuruck.
En Jónas dregur úr sárasta broddin-
um :
Hispursmey, verið hressar!
Hér á ég góð kann skil.
Frh. á bls. 173.