Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 26
- 186 - meö skjálfandi höndum frá andliti henn- ar. Það var óhugnanlega hvítt. Og dautt. Hver snefill af roða var horfinn úr vöng- um hennar, og eftir var aðeins óendan- legur, gínandi fölvi. Ég gnísti tönnum. Þessa vanga skyldi eg gæSa aftur roða og lífi. f krafti allrar þeirrar almættis- kyngi, sem ég hef leitað að og lifað fyrir, skyldi ég vekja stúlkuna mína aft- ur til lífsins. Skjálfandi eins og hrísla og í nafni himins og helvítis lagðist ég á líkbörurnar við hlið líksins, hallaði mér yfir það og þrýsti ólgandi kossi á helstiröar varir þess. Það var minn annar koss. Það var nákaldur koss. En samt var þetta lífsins koss. f gegn- um hann skyldi stúlkan mín í krafti alls hins magnaða, sem í kossinum byggi, öðlast nýtt líf, hluta af mínu lífi. Þess vegna ætlaði ég að liggja þannig alla nóttina ef þörf kreföi. Þögn næturinnar var fullkomin. Hún bjó yfir fullkomnum leyndardómi. Þá kom það. Skerandi hátt hvæs þaut í gegn um ládeyðuna svo að það nísti gegnum merg og bein. £g hrökk upp stirðnaður af skelfingu, og á samri stundu horfði ég í tvö græn, stingandi augu, sem skutu til mín neist1 um, upphlaupin af djöfullega glottandi meinfýsni. Ég gat hvorki hrært legg né lið. Andspænis mér 'á maga líksins sat stórt, grátt kattarkvikindi. Það var allt loðið, hárin risu á skrokk þess, og skottið, - skottið, það var óhugnanlega stórt og óhugnanlega loðið! Loðinskotti! Loðinskotti horfðist í augu við loðin- skotta, það var tvítal vitstola sálar, opinberun örlaganornanna, harmónía til- verunnar. Kvikindið hvæsti aftur og slefaði í viðurstyttilegri fyrirlitningu á móti mér, hinum loðinskottanum, sem lá við hlið stirnaðs líks og storkaði himni og jörð með því að ætla sér að vekja það til lífsins. Þá gat ég aftur hreyft mig. Ég stökk upp, æddi á gluggann, klöngraðist hamstola út um hann og hlaut óteljandi sár af brotunum. Kvikind- ið hvæsti á eftir mér. Það var eins og það ætlaði að bora þessu veinandi hvæsi inn í heilann, inn í sál mína. Það var hræðilegt. Ég sá rautt. Það var blóð mitt, blóð lífsins og blóð himnanna. Jörðin riðaði undan fótum mér, ég reik- aði áfram í ólýsanlegri skelfingu, hras- aði þúsund sinnum, reis upp aftur þús - und sinnum og hélt áfram að æða, æpa og titra. Prúðbúnir, slagandi fagnendur lífsins urðu á vegi mínum. Þeir veif- uðu pípuhöttum og sungu : "Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur". Ég gnísti tönnum, benti blóðugri hendi til þeirra og hrópaði: heimskingjar! - en þeir hlógu og sögðu : þessi er enn drukknaði en við, ha, ha, ha, - og ég sagði ekkert meira, því að í því datt ég. Ha, ha, ha. Loks náði ég niður að sjó. Ég horfði andartak á iðandi hafflötinn, sem sló ryðgaöri bauju við bryggjustólpa og mundi innan skamms sökkva henni : harmónía tilverunnar. Þá stökk ég. Það var minn þriðji koss, - sá síðasti. Hann var þeirra langmestur. Það var votur koss, fuVLur af algleymi. . . . Þegar ég rankaði við, fann ég salt- bragð í munninum. "Þér eruð salt jarðar", - og ég glotti. Ég brosti ekki yfir fegurð heimsins eða skini sólar, nei, ég glotti - andstyggilega, því að sólin var ekki lengur á himninum. Hún var hröpuð. Og eftir var aðeins myrkr- ið í sálu minni - og hatrið. Og mest hataði ég þann, sem hafði dregið mig úr algleymisfaðmi hafsins. - Sá, sem hefur elskað heitast, mun einnig hata djöfullegast. . . Ég rýk út að glugganum. Ég tek um rimlana með báðum höndum og reyni sem óður maður að skekja þá til. En það er vonlaust. Ég, sem fæ ekki einu sinni að hafa hún. Hjá slíku fólki eru rimlarnir ávallt traustir. Ég horfi út. Þar þeysa norðurljósin. Þau eru að trylla mig. Ég öskra eins hátt og ég get, en það heyrir enginn til mín, ekki einu sinni skáldið, sem er að leita að gullkorni bókmenntanna, því glamra svo tennurnar af kulda. Væri ég spámaður, mundi ég hrópa til hans : Þú heimska skáld! Snautaðu heim til þín, dragðu þykk tjöld fyrir gluggann þinn, kveiktu rautt Ijós, reyktu og drekktu og lestu sögur um méigt myrkranna og forhertan glæpalýð.. En fyrir dögun skaltu hengja þig í beltinu þínu.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.