Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 2
KVENFÉLAGSKONUR um land allt hafa ákveðið að prjóna húfur handa öllum nýfæddum börnum á landinu árið 2010. Er þetta gert til að minna á að á næsta ári eru 80 ár liðin frá því að kvenfélög landsins mynduðu með sér Kvenfélagasamband Ís- lands en forseti þess er Sigurlaug Viborg. „Konur í kvenfélögunum vilja með þessu senda hlýja kveðju til nýrra þjóðfélagsþegna og foreldra þeirra,“ segir í fréttatilkynningu. Áætlað er að um 5.000 börn muni fæðast á árinu á Íslandi og fara fæð- ingar fram á tíu stöðum á landinu; á Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Ak- ureyri, Neskaupstað, Höfn, Selfossi, Vestmannaeyjum, Keflavík og Reykjavík auk heimafæðinga. Ullarfyrirtækið Ístex styrkir verkefnið með útgáfu á prentuðum kortum með heillaóskum til foreldr- anna. Kortið fylgir hverri húfu og er fært inn á það nafn konunnar sem prjónaði húfuna og hvaða kvenfé- lagi hún tilheyrir. „Notað verður kambgarn í húf- urnar sem einnig er kallað ullar- band,“ segir Margrét Baldursdóttir, gjaldkeri Kvenfélagasambandsins. Hún er í nefndinni sem sér um verk- efnið. „Um 4.000 konur eru í kven- félögum landsins og við vonum að sem flestar taki þátt í þessu en við rennum auðvitað blint í sjóinn með það. Og einhverjar prjóna kannski yfir hundrað húfur, sumar eru best- ar í að elda en aðrar að prjóna. Þetta er samvinnuverkefni.“ Ljósmæður sem annast fæðingar munu afhenda foreldrum húfurnar. Verkefnið fer af stað á nýársdag og sagði Margrét að þegar væri byrjað að senda húfur á fæðingardeildir víða um land. Einnig verður séð til þess að börn sem fæðast heima verði ekki útundan. Margir, sem ekki eru í kvenfélögum, hafa sýnt áhuga á að fá að prjóna húfur og fagna kven- félagskonur því og hvetja viðkom- andi til að hafa samband við kven- félög á hverjum stað eða við Kvenfélagasambandið. kjon@mbl.is Húfur handa öllum nýfæddum börnum 2010 Kvenfélagasambandið vill minna á 80 ára afmæli sitt 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 © IL V A Ís la n d 20 0 9 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8 112 Reykjavík 31. des. fimmtudagur 9-12 1. jan. föstudagur LOKAÐ laugardagur 10-18 sunnudagur 12-18 einfaldlega betri kostur Siena. Kampavínsglas 180 ml 495,-/stk. Gleðilegt nýtt ár Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LOKAUMRÆÐA um Icesave- frumvarp ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í gær en samkomulag hefur orðið um það að umræðunni ljúki með atkvæðagreiðslu á morgun. Guð- laugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í umræðun- um að ráðherrar hefðu margsinnis verið staðnir að ósannindum á árinu þegar fjallað hefði verið um Icesave og spurði hvers vegna menn ættu að trúa þeim núna. Guðlaugur Þór minnti á að Friðrik Már Baldursson hagfræðingur hefði skilað áliti þar sem fram kæmi að hugsanlega nægði gjaldeyrisforðinn til að standa undir greiðslubyrði rík- isins 2011 og 2012. En ef ekki, þá væru „líkur á greiðslufalli“ ríkis, sveitarfélaga og opinberra fyrir- tækja. Í áliti minnihluta viðskiptanefndar (Eyglóar Harðardóttur og Margrétar Tryggvadóttur) er fjallað um óvissu um greiðslugetu ríkisins árin 2009- 2024 en áætlað sé að heildarend- urgreiðslur vegna eldri lána og vaxta- greiðslna nemi um 756 milljörðum króna árin 2011-2015 miðað við nú- verandi gengi. „Þessi upphæð er hærri en allt það fjármagn sem Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn og önnur lönd hafa lofað að lána Íslandi sem hluta af efnahagsáætlun sjóðsins og ætlað er að styrkja varagjaldeyr- isforðann,“ segir í álitinu. Árni Páll Árnason félagsmálaráð- herra sagði í umræðunum að danska fjármálaráðuneytið hefði sent fjár- málanefnd danska þingsins bréf 23. nóvember þar sem fram kæmi að lán- veiting Norðurlandanna til Íslands væri háð því að Íslendingar gengju frá samningum um Icesave. Engin frekari fyrirgreiðsla „Sú lánafyrirgreiðsla sem við höf- um þegar fengið er fengin í trausti þess að frá samningum um Icesave verði gengið og ef þeir samningar verða felldir nú er lánafyrirgreiðsla okkar, þegar veitt, öll í uppnámi, við allar Norðurlandaþjóðirnar og Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn og frekari lánafyrirgreiðsla er ekki í boði,“ sagði Árni Páll. Fulltrúi Hreyfingarinnar í fjárlaganefnd sagðist ekki geta mælt með því að Alþingi samþykkti nýja útgáfu af ríkisábyrgð vegna Icesave. Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja að frumvarpinu verði vísað frá en framsóknarmenn að því verði vísað til ríkisstjórnarinnar. „Þetta eru stór- hættulegir gjörningar sem alls ekki má samþykkja. Á fyrri öldum stóðu Íslendingar saman gegn ofríki er- lendra þjóða. Því er vart hægt að trúa að nú ætli ráðamenn þjóðarinnar að leggjast flatir fyrir slíku valdi,“ segir m.a. í áliti sjálfstæðismanna í fjár- laganefnd. Er lagt til að formenn allra flokka reyni að taka upp við- ræður við Breta og Hollendinga í úr- slitatilraun til að verja hagsmuni þjóðarinnar. Há greiðslubyrði Ríkið borgar alls 756 milljarða vegna eldri lána og vaxta 2011- 2015 sem er meira fé en öll lánin frá öðrum ríkjum og AGS LIÐIN eru 15 ár síðan þingfundir voru haldnir síðast milli jóla og nýárs. Talsverður hiti var um það leyti í pólitíkinni, Jóhanna Sigurðardóttir var nýgengin úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins og svo fór að fjárlög voru afgreidd á löngum næturfundi aðfaranótt 22. desember. Stjórnarandstaðan gerði tilraun til að reyna þolrifin í mönnum með mál- þófi, eins og heimildarmaður blaðsins orðaði það. Eftir var að afgreiða lög um tekjuskattsbreytingu og ráðstafanir í ríkisfjármálum og lánsfjárlög, einnig var þráttað um landbúnaðinn og Heimsviðskiptastofnunina. En ekki virðist hafa verið um að ræða einhver minnisstæð mál nema það hafi þá verið lög um skipulag ferðamála og önnur um mat á sláturafurðum. Málþófi beitt í árslok 1994 Morgunblaðið/Kristinn Gaman og alvara Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra var kampakátur á Alþingi í gær þótt hart væri tekist á um Icesave í þriðju og síðustu umræðu sem hófst í gær. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði afgreitt á morgun. FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR staðfesti á Þor- láksmessu að maðurinn, sem er þrí- tugur, skyldi afplána 225 daga eftir- stöðvar fangelsisrefsingar en hann var dæmdur í fimmtán mánaða fang- elsi 20. mars sl. Honum var veitt reynslulausn 16. september og nán- ast samstundis hóf hann að stunda af- brot. Meðal annars viðurkenndi hann hjá lögreglu að hafa stolið þremur bílum og brotist inn í einn. Þrátt fyrir það var honum ávallt sleppt. Maðurinn á að baki nokkurn saka- feril og var í október 2007 dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Tveimur mánuðum síðar var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi. Hann rauf skil- orðið með brotum sínum. Hinn 9. maí 2008 var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi en um hegningar- auka var að ræða. Degi síðar var hon- um veitt reynslulausn í eitt ár. Þá átti hann eftir að afplána 137 daga. Eðlilegt að veita reynslulausn Í febrúar sl. var maðurinn hneppt- ur í gæsluvarðhald eftir sjö mánaða samfellda brotahrinu. Á þeim tíma tók hann átta bíla ófrjálsri hendi. Meðal annars einn á aðfangadag á síðasta ári. Hann ók um á bílnum þar til lögregla stöðvaði hann 19. janúar. Þann sama dag stal hann öðrum bíl. Maðurinn var eins og áður segir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi 20. mars sl. en veitt reynslulausn 16. september. Í lögum um fullnustu refsinga eru ákvæði um reynslulausn. Þar segir m.a.: „Fanga, sem telst vera síbrota- maður eða sem ítrekað hefur verið veitt lausn til reynslu og rofið skilyrði hennar, skal ekki veitt reynslulausn á ný nema sérstakar ástæður mæli með.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri segir eðlilegar ástæður liggja að baki því að viðkomandi einstaklingur hafi fengið reynslulausn þrátt fyrir að rjúfa skilorð áður. Hann hafi aðeins setið inni í tvö skipti og geti því ekki talist síbrotamaður samkvæmt skiln- ingi laganna. Hann segir skilgrein- inguna ekki endilega þá sömu og hjá dómstólum, auk þess sem meta þurfi aðra þætti, s.s. hegðun í afplánun, aldur viðkomandi o.s.frv. Stofnaði vegfarendum í hættu Frá þeim tíma sem manninum var veitt reynslulausn hefur hann komið við sögu í sjö sakamálum, sem vitað er um. Ekkert benti til þess að hann léti af afbrotum og lauk hrinu hans þetta skiptið með handtöku eftir háskalega eftirför lögreglu. Maðurinn ók á móti umferð á mik- illi ferð og raskaði þannig umferðar- öryggi á alfaraleið og stofnaði á ófyr- irleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleiðinni í augljósan háska, líkt og segir í greinargerð lögreglu- stjóra. Hann var undir áhrifum vímu- efna. Rauf ítrekað skilorð en var alltaf sleppt Óslitin brotahrina, en ekki síbrotamaður Morgunblaðið/RAX Yfirbugaður Maðurinn velti bílnum í Kópavogi eftir eftirför lögreglu. Ökuníðingi sem olli mikilli al- mannahættu með aksturslagi sínu 20. desember sl. var veitt reynslulausn 16. september. Frá þeim tíma hafði hann tekið sex bifreiðar ófrjálsri hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.